Úrval - 01.04.1973, Page 43
PLÖNTURNAR HAFA „SKYNJUN”
41
En íhugið aðeins þetta litla dæmi.
Backster setti tvær plöntur inn i eitt
herbergi. Sex sjálfboðaliðar fengu
bindi fyrir augun, drógu miða úr potti,
og gengu siðan grafalvarlegir inn i
herbergið I einfaldri röð og opnuðu
ekki miða sina fyrr en þeir voru
komnir inn. Einum þeirra var fyrir-
skipað að myrða aðra plöntuna, rifa
hana upp með rótum, tæta hana i
sundur og traðka á henni. Enginn
vissi, hver verkið hafði unnið — nema
plantan, sem eftir lifði. Backster
tengdi lygamæli við hana, svo að hún
gæti borið „vitni”, og leiddi siðan
mennina einn á eftir öðrum fram fyrir
hana. Það brást aldrei i þessum
prófum, að plantan þekkti alltaf, hver
hafði verið morðinginn.
Ef Backster væri nú einn um þessar
hugmyndir sinar, að plöntur geti
komizt i samband við aðrar lifverur,
væri auðveldara að hlægja þetta i hel.
En það vill bara svo til, að fjöldi
visindamanna eru farnir að hallast að
þvi, að hann hafi eitthvað til sins máls.
Einn þeirra er dr. Aristide H. Esser,
geðlæknir við Rockland State
sjúkrahúsið i Orangeburg N.Y. Esser
ásamt samstarfsmönnum sinum,
Thomas L. Etter og Douglas Dean lét
stúlku eina bera plöntu i potti
inn i herbergi, en áður hafði hún
annazt hana og vökvað hana og hugsað
til hennar. Þeir tengdu lygamæli við
jurtina og spurðu siðan stúlkuna
margvislegra spurninga, sem hún
stundum svaraði ósatt. Eins og \ fyrri
tilraunum Backsters sýndi lyga-
mælirinn sömu merki, eins og ef hann
hefði verið tengdur við stúlkuna sjálfa.
„Við viljum vissulega ekki ganga út
frá neinu gefnu,” segir Dean. „En
jurtin einfaldlega virðist svara til
þeirrar manneskju, sem hefur annazt
hana.” — Og Esser bætir við þetta:
„Þegar ég fyrst heyrði um tilraunir
Backsters, hló ég að þvi, en nú hef ég
orðið að kyngja öllu skopinu aftur.”
Þeir visindamenn eru margir, sem
trúa þvi vitaskuld ekki, að Backster
hafi rekizt á neitt athyglisvert. Þeir
halda þvi stöðugt fram, að mælingar
lygamælisins megi skýra á einhvern
fullkomlega eðlilegan hátt. Sjálfur er
ég ekki svo öruggur með mig. En bara
til þess að vera óhultur ætla ég að
vera vel á verði fyrir þessum skiltum,
sem á stendur: „Gangið ekki á
grasinu!” Máltækið segir, jú: „Aðgát
skal höfð i nærveru sálar.”
Kona sagði við aðra: „Ekki skil ég, hvers vegna karlmenn fara enn á
veiðar, þegar þeir geta auðveldlega látið sér vaxa skegg á skrifstofunni.”
Sagt i strætisvagni: „Ég hef aldrei haldið, að staður konunnar væri i eld-
húsinu — einkum þegar þarf að moka snjó af tröppunum.”