Úrval - 01.04.1973, Side 30
28
ÚRVAL
AFBRÝÐISEMI
BARNA
Börn verða vist ekki siður
afbrýðisöm en aðrir, og af-
brýðin skiptir miklu máli i
hegðun þeirra. Betra er, að
foreldrar bregðist rétt við.
Gylfi Asmundsson — Menntamál.
Fyrsta barn foreldra sinna
nýtur undir eðlilegum
kringumstæöum óskiptrar
athygli og ásta foreldra sinna. Það er
þvi sizt að undra, þótt það fyllist kviða
og óöryggi, þegar systkini kemur i
heiminn, og þarf að deila með þvi þeim
tilfinningalegu lifsnauðsynjum, sem
þáð átti áöur óskiptar. Ekki aðeins
deila þeim með systkini sinu, heldur
öllu lfklegar að hverfa i skuggann af
þvi, að veröa afskipt, finna sér jafnvel
ofaukið. Barnið snýst óhjákvæmilega
gegn þessari ógnun við aðstöðu sina.
Þaö reynir að ráða fram úr þessum
vanda með þeim viðbrögðum, sem þvi
eru tiltæk og eðlileg. Þessi viðbrögð
eru harla mismunandi, stundum
bláber fjandskapur út i systkinið.
Barnið lætur opinskátt i ljós i orði og
gerðum, að þvi finnst systkinið fá
meira eöa að það sé meira gert fyrir
það. Barnið reiðist, erætur eða fer i
fýlu, ef yngra barnið fær eitthvaö, sem
þaö sjálft fær ekki. Reiðin getur ekki
siöur beinzt gegn foreldrunum, öðru
eða báðum eftir atvikum. En ástæðan
er augljós. Barnið er afbrýðisamt út i
yngra systkini sitt.
En afbrýðisemi kemur ekki alltaf
svo beint fram, kannske sjaldnast, og
foreldrar gera sér oft og einatt ekki
grein fyrir þvi, að ýmis viðbrögð barns
eigi rætur að rekja til afbrýðisemi, sjá
ekki samhengið á milli atferlis
barnsins og þeirra tilfinninga, sem það
ber til yngra systkinis sins. Margir
foreldrar verða aldrei varir við
afbrýðisemi hjá börnum sinum. Sumir
segja gjarnan: Hann eða hún hefur
enga ástæðu til að vera afbrýðisöm.
Við gerum aldrei upp á milli
barnanna.” Hið siðarnefnda kann að
vera rétt, foreldrar gera sjaldnast
visvitandi upp á milli barna sinna. Þau
miðla beim af ást sinni og ytri lifs-