Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Blaðsíða 13

Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Blaðsíða 13
þægilegt andrúmsloftið í eldhús- inu. Amma tók fyrsta „Bretzeli” úr vöfflujárninu, gullinbrúnt og stökkt. Ennþá heitt þegar hún réttir mér góðgætið með brosi á vör. Þegar ég tel niður dag- ana og hugsa til baka til róandi andrúmslofts barnæsku minnar, hugsa ég um jólasveininn. Hjart- að slær hraðar þegar ég hugsa til skemmtilegu stundanna þegar við földum okkur fyrir honum. Í mínu heimalandi er hann kall- aði „Samichlaus” og hann ferð- ast með tryggum félaga sínum, „Schmutzli”, á milli húsa þann 6. desember. Á hverju ári spratt upp blendin tilfinning af ótta og spennu þegar dyrabjöllunni var hringt. En gleðin náði yf- irhöndinni þegar ég hafði far- ið með ljóðið sem ég lagði á minnið og jólasveinninn tæmdi úr poka sínum á borðið, sem var fullur af piparkökum, súkkulaði, mandarínum og hnetum. Brakið í nýföllnum snjónum undir skónum mínum þegar ég geng um glitrandi Ólafsvík fylgir mér á leið minni að frosinni tjörninni, þar sem skautasvellið bíður. Hreint loftið kitlar kinnarnar og hlátur vina minna bergmálar í þögninni á þessu vetrarkvöldi. Jólamarkaðurinn í bænum færir yfir mig hátíðar- anda og jólagleði. Litríkar ser- íur á milli básanna og ilmur af ristuðum möndlum og kanil í loftinu. Í höndum mér held ég ekki aðeins á bolla af heitu eplapúns eða jólaglöggi held- ur líka hlýjum minningum frá barnslegri tilhlökkun í hverj- um sopa. Það var loksins kom- ið að kvöldi 24. desember eft- ir að við bróðir minn höfðum beðið óþreyjufullir í herberginu okkar. Í einhverjum fjölskyldum er vani fyrir því að börnin bíði inni í herbergi á meðan jólin eru undirbúin. Dyrnar voru lokað- ar og við biðum þolinmóðir á meðan rökkvaði úti og fullorðna fólkið kláraði síðustu handtök- in. Svo heyrðist dauft klukkna- hljóm, það var loksins komið að því: Jólin voru komin. Dyrn- ar opnuðust og við fórum inn í stofu fullir tilhlökkunar. Það voru gjafir undir hátíðlegu jóla- trénu, sem var skreytt af ástríðu, oft með dýrmætum erfðagrip- um. Við skiptumst á gjöfum og nutum hátíðlegra veiga. Fondue og Raclette, frægir ostaréttir Sviss, gáfu hefðbundinni veisl- unni sérstakan blæ. Stundum var líka Fondue Chinoise, Fondue Bourguignonne eða innbökuð skinka með skorpu í laginu eins og lítið svín. Þægilegt andrúms- loftið þegar fjölskylda og vinir koma saman við matarborðið er veisla fyrir skynfærin, með dýrð- legum ilm, hefðum og innileg- um hlátri. Hér, á röltinu um Ólafsvík, samtvinnast svissnesku vetr- arhefðir barnæsku minnar við heillandi siði Íslands. Laufa- brauðið, jólabókaflóðið, 13 jólasveinarnir og jólakötturinn, malt og appelsín, hangikjötið og margt fleira sem bætir hátíðleika jólaandans. Sérstaða hefða sam- félagsins og einstaklinga skapar tengingu milli fortíðar minnar og lífs okkar núna hér á Íslandi. Fjölbreytt menningarblanda kemur fram og ég geymi gersem- ar beggja heima í hjarta mér. Skál, fyrir fyrstu jólaminn- ingunni frá báðum löndum. Gleðileg jól! Alexander Stutz Strönd, Ólafsvík Alexander, bróðir hans og afi að skreyta smákökur. Samichlaus ferðast með tryggum félaga sínum, Schmutzli, á milli húsa þann 6. desember Fondue ostaréttur Innbökuð skinka með skorpu í laginu eins og lítið svín. Pottur með jólaglöggi Sendi ykkur öllum bestu jóla og nýárskveðjur. Þakka fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Kveðja, Clemens
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.