Úrval - 01.04.1973, Síða 74
72
ÚRVAL
andlega. Ma&urinn er eina llfveran,
sem getur „losað sig úr læðingi”
efnisins og komizt á hærra svið.
Hvergi I alheimi má, við uppeldi og
kennslu, missa sjónar á þeirri
staðreynd, og miða þar ætíð viö það.
Fadhil Jamali, prófessor
i uppeldisfræði við
Túnis-háskóla.
A okkar tima er það höfuðnauðsyn
a& átta sig á þvi, að um leið og við á
nýjan hátt skiljum eöli mannsins,
hljótum við að uppgötva Guö að nýju.
Nicoiaj Berdjajev, rússneskur
heimspekingur.
Gerðu tilraunina og
sjáðu árangurinn.
Hve fráleitt, sem þaö getur virzt I
augum raunsæismannsins, ættir&u að
gera tilraun til þess að hugsa þér
kraft I tilverunni, sem þú gætir náð
sambandi við, utan venjulegu
skynvíddar. Það er sannfæring mín,
að til sé voldug uppspretta visdóms og
andlegs krafts, uppspretta, sem við á
þennan hátt getum ausið af, og að
einmitt þetta sé afar þýðingarmikið
fyrir mannkynið.
Sir Alister Hardy, prófessor
i dýrafræði við Oxford-háskóla.
Uppeldi til sjálfstæðis og ábyrgðar
„Sjálfstæði”, sem áunnið er með
þvi, aö gjöra — á yngri árum — hvað,
sem óskað er, eða bara löngun er til,
verður til þess að viðkomandi vantar
grunn að standa á og gefast upp fyrir
áróðri, klækjabrögöum og múgsefjun.
En sá sem hlýðir röddu samvizku
sinnar, ávinnur sér skapgerðarkjarna,
sem gerir honum mögulegt að mynda
sér sjálfstæöa skoöun og greina rétt
frá röngu.
Uppeldi til sjálfstæöis byggist þvi á
raunhæfri æfingu i þvi að efla sina
hæfileika til að hlusta eftir rödd
samvizkunnar og fylgja lei&sögn
hennar.
Rödd samvizkunnar
Eftir hverju fer val okkar og
ákvarðanir? Er þaö bara nærsýn
eigingirni, sem ræður? Eða er undir-
rótin andúð hatur og öfund? Er það
hugsunin um það, hvað aðrir segja,
sem ræður þvi, hvað við gerum?
Til þess að vera viss um grundvöll
gjörða okkar og ákvaöana, verðum viö
að skoða okkur óhlutdrægt I Ijósi
raunveruleikans og læra að hlusta
eftir hinni „innri rödd” — rödd
samvizkunnar.
Margir eru sannfærðir um — byggja
á eigin reynslu — að þessi „innri rödd”
geti Hka verið rödd Guðs til þess, sem
hlustar opnum huga og leitar hand-
leiöslu hans.
Dag Hammarskiöld ritaði i dagbók
sina: „Það bezta, sem fyrir þig getur
komið I lifinu er það, að þú sért hugrór
og hljóður og látir Guð tala og
framkvæma”.
Faðir Gratoy, hinn frægi prófessor
viö Sorbonne háskóla fyrir 100 árum,
sagði: „Bezti timinn til að hlusta eftir
rödd drottins er snemma morguns”.
Hvernig hlusta ég? Hvað má ég gjöra?
Svarið er: Skrifaöu niður hugsanir
þinar. Treystu ekki á minnið.”
Þessi „hljóða stund” getur veitt
huganum möguleika til að átta sig
betur á starfinu og sambandinu við
nemendur og samkennara og orðiö
honum skapandi hugur um hlutverkið
sem uppalandi.
„Hljóð stund” kemur eðlilega sem
hjálp, þegar árekstrar verða i skóla-