Úrval - 01.04.1973, Blaðsíða 76
74
ÚRVAL
vera miklu vissari, þegar ég á aö
leiörétta aðra.”
Af sjálfsdáöun byrjuðu þau einnig að
breyta afstöðu sinni til annars
kennara, sem þau höfðu óttazt og verið
örugg hjá. „Hversvegna ættum við
ekki að geta ákveðið andrúmsloftið og
verða fyrri aö skipta um afstöðu til
hans?”. Þau settu sér, að frá vissum
degi skyldu þau vinna bug á fálætinu,
en gerast hreinskilin og einlæg. Þau
urðu undrandi yfir árangrinum.
Skilningur og tillitsemi myndaðist i
svo rikurn mæli, að þau innan skamms
gátu i einlægni rætt um ótta sinn og
lagt grunn að nýju samstarfi með
kennaranum.
Það átti að fara að skera manninn upp, og hann var ekki litið tauga-
óstyrkur.
„Haföu engar áhyggjur,” sagði hjúkrunarkonan. „Læknirinn hefur séð
sams konar uppskurð og þennan i sjónvarpi.”
„Enginn i skólanum vill vita af mér,” sagði sonurinn. „Kennurunum er
illa við mig, og krökkunum er illa við mig. Ég vil ekki fara i skólann.”
„Þú verður að fara,” sagði móðir hans. „Þú ert friskur. Þú þarft að læra
margt. Þú getur veitt öörum ýmislegt. Auk þess ertu 49 ára gamall og
skólastjóri, svo að þú verður að fara.”
Aiitið er, aö Abraham Lincoln hafi þjáðst af þunglyndi. Ulysses S. Grant
Bandarikjaforseti var sagður drykkjusjúkur. Hvorttveggja mætti kalla
geðveiki, veikindi,sem gætu gert mann i svo valdamikilli stöðu óhæfan um
að gegna henni, kannski þegar verst gegnir, ekki siður en gallsteinar eða
hjartveiki.
Þvi var það, að nefnd geöverndarmanna birti fyrir skömmu niðurstöður
rannsóknar, sem hófst fyrir tiu árum, „vegna þess að fólk hefur áhyggjur
af, hvort æöstu menn geta hlotið geðlækningu, þegar þörf gerist”. Mælt er
með þvi, að geðrannsókn verði þáttur i árlegri læknisskoöun, sem forseti
verður að gangast undir, og ekki aðeins hann heldur allir æðri embættis-
menn Bandarikjastjórnar. Geölæknir einn bendir á, að með þessu mætti
jafnframt eyða hleypidómum fólks að þvi er geðsjúkdóma varðar. Fólk
mundi hugsa sem svo, að úr þvi ekki væri talið óhugsandi, að sjálfur for-
setinn yröi geðveikur og þyrfti að leita lækninga, þá væri svo sem ekki slik
svfvirða, ef Jón Jónsson yrði geðveikur.
Dr. Donals B. Peterson, formaður umgreindrar nefnda, segir: „Vegna
þess hve mjög æðstu menn eru i sviðsljósinu, er hætt við, að þeir hlytu ekki
jafnauðveldlega góða lækningu viö geökvillum og svokallað venjulegt
fólk”.