Úrval - 01.04.1973, Side 108

Úrval - 01.04.1973, Side 108
106 ÚRVAL vera, og aö visu þar til in nýja stjórn kæmist á, er verða skyldi aö miöju næstkomandi ári, ritaöi hann þaö meö pósti, ,,að þótt hann gæti ei viö veriö aö þjóna kóngi sinum, vildi hann þó embætti halda fyrir föðurlandiö eftir mætti, meö þeim hætti, aö þurfa aö engu aö rjúfa eiö sinn viö konung,” og kveöst hann meö þessu hafa viljaö biöa þess fram kæmi, og kveður sér jafn ómögulegt veriö hafa að lifa embættislausum sem að flytja til Vestmannaeyja og veröa tekinn, er hann hefði helzt óskaö, sæi sig ei bæran um að niður ieggja embætti af sjálfsdáðum, er honum var trUaö fyrir, og ei heldur rétt, aö láta sýslu- búa sina liða misþyrmingar af Jörgen og fylgjurum hans, þá engi heföi leiösögn haft. En viö þaö komst Espólin i óvild við Jörgen, þvi einn var hann ritaður meö öðrum á fyrir- dæmingarlista hans. Arið 1825 fékk Espólin lausn frá embætti samkvæmt eigin ósk, en hélt þó sýsluvöldum fram á sumar 1826. Var hann um þær mundir orðinn fremur heilsulitill og þungfær til þeirra feröalaga, sem óhjákvæmileg voru i embætti sem þessu. Gat hann nú gefiö sig allan aö fræöimennsku þau ár, er hann átti ólifuö. IV. Við skulum nú virða fyrir okkur, hvernig umhorfs var i menningar- iegum efnum i Skagafirði um þaö leyti, er Espólin kom þangaö. Dr. Jón borkelsson, sem ritað hefur formála aö ævisögu Espólins, bregöur upp glöggri mynd af aðstæðum og umhverfi. Segir hann m.a.: „begar Espólin kom i Skagafjörö rétt eftir siöustu aldamót (Dr. Jón ritar þetta áriö 1895), var þar alveg sérstaklega ástatt. Biskupsstóllinn og skólinn á Hólum haföi um óraveg margra alda veriö aösetur og eitt helzta aðalból alls fróðleiks á íslandi. bar haföi og veriö prentsmiöja, og þaðan voru runnar nær allar vorar bókmenntir fram undir lok 18. aldar, svo fáskrúöugar sem þær voru. Hólar voru höfuöstaöur Noröurlands og i bókmenntunum höfuðborg alls Islands. bar höföu veriö margir af vorum beztu og lærðustu mönnum og svo var enn fram I lok 18. aldar. Bæöi á biskupsstólnum og í kringum hann hlaut aö vera töluvert andlegt fjör og út þaöan hlaut aö breiðast fræöahugur og ást á lærdómum, og vitanlega voru Hólar miögaröur allrar menningar i Skagafiröi, og kvaö svo rammt aö þvi, aö hverjum manni fannst hann eiga heima á Hólum, og var þaö kall- aö um alian fjörö, hvaðan sem var, aö fara heim á staöinn og heima á staönum, þegar rætt var um biskups- setrið, og mun það orötæki haldast enn I Skagafiröi. En þegar Espólin kom þangaö 1803 þá var dýröin farin af á Hólum, biskupsdæmið lagt niöur, skólinn tekinn af, prentsmiöjan fiutt suður, staöarhúsin rifin, en fátt eftir af þvi, sem fyrri var, nema endurminning þess og söknuður I brjóstum nær allra manna. En þaö sem mest var um vert, var það, aö töluverö menntun var eftir i Skagafiröi og fróöleikshugur, sem menjar horfins skóla og biskupsstóls. Espólin gat þvi varia hafa lent á hentugri staö en þar, til þess að lærdómur hans heföi áhrif út frá sér. Fólkiö var námfúst og héraðið sagnarikt.” Af þessu má sjá að aðstæður allar voru hagstæðar til fræðiiðkana og and- legra starfa, og getur vart hjá þvi farið, aö jafn næmur maöur og Espólín hafi skjótt fundið, hversu and- rúmsloftiö var annað I Skagafiröi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.