Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Blaðsíða 55
Snæfellsbær | Klettsbúð 4 | 433 6900 | snb.is
Gjaldskrár fyrir skólamáltíðir
og heilsdagsskóla í Snæfellsbæ
GJALDSKRÁ
fyrir skólamáltíðir og heilsdagsskóla í Snæfellsbæ
Gildir frá 1. janúar 2024
1. gr.
Í grunnskólanum eiga nemendur kost á heitri máltíð í hádeginu fimm daga í viku, alla skóladaga
skv. skóladagatali. Maturinn er eldaður í eldhúsi grunnskólans. Foreldrar skrá börn sín í áskrift í
byrjun skólaárs.
2. gr.
Ekki er í boði að kaupa stakar máltíðir, en fast mánaðargjald kr. 10.000.-
3. gr.
Heilsdagsskóli, Skólabær, er í boði fyrir börn í 1. – 4. bekk á Hellissandi. Hann er starfræktur á
skóladögum, samkvæmt skóladagatali frá því að skóla lýkur kl. 13:30 og til kl. 15:50, en á
föstudögum frá kl. 13:30 til 14:50. Heilsdagsskóli er ekki opinn í vetrarfríum. Starfsemi hefst á
skólasetningardegi og lýkur á skólaslitadegi.
4. gr.
Gjald fyrir hverja dvalarstund í heilsdagsskóla er kr. 355.- Gjald fyrir síðdegishressingu er kr 175.-
Afslættir af dvalargjald:
Einstæðir foreldrar og námsmenn........................................................... 40%
Systkinaafsláttur, 2. barn......................................................................... 50%
Systkinaafsláttur, 3. barn.......................................................................... 100%
Afsláttur til námsmanna gildir ef báðir foreldrar eru skráðir í fullt nám og ljúka a.m.k. 75% af fullu
námi. Afsláttur reiknast frá því að vottorð um skólavist er lagt fram. Ljúki ekki báðir foreldrar
75% af fullu námi, fellur afsláttur niður.
5.gr.
Greitt er fyrirfram fyrir hvern mánuð og er innheimt með greiðsluseðli.
Ekki er veittur afsláttur þó nemendur fari í íþróttir eða tónlistartíma á dvalartíma. Ekki er
endurgreitt vegna fjarvista eða veikinda, nema þau vari lengur en eina viku samfellt.
6. gr.
Skráning í mat og heilsdagsskóla er hjá skólaritara. Skráning eða afskráning tekur gildi um næstu
mánaðarmót samkvæmt tilkynningu sem þarf að berast skólaritara fyrir 20. dag mánaðar á undan.
Gjaldskrá þessi er samin með vísan til 23. og 33.. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 með síðari
breytingum og var samþykkt í bæjarstjórn Snæfellsbæjar þann 9. desember 2023. Tekur gjaldskrá
þessi gildi þann 1. janúar 2024 og frá sama tíma fellur niður gjaldskrá grunnskóla
Snæfellsbæjar sem gilt hefur frá 1. janúar 2023.
Snæfellsbær, 7. desember 2023
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri