Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Qupperneq 24
ákveðinn fjöldi og það var víst
alveg skelfilegt ef sá fjöldi
náðist ekki. Ég heyrði af fólki
sem ekki náði þessu og það var
svo slæmt að fullorðna fólkið
þurfti að hvísla um það. En allar
voru þessar kökur góðar.
Þegar þær voru allar tilbúnar
var komið að laufabrauðinu. En
það var mjög skemmtileg
athöfn þá kom saman hópur
fólks heima og yfirleitt var setið
heilan dag við að skera út og
steikja , það var mikil stemning,
mikið skrafað og hlegið. Í þessu
samhengi minnist ég þess að
mömmu fannst ég alltaf gera
fallegasta laufabrauð dagsins,
hún sagði mér það meira að
segja sjálf. Eftir að við systkinin
urðum fullorðin þá sagði Sigga
stórasystir (hún er 18 mánuðum
eldri en ég) mér að mamma
hafi sagt það sama við hana, Já
mamma, hún kunni sko lagið á
henni Siggu, Ég held að Sigga
trúi þessu enn.
Þegar laufabrauðið var til
búið var komið að jóla hrein
gerningu, jólahrein gerning er
það sama og að “taka í gegn”
nema á sterum. Það var sko
engin smá fram kvæmd! Ég sá
reyndar aldrei neitt sem tók því
fram fyrr en fram kvæmdir
hófust við Borgar fjarðarbrúna
sem var á seinna æviskeiði
mínu. Það þurfti að ryksuga, og
skúra (ekki bara gólfin heldur
bæði loft og veggi líka). Allir
skápar og skúffur voru tæmd og
þvegið að innan og sett í þá
aftur. Hluti af þeirri framkvæmd
var að skipta um vaxpappír í
eldhússkápunum, ég skil ekki
enn þann dag í dag hversvegna,
en þetta þurfti bara að gera,
líklega voru þetta lög svipað og
með smákökusortirnar. Gluggar
voru þvegnir og húsgögn
bónuð. Þurrkað af styttum og
vösum, baðherbergið þrifið í
rot og meira að segja tók pabbi
aðeins til í bílskúrnum. þegar
þessum þrifum linnti þurfti að
þrífa aðeins meira því enn voru
nokkrir dagar til jóla og það
þurfti að halda þrifunum við.
En á endanum var komin
þorláksmessa og þá fóru allir
niður í bæ í búðarráp ég fór að
sjálfsögðu með og keypti
jólagjafir með hjálp eldri
systkina minna og mömmu og
pabba þetta var alltaf mjög
hátíðlegt enda logn og nýfallinn
snjór eins og ég sagði áðan. .
Þegar heim var komið að kvöldi
Þorláksmessu var jólatréð sett
upp og það skreytt. Einnig var
sett upp allskonar annað
skraut, heimagerðir músastigar
og óróar og fullt af öðru. Jóla
sveinar gluggaseríur, allskonar
stjörnur o.fl.
Svo fór maður að sofa eða að
minnsta kosti reyndi maður
það, Ég segi “reyndi” vegna
þess að spenningurinn var
yfirleitt svo mikill að það tókst
oftast ekki fyrr en eftir dúk og
disk. En á aðfangadag vaknaði
maður samt alltaf bísperrtur og
rauk út í glugga til að gá í
skóinn, því að þenn dag var
alltaf von á einhverju extra
miklu í hann, ég hef ekki minnst
á skóinn úti glugganum fyrr. En
að sjálfsögðu settum við
systkinin alltaf skóinn út í
gluggann og fengum alltaf
eitthvað frá jólasveininum. Ég
man bara eftir að hafa fengið
kartöflu einu sinni og Sigga
systir líka, sem mér fannst
reyndar mjög óréttlátt því hún
átti skilið að fá mun oftar. En
líklega gátu jólasveinarnir bara
ekki fylgst alveg fullkomlega
með öllum og svo voru þeir víst
Kæru ættingjar og vinir
Guð gefi ykkur gleðileg jól og gæfuríkt nýtt ár.
Þakka vináttu og hlýhug á liðnu ári.
Guðrún Alexandersdóttir
Þorláksmessa lokað
Aðfangadagur lokað
Jóladagur lokað
Annar í jólum lokað
27/12 - 28/12 kl. 7:30 - 15:00
Gamlársdagur lokað
Nýársdagur lokað
BALATÁ
Sendum viðskiptavinum okkar
og Snæfellingum öllum
bestu jóla og nýárskveðjur.