Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Page 14

Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Page 14
ánægð með, en ég hugsa oft til þess í dag, að það væri ágætt að hverfa til þessa tíma í öllu þessu gjafafári sem tíðkast í dag. Áður en farið var að sofa fengum við epli og appelsínur, sem ein­ ungis voru á boðstólum um jól á þessum tíma. Jóladagarnir voru nýttir í jólaboð á milli bæja, það var tvíbýli heima, þar sem afi og amma og Gunnar og Áslaug bjuggu í Böðvarsholti og var mikil tilhlökkun hjá okkur krökkunum að hitta frænd­ systkini okkar og sjá hvað þau fengu í jólagjöf. Búið var að dekka borð og þar biðu kökur af ýmsu tagi, en mest hlakkaði ég til að fá sneið af „brún tert­ unni“ hennar Áslaugar, sem mér fannst svo góð. Stundum var farið í kirkju og þá niður að Búðum. Á þeim tíma var séra Þor grímur V. Sigurðsson prestur á Staðastað. Síðan þegar við Jón Eggerts­ son fórum að rugla saman reitum árið 1967 og stofna heimili, var margt haft eins og á æsku heimilum okkar. Við bjuggum fyrst á Grundarbraut 24 á neðri hæð, síðan á Grundar braut 12 n.h. þar til við fluttum í Skipholt 3 þar sem við höfum búið síðan. Við vorum aðeins 18 og 22 ára þegar við fórum að búa og þætti það ungt í dag, en þetta hefur allt blessast og það bara vel. Jón er fæddur og uppalinn í Ásbjörnshúsi, það hús stóð þar sem bílastæðið við Pakkhúsið er í dag. Hann á sex systkini, þannig að þar var oft fjör. Vil­ borg tengdamóðir mín var mjög myndarleg húsmóðir, alltaf að baka og matreiða. Hún var snilldar kokkur og alltaf með einhverjar nýjungar við matreiðsluna. Eggert var mikið snyrtimenni og allt var í röð og reglu á því heimili. Ég hef alltaf haft gaman að því að stússast í mat. Hef alla tíð bakað mikið fyrir jól. Held að stundum hafi smákökusortirnar farið í 12 eða fleiri, en í dag læt ég duga 4­5. Síðan baka ég hvíta og brúna lagköku og formkökur. Á fyrstu búskaparárunum var ekki verið að skreyta fyrr en á þorláksmessu, nú er verið að skreyta allan desember. Í dag eigum við enn ljósaseríu sem var keypt í Hvammi á Grundar­ brautinni, að ég held 1969, hún er enn í fullkomnu lagi og er sett upp í borð stofu gluggann ár hvert. Okkar fyrstu jól vorum við oft í sveitinni hjá mömmu og pabba á aðfangadag en fórum svo heim á jóladag. En ef við vorum heima var verið með lamba hrygg, eftirrétturinn var ís og kokteilávextir, síðar var verið með reyktan svínahnakka, en í dag er hamborgarhryggur. Í eitt skipti sem við ætluðum suður í sveit á aðfangadag, var búið að snjóa þó nokkuð, en við fórum af stað, komumst suður að sæluhúsi, þá var snjór­ inn kominn upp á vélarhlífina á jeppanum og þá var snúið við og komum aftur heim þegar verið var að hringja kirkju­ klukkunum í messu klukkan sex. Maturinn var frosin í kist­ unni, en hamborgar hryggnum var skellt í pott og soðin, þannig að allir fengu jólasteik. Við hjónin eigum þrjú börn, þau Kristjönu Elísabetu, Vil­ borgu og Jón Þór, sem öll eru löngu farin að búa og eigum við samtals 9 barnabörn. Eins og ég sagði í upphafi finnst mér aðventan skemmti­ legur tími. Þá er ég að undirbúa jóla gjafirnar, æfa með kirkju­ kórnum, fara á jólafund hjá kvenfélaginu og á tónleika sem boðið er upp á í heimabyggð. Allt gerir þetta lífið skemmtilegt. Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá. Eitt er víst að alltaf verður, ákaflega gaman þá. Sendum Snæfellingum og samstarfsfólki bestu hátíðarkveðjur og nýársóskir. Þökkum gott samstarf á árinu sem er að kveðja. Starfsfólk Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga Jóla- og nýárskveðja Óskum starfsfólki okkar og öðrum Snæfellingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Börn Margrétar og Jóns. Húsið fremst til hægri á myndinni er Ásbjörnshús, þar var Jón fæddur og uppalinn. Myndina tók Valdemar Elíasson

x

Bæjarblaðið Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.