Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Page 30

Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2018, Page 30
Kæru bæjarbúar. Nú er enn einu árinu að ljúka hér hjá okkur í Smiðjunni. Árið hjá okkur hefur verið annasamt og skemmtilegt, enda er gleðin í fyrirrúmi. Við höfum komið okkur mjög vel fyrir í nýju Smiðjunni sem við erum ánægð með, enda á besta staðnum í bænum að okkar mati. Við opnuðum formlega nýju Smiðjuna þann 23. maí s.l þar sem fjöldi gesta kom og fengum við margar veglegar gjafir í tilefni dagsins. Við höfum tekið að okkur hin ýmsu verkefni á þessu ári. Má þar t.d nefna að bera út Jökul, þrifa í Ólafsvíkurkirkju, að stoðað í eldhúsinu á Hraun­ inu og í Grunnskólanum. Einnig höfum borið út póst á hverjum degi og tekið að okkur verk efni í Kassanum. Við fórum á námskeið hjá félagi eldri borgara í handavinnu undir leiðsögn Guðrúnar Tryggva­ dóttur og Jóni Guðmundssyni. Þökkum við innilega fyrir velvilja fyrirtækjanna að fá að taka þátt í öllum þessum verkefnum sem skiptir okkur miklu máli. Einnig erum við alltaf tilbúin að taka að okkur fleiri verkefni. Við héldum vor og vetrahátið með vinum okkar í Ásbyrgi og okkur finnst mikilvægt að rækta vel þann vinskap sem hefur myndast á milli okkar. Einnig heimsóttum við hákarlasafnið í Bjarnarhöfn og héldum Páska­ bíngó. Réttindagæslumaður fatlaðra á Vesturlandi heimsótti okkur og hélt kynningu á sínu starfi. Í Smiðjunni höfum við unnið að endurnýtingu efna sem okkur hefur áskostnast, s.s kertagerð, sauma poka og svuntur úr afgangsefnum, dósa­ vinnu, hreinsa kaffihylki, búa til hunda og kattabæli og munun við halda því áfram. Viljum við þakka kærlega fyrir allt sem þið bæjarbúar hafið látið okkur fá og hlökkum til að eiga samskipti við ykkur á nýju ári. Að endingu óskum við í Smiðjunni öllum gleðilegrar jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum allar heimsóknir á liðnu ári og megi þær halda áfram, við tökum vel á móti öllum. Gleðileg Jól! Starfsmenn Smiðjunnar Jólakveðja frá Smiðjunni! Leikfangahappdrætti Lionsklúbbs Nesþinga. Verður haldið í Röst Hellissandi 23. desember kl. 17:00. Miðar verða seldir við innganginn frá kl. 15:30 Fjöldi veglegra vinninga Aðeins dregið úr seldum miðum. Ath. erum ekki með posa. Miðaverð 300kr. Miðar verða seldir í Blómsturvöllum og Hraðbúð N1 Hellissandi. starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Megi nýja árið vera ykkur hamingjuríkt og gjöfult. Hátíðarkveðjur, Kristín og Erlingur Við óskum íbúum Snæfellsness

x

Bæjarblaðið Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.