Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Blaðsíða 12

Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Blaðsíða 12
Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til. Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti og spil. Þetta erindi úr ljóði eftir Jóhannes úr Kötlum, kemur alltaf upp í huga Margrétar Vig­ fús dóttur þegar líða fer að jólum. Margrét er búsett í Ólafs­ vík ásamt eiginmanni sínum Jóni Eggerts syni. Finnst henni að ljóðið segi svo margt um þennan árstíma, sem henni finnst svo skemmti legur. Margrét rifjar upp jólin þegar hún var að alast upp og fór svo síðar að búa, gefum Margréti orðið. „Ég er fædd 1949 og ólst upp í Hlíðarholti í Staðarsveit og á því láni að fagna að eiga góðar minningar um jólin. Foreldrar mínir voru þau Kristjana Elísabet Sigurðardóttir og Vigfús Þráinn Bjarnason sem alla tíð bjuggu í Hlíðarholti. Ég á þrjá bræður, einn eldri en ég og tvo yngri. Undirbúningur var hefð­ bundin og hófst í desember, en ef laust hefur mamma verið farin að sauma og prjóna á okkur systkinin fyrr. Bakaðar voru smá­ kökur, ég man aðallega eftir hálfmánum, gyðingakökum og vanillu hringjum, svo var vínar­ terta, formkökur og kleinur. Mamma bakaði líka stundum kramar hús sem voru svo fyllt með rjóma, þau þóttu mér flott. Allt var þrifið hátt og lágt. Jóla­ tréð, sem var heimasmíðað af föður mínum, þótti okkur syst­ kinunum það alltaf jafn flott þegar búið var að skreyta það. En það þurfti að hafa svolítið fyrir því. Við þurftum að fara suður í „Köst“ sem svo eru kölluð og sækja þangað sortu­ lyng sem sett var á arma jóla­ trésins, ég held samt að það hafi ekki verið alltaf gert, stundum var bara sett bómull og síðan voru lifandi kerti á hverjum armi. Stofan var skreytt með marg litu pappírsskrauti sem var hengt horna á milli. Eftir að mamma og pabbi voru búin að skreyta á þorláksmessu var stofunni læst og ekki opnað fyrr en á aðfangadagskvöld. Matur um jólin var hefð­ bundinn, kindakjöt á aðfangadag og hangikjöt á jóladag og sveskju grautur með rjóma á eftir. Á aðfangadag var hlustað á messu í útvarpinu klukkan sex og farið í fjós að mjólka, áður en farið var að borða. Eftir matinn var svo gengið í kringum jólatréð og sungin nokkur jólalög. Síðan var farið að opna pakkana, sem okkur krökkunum fannst mjög spennandi. Ýmislegt fallegt kom úr þeim, sem við vorum mjög Heimasmíðað jólatré með sortulyngi 588 4477 Allir þurfa þak yfir höfuðið R e y k j a v í k – S n æ f e l l s b æ – H ö f n H o r n a f i r ð i | S í m i 5 8 8 4 4 7 7 | w w w. v a l h o l l . i s Heiðar Friðjónsson Sölustjóri Löggiltur fasteignasali B.Sc 693 3356 Ingólfur Geir Gissurarson Framkvæmdastjóri Lögg.fasteignasali og leigumiðlari 896 5222 Margrét Sigurgeirsdóttir Skrifstofustjóri margret@valholl.is 588 4477 Pétur Steinar Jóhannsson Aðstoðarm. fasteignasala Snæfellsnesi 893 4718 Sturla Pétursson Löggiltur fasteignasali 899 9083 Snorri Snorrason Löggiltur fasteignasali Útibú 895-2115 Anna F. Gunnarsdóttir Löggiltur fasteignasali 892-8778 Herdís Valb. Hölludóttir Lögfræðingur og lögg.fasteignasali 694 6166 S í ð a n 1 9 9 5 Nútímaleg, kraftmikil og framsækin fasteigna sala sem byggir á áratuga reynslu starfsmanna! Fagleg þjónusta - Vönduð vinnubrögð Úlfar Freyr Jóhansson Lögfræðingur Hdl. Lögg. fasteignasali. Skjalavinnsla 692 6906 Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og nýárs. Þökkum viðskiptin á árinu. Störf í boði Fiskmarkaður Íslands leitar að fólki til vertíðarstarfa í okkunar- og slægingarstöð Ri. Um ræðir vertíðarvinnu frá 15. janúar til 31. maí. Mikil vinna í boði. Einnig leitum við af vönum lyftaramanni í heils árs starf á sömu starfsstöð. Fyrir áhugasama hað samband við: Reynir Guðjónsson, reynirg@fmis.is, 840-3725 eða Smára Björgvinsson, smari@fmis.is, 840-3715 Jón Eggertsson og Margrét Vigfúsdóttir Hlíðarholt í Staðarsveit, æskuheimili Margrétar.

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.