Úrval - 01.04.1973, Síða 120
118
ÚRVAL
hlutfalli við kostnaðarhækkunina.
Hann getur verið viss um, að verðlag
mun hækka, en er óviss um, hvað
gerist I nánustu framtið. Þetta leiðir til
þess, aö hann heldur að sér hendinni,
en vill samt hafa birgðir af þvi, sem
hann er viss um að hækki i verði.
Þetta getur hann gert með
þvi aö kaupa hráefni, sem hann
kann að þarfnast i náinni framtið eða
með þvi að selja hluta af framleiðslu
sinni og geyma afganginn, þar til
veröhækkunin er skollin á. Þannig
geta framleiðsluþættir, sem ella færu
til aö fullnægja þörfum þjóðfélagsins,
fariö til að hlaða upp birgðum og skert
þannig almenna þjóðfélagsvelferð.
Úrræði hins opinbera.
Hið opinbera getur reynt að hefta
verðbólgu með þvi að setja hámark á
leigu og verðlag mikilvægrar
framleiöslu, en það læknar aðeins ytri
einkenni, en ekki sjúkdóminn sjálfan.
Nema þvi aðeins að ríkið greiöi niður
framleiðslu þessa, foröast verzlunar-
menn hana og leita þangað, sem höft
eru minni, en sú framleiösla hefur
oftast minnst gildi.
Sumir þessara erfiðleika eru mest
áberandi, þar sem samgöngur og
almenningsþjónusta hafa gengið úr
sér, vegna þess að fargjöld og iðgjöld
hafa ekki hækkað jafnt kostnaði. Við
slikar aðstæður afmyndast hagkerfið
og aðlögun verður erfið, þegar reynt er
að sigrast á verðbólgunni. Ef rikið
greiðir niður framleiðslu naúðsynja,
er komizt hjá vandamálum, en önnur
jafn erfið koma i staðinn. Niður-
greiðslur tæra tekjur rikisins og
skerða framlög til þróunar.
Afleiðingar út á við.
Alvarleg verðbólga skaðar ekki
aðeins hagkerfið innanlands. Hún
leiöir til versnandi stöðu út á við.
Þegar hefur verið bent á flótta fjár-
magns úr landinu, en auk þess hvetur
veröbólgan fólk til að flytja inn vörur
og letur það til útflutnings. Vegna
verölagshækkunar heima fyrir veröa
innfluttar vörur frá löndum með
stöðugra verðlagi æ girnilegri. Þess
vegna kaupir fólk þær heldur en
að framleiða vöruna heima.
Útflutningurinn skaðast einnig við
hækkað verðlag, sumpart vegna þess
að eftirspurnin heima fyrir eykst og
sumpart vegna þess að hann veröur of
dýr á erlendum markaöi. Eina leiðin
til þess að forðast þetta er að fella
gengið jafnhratt eða hraðar en verðið
hækkar. Gengisfelling ýtir undir
útflutning fjármagns, svo að rlkis-
stjórn veröbólgulandsins er eiginlega i
svikamyllu.
Ef hún hæKKar gengio, pa flýr fjár-
magnið, ef hún gerir það ekki, þá
minnkar útflutningurinn á kostnað
aukins innflutnings. Reyndin verður
oft sú, að genginu er haldiö uppi um
stund, en siöan látið falla allverulega
þangað sem þvi er aftur haldiö I
lengstu lög og svo koll af kolli. Þetta
sameinar báða ókostina. A meðan
gengiö er hagstæðara en verðlagið,
er viðskiptajöfnuðinum hætt. Um leið
og þvi er breytt einu sinni búast fjár-
magnseigendur við þvi, að sllkt hið
sama gerist aftur.
A meðan genginu er haldið uppi, er
nauösynlegt að minnka innflutning
eftir megni. Margs konar innflutnings-
takmarkanir eru settar, sem leiða enn
til misvægis, er þær vörur sem koma I
stað innflutnings hækka ört I verði
vegna lágrar framleiðni.
Þegar öll skilyrði eru fyrir hendi
getur verðbólgan orðið mjög ör.
Gengið fellur og innfluttar vörur