Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Blaðsíða 22

Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Blaðsíða 22
Eftir erfið og lærdómsrík tímabil í fótboltanum undanfar- in ár má með sanni segja að Vík- ingur Ólafsvík hafi náð að rétta aðeins úr kútnum og að árið 2023 hafi verið skref í rétta átt. Eftir tímabilið 2022 lét Guð- jón Þórðarson af störfum sem þjálfari liðsins og okkar eigin Brynjar Kristmundsson tók við starfinu. Brynjar hafði þá ver- ið aðstoðarþjálfari liðsins í 3 tímabil undir þremur mismun- andi aðalþjálfurum og hafði því safnað að sér góðri reynslu. Veturinn fór í að safna liði fyr- ir átök sumarsins og að spila á undirbúningsmótum. Brynjar náði hratt og örugglega að setja svip sinn á liðið sem lék á köfl- um fantagóðan fótbolta á undir- búningstímabilinu. Liðið byrjaði fyrstu leikina vel, var með sjö stig eftir fyrstu þrjá leikina og allt leit vel út. Þá kom reyndar skellur í Breiðholtinu þar sem liðið tapaði 7-0 gegn ÍR. Eftir stórtapið gegn ÍR sýndu strákarnir hinsvegar úr hverju þeir eru gerðir og komust á gott strik. Þegar mótið var hálfnað voru Ólsarar á toppi deildarinn- ar, á stað sem liðið hafði ekki verið á lengi. Eins og áður segir lék liðið á köflum gríðarlega vel en sök- um meiðsla tókst liðinu ekki að halda dampi út mótið. Liðið endaði að lokum í 5.sæti móts- ins með 38 stig, sem er 10 stiga bæting frá árinu á undan. Á lokahófinu var Luke Williams valinn bestur, Björn Axel Guð- jónsson var markahæstur og Asmer Begic var efnilegastur. Þá fékk Brynjar Vilhjálmsson viður- kenningu fyrir 100 leiki. Það er ljóst að stór skref voru tekin á árinu. Ungir heimamenn náðu sér í mikla og góða reynslu sem mun vafalaust nýtast liðinu vel á næstu árum. Undirbún- ingur fyrir knattspyrnusumarið 2024 er nú þegar hafinn og þar ætlum við að halda áfram að byggja ofan á það góða sem við gerðum seinasta sumar. Jóhann Pétursson Knattspyrnusumarið 2023 Óskum öllum Snæfellingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Sameiginlegt jólaball í Snæfellsbæ Fimmtudaginn 28. desember kl. 16.30 - 18.00 verður sameiginlegt jólaball á vegum félagasamtaka í Snæfellsbæ. Jólaballið verður á Kli Hefðbundin dagskrá: Veitingar, jólasveinar og dansað í kringum jólatré. Miðaverð er 500 kr. og enginn posi, börn skulu vera í fylgd með fullorðnum. Allir velkomnir - Góða skemmtun Kvenfélag Ólafsvíkur Kvenfélag Hellissands Lionsklúbburinn Rán Lionsklúbbur Nesþinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.