Úrval - 01.04.1973, Síða 39

Úrval - 01.04.1973, Síða 39
PÉTURSKIRKJAN ER DÝRÐLEG 37 „Palla” eða hnettinum, sem táknar heiminn og að siðustu til ljómandi bronzkrossins, sem er um 5 metra hár. ,,Tu es Petrus” Siðan fór ég að feta mig upp þessi hundruð þrepa, sem byggð eru inn i hvolfþakið og fór mér vissulega mjög hægt, þvi stiginn verður mjórri og brattari þvi hærra sem komið er. Loks komst ég að lampanum og stóð á öndinni af fleiri en einni ástæðu. í þau 15 ár, sem ég hef búið hér i Róm, hef ég aldrei séð annað eins útsýni yfir borgina. En útsýnið niður i Vatikanið og yfir staði, sem almenningur litur sjaldnast augum, var jafnvel ennþá merkilegra. Mig hafði aldrei dreymt um að þessir háu steinveggir skýldu svo viðáttumiklum grænum grundum, slikum fjölda skrúðgarða, fögrum smáhýsum og jafnvel viðáttumiklu flæmi, sem virtist sprottið ósnortnum skógi. Stundum erhægt að koma auga á páfann á gönguferð langt niðri. Þegar ég kom niður, fór ég inn i Péturskirkjuna og þá á ég við inn. Innfyrir sjálfa hina sýnilegu veggi og hafði reyndan kirkjuverkmann mér til leiðsagnar. Hann fylgdi mér um hin löngu og þröngu göng, sem eru meira en hálfur annar kllómetri á lengd og liggja i ótal sveigjum og beygjum upp of niður og sem verkmennirnir nota við vinnu sina. Hann klappaði á hina voldugu múrsteinsveggi, sem komu i ljós þarna, og sagði: „Það eru i rauninni múrsteinarnir, sem halda Péturskirkjunni uppi, en ekki sléttur steinninn eins og hann sést utanfrá. Og þetta eru lika frábærir múrsteinar, þó þeir séu ekki eins góðir og þeir, sem gerðir voru á dögum Nerós. Þeir voru langbestir.” Sólin var nærri gengin undir, þegar ég kom aftur niður i aðalkirkjuna. t hinu mikilfenglega kirkjuskipi rökkvaði óðum. Ég gat ekki lengur greint smáatriðin i útskurðinum, á- letranirnar, mósaikmynstrin. Ég dokaði við undir siðustu messum þessa dags. Ég stóð I umvefjandi skuggum, meðan ákallandi raddir og hljómsterk tónlist helltist yfir mig. Og helltist yfir viðkvæman og sorgmæddan svip Madonnunnar á höggmynd Michelangelos, Pieta, endurómaði hátt upp um dásemdir hvolfþaksins mikla, sem nú var skyggt og þar sem þessi latnesku orð eru greypt I gullið mósaik: „Tu es Petrus et super hanc petram aedificabo Ecclesiam meam/Et tibi dabo claves regni coelorum.” (Þú ert Pétur og á þessum kletti mun ég reisa kirkju mina og þér mun ég fá lyklana að hinu himneska konungsriki). Svo var komið að lokunartima og þegar ég fór sfðastur út, smullu hin þungu hlið i lás að baki mér. Brátt var ég i fylgd með Vacchini og við gengum út á hið stórkostlega, myrka torg sem nú var næstum mannlaust og horfðum á hina mikilfenglegu skuggamynd Péturskirkjunnar, hvernig myrkar út- linur hennar, stórar i sniðum, gnæfðu við himin Rómar: „Sjálfstraustið, sem þeir höfðu i þá daga!” sagði hann lágt og með aðdáun I röddinni: „Hver myndi þora að leggja I slika kirkjusmið nú á dögum?”
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.