Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Síða 22

Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Síða 22
Eftir erfið og lærdómsrík tímabil í fótboltanum undanfar- in ár má með sanni segja að Vík- ingur Ólafsvík hafi náð að rétta aðeins úr kútnum og að árið 2023 hafi verið skref í rétta átt. Eftir tímabilið 2022 lét Guð- jón Þórðarson af störfum sem þjálfari liðsins og okkar eigin Brynjar Kristmundsson tók við starfinu. Brynjar hafði þá ver- ið aðstoðarþjálfari liðsins í 3 tímabil undir þremur mismun- andi aðalþjálfurum og hafði því safnað að sér góðri reynslu. Veturinn fór í að safna liði fyr- ir átök sumarsins og að spila á undirbúningsmótum. Brynjar náði hratt og örugglega að setja svip sinn á liðið sem lék á köfl- um fantagóðan fótbolta á undir- búningstímabilinu. Liðið byrjaði fyrstu leikina vel, var með sjö stig eftir fyrstu þrjá leikina og allt leit vel út. Þá kom reyndar skellur í Breiðholtinu þar sem liðið tapaði 7-0 gegn ÍR. Eftir stórtapið gegn ÍR sýndu strákarnir hinsvegar úr hverju þeir eru gerðir og komust á gott strik. Þegar mótið var hálfnað voru Ólsarar á toppi deildarinn- ar, á stað sem liðið hafði ekki verið á lengi. Eins og áður segir lék liðið á köflum gríðarlega vel en sök- um meiðsla tókst liðinu ekki að halda dampi út mótið. Liðið endaði að lokum í 5.sæti móts- ins með 38 stig, sem er 10 stiga bæting frá árinu á undan. Á lokahófinu var Luke Williams valinn bestur, Björn Axel Guð- jónsson var markahæstur og Asmer Begic var efnilegastur. Þá fékk Brynjar Vilhjálmsson viður- kenningu fyrir 100 leiki. Það er ljóst að stór skref voru tekin á árinu. Ungir heimamenn náðu sér í mikla og góða reynslu sem mun vafalaust nýtast liðinu vel á næstu árum. Undirbún- ingur fyrir knattspyrnusumarið 2024 er nú þegar hafinn og þar ætlum við að halda áfram að byggja ofan á það góða sem við gerðum seinasta sumar. Jóhann Pétursson Knattspyrnusumarið 2023 Óskum öllum Snæfellingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Sameiginlegt jólaball í Snæfellsbæ Fimmtudaginn 28. desember kl. 16.30 - 18.00 verður sameiginlegt jólaball á vegum félagasamtaka í Snæfellsbæ. Jólaballið verður á Kli Hefðbundin dagskrá: Veitingar, jólasveinar og dansað í kringum jólatré. Miðaverð er 500 kr. og enginn posi, börn skulu vera í fylgd með fullorðnum. Allir velkomnir - Góða skemmtun Kvenfélag Ólafsvíkur Kvenfélag Hellissands Lionsklúbburinn Rán Lionsklúbbur Nesþinga

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.