Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Blaðsíða 48

Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Blaðsíða 48
Árið 2023 hefur verið við- burðarríkt hjá Héraðssambandi Snæfellsness og Hnappadals- sýslu. Sambandþing HSH var haldið að Lindartungu þann 22. apríl þar sem almenn þingstörf fóru fram auk þess að íþróttafólki HSH voru veittar viðurkenningar. Körfuboltamaður HSH - Rebekka Rán Karlsdóttir Skotíþróttamaður HSH - Aðal- heiður Lára Gunnarsdóttir Hestaíþróttamaður HSH - Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir Kylfingur HSH - Sigurþór Jónsson Knattspyrnumaður HSH - Konráð Ragnarsson Rebekka Rán Karlsdóttir var kjör- in Íþróttamaður HSH 2022. Þá var Skíðaráð Skíðasvæðis Snæ- fellsness valið Vinnuþjarkur HSH 2023. HSH í samstarfi við Stykkis- hólmsbæ tók að sér að halda Landsmót UMFÍ 50+ í Stykk- ishólmi 23. - 25. júní. Undir- búningshópur var myndaður snemma í janúar en þau ásamt UMFÍ og Dönsku daga nefndinni lögðu mikinn metnað í skipulagn- ingu, dagskrá og annað tengt við- burðunum. Landsmót 50+ gekk vel fyrir sig, þátttakendur glaðir með mótið og veðrið gott. Svona mót hefði ekki getað farið fram nema með hjálp sjálfboðaliðanna og ber að þakka öllum þeim sem að mótinu komu á einn eða ann- an hátt fyrir sitt ómetanlega fram- lag. Þá þökkum við einnig Stykk- ishólmsbæ fyrir gott samstarf. Gunnhildur Gunnarsdóttir var ráðin nýr framkvæmdarstjóri HSH en hún tók við af Daða Jörg- ensen síðastliðið sumar. Nokkrir keppendur kepptu á Unglingalandsmóti UMFÍ um Verslunarmannahelgina í ágúst en HSH stefnir að því að fjölga kepp- endum í Borgarnesi árið 2024. Stjórnarmeðlimir HSH ásamt framkvæmdarstjóra funduðu með formanni/framkvæmdarstjóra að- ildarfélaganna í október síðast- liðið. Fundirnir gengu vel og von- umst við til þess að hægt verði að efla samstarfið milli aðildarfélaga enn meira á næsta ári. Á Sambandsþingi UMFÍ í október voru Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson og Garðar Svans- son sæmdir Gullmerki UMFÍ fyr- ir þeirra störf í þágu HSH en þeir hafa unnið gríðarlega mikil- vægt starf fyrir HSH í gegnum ár- in. Við óskum þeim innilega til hamingju! Á þingum ÍSÍ og UMFÍ í ár var samþykkt að fara í eflingu íþrótta- héraða og efla samstarf innan svæðanna með því að ráð tvo starfsmenn inn á hvert svæði, eða sextán starfsmenn alls. Með þessu á að verða tenging á milli og vett- vangur til aukins samstarfs. Gott teymi hefur myndast milli fram- kvæmdarstjóra héraðanna á Vest- urlandi en það eru þær Guð- munda Ólafsdóttir (ÍA), Bjarn- ey Lárudóttir Bjarnadóttir (UM- SB) og Jóhanna Sigrún Árnadóttir (UDN) ásamt framkvæmdastjóra HSH sem mynda teymið. Sjálfboðaliðar og starfsmenn aðildarfélaganna innan héraðsins vinna gríðarlega öflugt starf en þeim ber að þakka fyrir þann metnað sem þau hafa lagt í starfið innan hvers aðildarfélags. Myndast hefur gott samstarf í frjálsum íþróttum á Snæfells- nesi. Björg Gunnarsdóttir (Snæ- fell), Sveinbjörg Zophoníasdótt- ir (Snæfell), Kristín Haraldsdótt- ir (UMF Grundarfirði) og Ingunn Ýr Angantýsdóttir (Víking Ólafs- vík) vinna í miklu samstarfi inn- an HSH og hafa til að mynda mætt með iðkendur á Silfur- og bronsmót ÍR ásamt því að standa fyrir Jólamóti HSH sem haldið var í Stykkishólmi 9. desember s.l. þar sem um 60 börn tóku þátt. Stjórn HSH hefur kosið um Íþróttamann- og Vinnuþjark ársins 2023 en afhending verð- launanna mun fara fram í janúar og verður auglýst síðar. Að lokum þökkum við öllum þeim sjálfboðaliðum og styrktar- aðilum sem hafa staðið með okk- ur árið 2023 fyrir frábært samstarf og vonumst til að það verði enn betra á næsta ári. F.h. HSH Gunnhildur Gunnarsdóttir, fram- kvæmdarstjóri HSH Árið 2023 hjá HSH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.