Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Blaðsíða 35

Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Blaðsíða 35
Gleðileg jól og farsælt komandi ár Svæðisgarðurinn Snæfellsnes þakkar samstarfið á árinu sem er að líða. Regína Ösp Ásgeirsdóttir Hvað kemur þér í jólaskap? Ég er alltaf byrjuð að telja nið- ur til jóla í október! Er mikið jólabarn og elska allt við jólin. En mér finnst jólin vera kom- in þegar ég hlusta á jólatónleika Bubba á þorlákmessukvöld og geri frómasinn hennar ömmu Löllu á meðan Hver er þín fyrsta jólaminning? Ætli að það sé ekki bara á aðfangadagsmorgun þegar jóla- sveinnin mætti heim til okkar og gaf okkur systkynum gjafir - Hurðaskellir mætti og braut hurðakarminn Hver er þín uppáhalds jólaminning? Þegar við vorum búin að opna pakkana þá var farið heim til ömmu Löllu í heitt súkkulaði, ný- bakað brauð og kökur. Besta eða eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Eftirminnanlegsta jólagjöfin er sennilega dúkka sem ég fékk um 6-7 ára, hún var stærri en ég - eitt skipti lét ég hana í stól og pabbi hélt að þetta væri vinkona mín og óskaði henni gleðilegra jóla Hver er uppáhalds jólamaturinn þinn? Ég ólst upp við að hafa rjúp- ur sem mér þykir mjög góð- ar en við fjölskyldan mín höf- um hamborgarhrygg. Mér finnst ómissandi að hafa rækjukokteil í forrétt Hvað finnst þér vera besta jólalagið? Dansaðu vindur Það var Þorláksmessunótt, Kertasníkir var að setja gjafir í poka og Stúfur var að leita að Jóla- kettinum. Jólakötturinn var hvergi sjáanlegur, hann ákvað því að fara með Kertasníki að gefa í skóinn og í leiðinni að leita að jólakettin- um. Þeir fóru saman út úr hellin- um. Úti var mikill snjór og þeir þurftu að troðast í gegnum snjó- inn, og stundum þurfti Kertasník- ir að halda á Stúfi. Það var kom- ið að því að Kertasníkir þurfti að fara að setja í skóinn hjá krökk- unum þannig þeir kvöddust við Reykjavík. Stúfur fer þá að leita að Jólak- ettinum og dettur þá ofan í holu, þar fann hann Jólaköttinn sem hafði líka dottið ofan í sömu holu. Þá hjálpast þeir að Jólaköttur- inn og Stúfur að leita að leið út úr holunni. Þeir ná að byggja sér stiga úr klaka og komast þannig upp úr holunni. Þegar þeir komu upp var alltof mikill snjór þannig að þeir náðu ekki að sjá í kring- um sig. Stúfur leit í allar áttir og sá ekki neitt og áttaði sig þá á því að hann var orðinn áttaviltur. Stúfur var orðinn hræddur, þá sá hann útlendinga sem hjálpuðu honum að komast yfir snjóinn. Eftir það áttaði hann sig á því hvar hann var, og náði þannig að rata með Jólaköttinn heim í Grýluhelli. Þar var Grýla orðin verulega hrædd um Stúf og Jólaköttinn. Stekkja- staur, Giljagaur og Þvörusleikir komu til Stúfs og fóru með hann inn í eldhús að fá sér heitt kakó. Síðan var kominn tími til að fara að sofa því að á morgun væri Að- fangadagur. Stúfur var mjög kát- ur að hafa fundið Jólaköttinn og sofnar fljótt eftir langan dag. Bergur Ingi Þorsteinsson, 5. bekk. Jólaspurningar Jólasögusamkeppnin Hvar er Jólakötturinn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.