Úrval - 01.04.1973, Page 61
59
SÖGUFRÆGUR SIGUR —
ORUSTAN UM STALINGRAD
Þessi úrslitaorusta var háð fyrir 30 árum.
APN
rustunni um Stalingrad, mestu
Oorustu annarrar heims-
styrjaldarinnar,lauk fyrir 30
árum, 2. febrúar 1943, með ósigri
árásarsveita herja þýzku fasistanna á
svæðinu milli fljótanna Volgu og Don.
Sovézki herinn hratt árás óvinanna og
öll hernaðarvél þýzku fasistanna
nötraði.
Varnarbarátta sovézku her-
sveitanna á bökkum Volgu stóð 1 125
daga. 1 þessum hörðu bardögum milli
Volgu og Don misstu óvinirnir 700
þúsund foringja og óbreytta hermenn,
yfir 2000 vélbyssur og fallbyssur, yfir
1000 skriðdreka og 1400 flugvélar.
Af þessari dæmafáu vörn sóvézku
hersveitanna leiddi, að skilyrði
sköpuðust til gagnsóknar. Eftir að
hafa skapað sér þannig hernaðarlega,
stjórnmálalega og herfræðilega stöðu,
ákvað yfirherstjórnin að gera fyrsta
áhlaup vetrarsóknarinnar 1942-43 i
grennd við Stalingrad.
Akveðið var að gera margar harðar
árásir, er beindust að einu marki, að
brjóta varnir óvinarins á fylkingar-
hliðum meginhersins, umkringja hann
og eyða.
19. nóvember, eftir öfluga skothrið
yfir 7000 stórra fallbyssa og vélbyssa,
hófu sveitir suðvestur og hægri vængs
Donhersins sókn. 20. nóvember gerðu
hersveitir Stalingradhersins árás á
óvinina. Sóknarþunginn og mikill
hreyfanleiki skriðdreka og véla-
herdeildanna gerðu sovéthernum
kleift aö umkringja .óvinaherinn eins
og ætlað var. Hringurinn umhverfis
óvinina lokaðist 23. nóvember. 6.
skriðdrekaherfylkið og hluti af 4.
skriðdrekaherfylki óvinarins voru um-
kringd. Þau skiptust I 22 deildir og 160
einstakar sveitir og töldu alls 330
þúsund hermenn búna vopnum.
Allar tilraunir herstjórnar nazista til
þess að hjálpa umkringdu her-
sveitunum út mistókust. öflug sókn
sovézka hersins á miðviglinunni við
Don leiddi til nýrra ósigra óvinanna. I
lok desember var framlina sóknar-
hersins komin 200—250 kilómetra
framhjá umkringdu óvina-
hersveitunum. Með tilliti til tilgangs-
leysis frekari mótstöðu umkringdu
herjanna setti sovézka herstjórnin
þeim úrslitakosti um að gefast upp. En
þessari tillögu var hafnaö.