Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Page 6

Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Page 6
Þorbjörg Alexandersdóttir býr ásamt eiginmanni sínum Kristni Jóni Friðþjófssyni á Rifi. Hún er fædd 13 desember 1941 í Hvammi í Miklaholtshreppi og uppalin á Stakkhamri í sömu sveiti. Foreldrar hennar voru Kristjana Bjarnadóttir og Alexander Guðbjartsson. Er hún ein af hópi níu systkina. Voru foreldrar hennar með hefðbundin búskap, sem kallað var á þeim árum, þau áttu kindur, kýr og hesta, hundar og kisa voru á heimilinu. Þegar Þorbjörg rifjar upp minningar sínar um jólin segir hún. “Fyrstu minningar mínar um jól eru frá þeim tíma þegar ekki var komið rafmagn eða sími í sveitina ljósin voru frá olíulömpum og kertum, elda­ vélin var kynnt með mó, reka­ viði og dálitlu af kolum. Jóla­ undir búningurinn fólst í því að mamma þurfti að sauma og prjóna föt á okkur systkinin, hún saumaði kjóla á stelpurnar, hún notaði handsnúna sauma­ vél en við systur erum fimm, þær eru Guðrún, Auður, Magn­ dís, Helga og ég. Svo saumaði hún buxur og skyrtur á strákana, en þeir eru Guð­ bjartur, Bjarni, Hrafnkell og Friðrik. Það var einfaldlega ekki hægt að fara í búð til þess að kaupa jólafötin á börnin en allir þurftu að fá nýja flík fyrir jólinn. Það var oft erfitt að fá efni til að sauma úr og stundum saumaði mamma föt úr gömlum fötum sem henni höfðu verið gefin. Mamma bakaði smákökur, gyðinga kökur, hálfmána, vanillu hringi, rúsínu kökur og margar fleiri tegundir, vínar­ tertu og jóla köku, þótt ekki væri raf magn í elda vélinni. Það hefur verið mikil vinna að halda réttu hitastigi í ofninum í eldavélinni en í minningunni Hátíðarstemning í litlu stofunni Þorbjörg Alexandersdóttir ásamt eiginmanni sínum Kristni Jóni Friðþjófssyni. Þorbjörg ásamt systkinum sínum.

x

Bæjarblaðið Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.