Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Síða 13

Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2023, Síða 13
þægilegt andrúmsloftið í eldhús- inu. Amma tók fyrsta „Bretzeli” úr vöfflujárninu, gullinbrúnt og stökkt. Ennþá heitt þegar hún réttir mér góðgætið með brosi á vör. Þegar ég tel niður dag- ana og hugsa til baka til róandi andrúmslofts barnæsku minnar, hugsa ég um jólasveininn. Hjart- að slær hraðar þegar ég hugsa til skemmtilegu stundanna þegar við földum okkur fyrir honum. Í mínu heimalandi er hann kall- aði „Samichlaus” og hann ferð- ast með tryggum félaga sínum, „Schmutzli”, á milli húsa þann 6. desember. Á hverju ári spratt upp blendin tilfinning af ótta og spennu þegar dyrabjöllunni var hringt. En gleðin náði yf- irhöndinni þegar ég hafði far- ið með ljóðið sem ég lagði á minnið og jólasveinninn tæmdi úr poka sínum á borðið, sem var fullur af piparkökum, súkkulaði, mandarínum og hnetum. Brakið í nýföllnum snjónum undir skónum mínum þegar ég geng um glitrandi Ólafsvík fylgir mér á leið minni að frosinni tjörninni, þar sem skautasvellið bíður. Hreint loftið kitlar kinnarnar og hlátur vina minna bergmálar í þögninni á þessu vetrarkvöldi. Jólamarkaðurinn í bænum færir yfir mig hátíðar- anda og jólagleði. Litríkar ser- íur á milli básanna og ilmur af ristuðum möndlum og kanil í loftinu. Í höndum mér held ég ekki aðeins á bolla af heitu eplapúns eða jólaglöggi held- ur líka hlýjum minningum frá barnslegri tilhlökkun í hverj- um sopa. Það var loksins kom- ið að kvöldi 24. desember eft- ir að við bróðir minn höfðum beðið óþreyjufullir í herberginu okkar. Í einhverjum fjölskyldum er vani fyrir því að börnin bíði inni í herbergi á meðan jólin eru undirbúin. Dyrnar voru lokað- ar og við biðum þolinmóðir á meðan rökkvaði úti og fullorðna fólkið kláraði síðustu handtök- in. Svo heyrðist dauft klukkna- hljóm, það var loksins komið að því: Jólin voru komin. Dyrn- ar opnuðust og við fórum inn í stofu fullir tilhlökkunar. Það voru gjafir undir hátíðlegu jóla- trénu, sem var skreytt af ástríðu, oft með dýrmætum erfðagrip- um. Við skiptumst á gjöfum og nutum hátíðlegra veiga. Fondue og Raclette, frægir ostaréttir Sviss, gáfu hefðbundinni veisl- unni sérstakan blæ. Stundum var líka Fondue Chinoise, Fondue Bourguignonne eða innbökuð skinka með skorpu í laginu eins og lítið svín. Þægilegt andrúms- loftið þegar fjölskylda og vinir koma saman við matarborðið er veisla fyrir skynfærin, með dýrð- legum ilm, hefðum og innileg- um hlátri. Hér, á röltinu um Ólafsvík, samtvinnast svissnesku vetr- arhefðir barnæsku minnar við heillandi siði Íslands. Laufa- brauðið, jólabókaflóðið, 13 jólasveinarnir og jólakötturinn, malt og appelsín, hangikjötið og margt fleira sem bætir hátíðleika jólaandans. Sérstaða hefða sam- félagsins og einstaklinga skapar tengingu milli fortíðar minnar og lífs okkar núna hér á Íslandi. Fjölbreytt menningarblanda kemur fram og ég geymi gersem- ar beggja heima í hjarta mér. Skál, fyrir fyrstu jólaminn- ingunni frá báðum löndum. Gleðileg jól! Alexander Stutz Strönd, Ólafsvík Alexander, bróðir hans og afi að skreyta smákökur. Samichlaus ferðast með tryggum félaga sínum, Schmutzli, á milli húsa þann 6. desember Fondue ostaréttur Innbökuð skinka með skorpu í laginu eins og lítið svín. Pottur með jólaglöggi Sendi ykkur öllum bestu jóla og nýárskveðjur. Þakka fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Kveðja, Clemens

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.