Úrval - 01.04.1973, Síða 106
104
ÚRVAL
þaö meö þeim hætti, að hann reiddi
Friörik, er yngstur var, yfir að
Flugumýri og kallaöi sýslumann
skyldan viö aö taka og bráðum mætti
hann eiga von þeirra fleiri. Reiddist
sýslumaður ofstæki Sveinbjarnar,
dæmdi hann þegar i gapastokk og setti
hann i hann, brauzt Sveinbjörn ei á
móti og hugðist sækja sýslumann á
eftir, en þaö segir Espólin, aö eigi vissi
hann hvort hann geröi þaö rétt eöa
eigi, og beri sér þar ei um að dæma, en
vist væri þar lög til, og oft vissi hann
þá refsingu viö haföa áöur, og slikt
sýndist hæfa slikum manni sem
Sveinbjörn var, en það voru þó
margir, er litt tóku á þvi tiltæki
sýslumanns.”
Kæröi Sveinbjörn þetta tiltæki
Espólins fyrir amtmanni, en svo fór
um slðir, aö það kærumál hjaönaöi.
Það var og snemma á sýslu-
mannsferli Espólins I Skagafirði,
aö Jón hreppstjóri úr Seiluhreppi kom
til hens og menn meö honum og
ákæröu menn þann um þjófnaö, er
Hákon Hákonarson hét og bjó að
Brekku viö Viðimýri. Lét sýslumaður
þá gripa hann og færa sér. „Espólín
þingaði skjótt i máli Hákonar, og varö
hann sekur um sauöaþjófnaö og önnur
illvirki, og þaö svo mjög, að rist hafði
hann gamla sauöi á kviö, án þess að
skera þá áöur, til aö taka mörinn, þótt
aldrei meðkenndi hann það. All-illt orö
fékk hann og áöur, hafði hann þá veriö
úti i Fljótum, stal hann þá eitt sinn
sem oftar úr hjalli hákarli, frá þeim
manni, er Þorkell hét, sá hann til ferða
Hákonar, elti hann og felldi til jaröar,
en þótt aö Þorkell væri á honum ofan,
fékk Hákon skorið hann á hálsinn, svo
Þorkel mæddi blóðrás, i þvi kom
maöur að, en Hákon skauzt á brottu.
Þorkell var aldrei örkumlalaus siöan,
en þó var engi málarekstur gerr að
illvirki þessu . . . .Var þaö lengi fyrst,
aö Hákon vildi eigi meðganga, en fyrir
þvi aö Jón hreppstjóri I Alftageröi og
leitarmenn höföu fundiö hjá Hákoni
sauðarhnifla nokkra einkennilega,
kallaði hann þá jafnan i haldinu
„mennina meö hniflaábatann”, þó
kom svo að sýslumaður gat komiö
honum til nokkurrar viöurkenningar,
og dæmdi hann siðan eftir manntals-
þing I ævilega þrælkun, en hélt hann
siöan til þess mál hans kæmi frá æðri
réttum.” Hákon dvaldi lengi á
„tukthúsinu” i Reykjavik, og var hann
ásamt öðrum föngum látinn laus, er
Jörundur hundadagakonungur gaf
öllum tukthúslimum frelsi. Siöar
náöaöi konungur hann sökum elli.
Sá frægi maöur Magnús sálarháski
komst og eitt sinn i tæri við Espólin.
Segir svo i ævisögunni: „Magnús hét
lausgangari einn, vel viti borinn,
gjörvilegur að sjá, verkmaður mikill
og sláttumaður með yfirburðum, en
hverjum manni latari og mælskari til
athlægis. Var hann ákærður um land-
hlaup fyrir Espólin, dæmdi hann
honum hýðingu og að flytjast i sveit
sina i Hörgárdal og Yxnadal, Mangi
var kallaður sálarháski. Þorsteinn hét
nýtekinn hreppstjóri I Tungusveit, bjó
hann að Reykvöllum . . . .Espólin
bauö Þorsteini aö hýöa Manga,(og)
ritaöi honum um það, og er hann var
spuröur um málslok þau kvað
sýsiumaður:
„Fátt er nú um fréttaval
I feröaveöri óhlýju:
háski sálar hafa skal
högg á skrokkinn tiu.”
Þorsteinn hýddi Manga að nafni einu
og ritaöi sýslumanni visu þessa: