Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Blaðsíða 20

Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Blaðsíða 20
Hugvekja flutt á aðventuhátíð Kvenfélags Ólafsvíkur í Ólafs­ víkur kirkju 2. desember 2018. Í þessari minningu ætla ég að halda mig við minningar mínar frekar en að leitast við að vera eingöngu með sagnfræðilega réttar staðreydir. Ég ólst upp í Borgarnesi. Bænum við Brúna. Sem var þá reyndar alls ekki “bærinn við Brúna” því þar var engin brú! Hún var upp við Hvítárvelli! 20 km inní landi. Og Borgarnes var alls ekki í alfaraleið. Enginn kom í nesið nema eiga þangað beint ef ekki líka brýnt erindi, nema kannski farþegarnir í Snæfellsnesrútunni sem komu við á Hótelinu til að rétta úr sér, fá sér hressingu og sinna ýmsum öðrum þörfum; sem reyndar eru fullgild erindi, svo þangað kom líklega enginn nema eiga erindi. En samt var það þannig; man ég með vissu að alheims við­ burðurinn jólin og undir­ búningur þeirra hófst alltaf fyrst í heimi í þessum litla og einangraða bæ. Og ég man líka hver voru fyrstu merki í heimi um að jólin væru að koma. En þannig var, að þá var Borgarnes stórasti staður í heimi. Og kaupfélag Borgfirðinga í Borgarnesi (KBB) ekki bara stærsta verslun í heimi, heldur allra stærsta verslun sem var til, og gæti hugsanlega verið til, eða orðið til, eða þurft að vera til. Og þar sáust einmitt fyrstu merki tilvonandi jóla þegar Gísli og Danni deildarstjórar vefnaðarvöru og gjafa vöru­ deildar settu upp jóla glugga­ skreytinguna í risastóru gluggana á framhlið hússins. Gluggaskreytingar Macys í New York blikna í samanburði við þessar skreytingar , það get ég sagt ykkur. Þegar þeir deildarstjórarnir voru búnir að starta með þessu fóru allir aðrir af stað. Jón í efnalauginni var næstur; Ég verða að segja ykkur aðeins frá efnalauginni, efna­ laugin var ekkert sérstaklega stór , en þar var fatahreinsun og einskonar supermarket þar sem hægt var að kaupa allt, allavega nærri því allt, t.d. rúgmjöl, ritz­ kex, jólagjafapappír, sængurver, sog rör, utanborðsmótora, bremsu klossa í Skoda og c­11 þvotta efni. Reyndar er þetta með c­11 dálítið stórt atriði því það skýrir hversvegna allar matvörur keyptar í efnalauginni voru með c­11 bragð sem var ekki slæmt þar sem c­11 er mjög gott þvottaefni, ég hef smakkað það en mæli samt ekki með að fólk geri það. Við fjölskylda mín keyptum aldrei mikið í efnalauginni ekki útaf c­11 bragðinu heldur held ég af því að pabbi var fram­ sóknarmaður, en það er önnur saga. Ég held að kratarnir og allaballarnir hafi mest verslað við Jón og kannski einn og einn ringlaður sjalli sem átti jú að vita að hann átti að versla í kaupfélaginu ásamt fram­ sóknar mönnunum .Svona var þetta bara þá en það er önnur saga. Já hvar var ég, já Semsé Jón í efnalauginni hann var næstur að skreyta og skreytti með því að flytja jólagjafapappírinn fremst í verslunina. Og setja upp á búðaborðið eftirlíkingu af nærri 2000 ára gömlu Jól æskuminninga minna Óskum Snæfellingum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin. HÓTEL ÓLAFSVÍK Óskum Snæfellingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Ari Bjarnason ásamt systkinum sínum, Ari er lengst til hægri. Óskum Snæfellingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.