Varðberg - 08.01.1944, Blaðsíða 7
VARÐBERG
7
SIGURÐUR NORDAL:
Hverju reiddust goðin?
Hið háa Alþingi, sem virðist fara
síhækkandi í hinni virðulegu einangr-
un sinni frá þjóðinni, eftir því sem
vegir þess verða almenningi órann-
sakanlegri, hefur með sínu lagi svarað
bréfi 14-menninganna, sem prentað er
hér að framan. Vanþóknunin beindist
einkum að Ríkisútvarpinu vegna
þess, að bréfið var lesið þar í heyr-
anda hljóði fyrir alla, sem vildu
hlusta. Föstudaginn 10. des. s.l. svar-
aði dómsmálaráðherra fyrirspurn um
þetta „hneyksli“. í skýrslu ráðherr-
ans segir, að í bréfinu sé farið „meið-
andi og móðgandi ummælum um
meiri hluta Alþingis og þann hluta
þjóðarinnar, sem honum er fylgj-
andi“. Réttur aðili (þ. e. útvarps-
stjóri) hafi þegar lofað „að hafa gát
á þessu framvegis, að ekki yrðu lesin
upp meiðandi ummæli um þing og
stjórn“. (Þjóðin virðist hafa gleymzt).
Dómsmálaráðherra tók það fram,
eins og hans var von og vísa, að hann
teldi ekki aðfinnsluvert að birta það
úr nefndu bréfi, „sem snerti sjálfa
fréttina“. En hins vegar þótti ekki
sæma að upp væru lesnir orðrétt kafl-
arnir með hinum meiðandi og móðg-
andi ummælum. (Heimild: Morgun-
blaðið, 11. des.).
Hver eru þessi ummæli? Hverju
reiddust goðin á þingstöllunum?
1) í bréfinu var þess óskað, „að
stofnun lýðveldisins verði hagað svo,
að í engu sé vikið frá gerðum samn-
ingum né drengilegri málsmeðferð“.
— Um vik frá gerðum samningum
ætti að vera nægilegt að vísa til urn-
ræðna um málið, vanefndakenning-
arinnar og ummælanna um 18. grein
sambandslaganna í yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar 1. nóv. s. 1.
2) Drengileg málsmeðjerð (sbr.
„drengskapartilfinning þjóðarinnar“
— seinna í bréfinu). Kunnugt er, að
um tilfinningar er örðugt að deila.
Þær eru mismunandi hjá einstakling-
um og breytingum háðar. Annað höf-
uðblað Sjálfstæðisflokksins (Morgun-
blaðið) taldi t. d. 1940 ckki koma til
mála að „nota sér neyð sambands-
þjóðar vorrar" til þess að ganga frá
sambandsslitum fyrr en ella mundi
hafa verið gert. Hitt aðalblað sama
flokks (Vísir) taldi nýlega sjálfsagt
að nota sér þessa neyð, því að sú
væri venja þjóða að grípa tækifærið,
þegar „yfirþjóðin ætti við erfiðleika
að etja“. Varla er von, að öll þjóðin
né jafnvel meiri hluti hennar sé nógu
hraðfara í andanum til þess að fylgj-
ast jafnóðum með í slíkum hugarfars-
breytingum, — eða skyldi Morgunbl.
1940 hafa átt við, að neyð Dana væri
þá enn ekki orðin nógu mikil til þess
að nota sér hana? — Þá skal nefnt'
dæmi um „drengilega málsmeðferð“
innan lands. Þótt eg hlusti ekki nærri
því alltaf á útvarp, hef eg í haust hlýtt
á tvær ræður „um daginn og veginn“.
Einhverjir allra gáfuðustu og mál-
snjöllustu menn, hvor í sínum stjórn-
málaflokki, Carl Tulinius úr Sjálf-
stæðisflokknum og Gunnar Benedikts-
son úr Sósíalistaflokknum, hafa þar
óáreittir mælt fyrir hraðskilnaði. Carl
muldi ekki undir ,,hina dönsku Is-
lendinga“, sem andstæðir væru þess-
ari aðferð. Mundi Alþingi hafa tekið
því með þögn og þolinmæði, ef þessi
liður útvarpsdagskrárinnar hefði ver-
ið notaður svo af einhverjum andstæð-
ingum meirihlutans? Eða má „móðga“
minni hluta þjóðarinnar í útvarpinu?
3) Sómatilfinningu manna má mis-
bjóða með ýmsu móti. Sumir eru við-
kvæmastir fyrir móðgunum utan frá.
Ráðagerðir íslenzkra stjórnmála-
manna hafa árin 1941 og 1942 bakað
þjóðmni tvær áminningar tveggja
stórvelda um að sjá sig um hönd í
lýðveldismálinu. Báðum þessum á-
minningum var hlýtt. Annaðhvart
hafa Islendingar því orðið að viður-
kenna, að þeir hafi ætlað að fremja
rangindi, eða þeir hafa þolað þá
sneypu að hvika frá réttum málstað
af ótta og una við rangindi, — og eru
báðir kostir illir. Séu þeir menn á með-
al vor, sem svíður ekki undan þessu,
er smekkur þeirra á þjóðarsóma væg-
ast sagt undárlegur. — Aðrir hugsa
meir um flekkleysi eigin breytni en
móðganir annarra. Þeirri tilfinningu
lýsti núverandi forsætisráðherra ágæt-
lega í ræðu sinni 1. des. 1942: „Sjálf-
stæðið höfum vér öðlázt á grundvelli
laga og réttar, og því aðeins getum
vér orðið hlutgengur aðili í samfélagi
þjóðanna, að enginn skuggi fatti á
mannorð vort í þessu efni, þar meg-
urn vér aldrei tefla á tæpasta vaðið“.
4) Að vísu voru áminningarnar
komnar fram, þegar þessi orð voru
mælt. En eg vil samt fullyrða, að þau
lýsi réttarvitund þeirri, sem þjóðinni
hefur verið innrætt og eg vona, að enn
sé almenn og vakandi. — Upp á síð-
kastið hefur verið bent á, að Danir
geti ekki talið sér misboðið, þótt sam-
bandslögin séu skoðuð „eins og hver
annar pappírssnepill“ (svo sem kveð-
ið var að orði 1914 um samning nokk-
urn), — af því að sambandið færi
þeirn „enga hagsmuni“. En — í fyrsta
lagi má mæla réttlæti á annan mæii-
kvarða en hagsmuni, og í öðru lagi
er íslendingum skylt að hugsa meir
um, hvað þeir telja sjálfum sér sam-
boðið en í hverju Danir telja sér mis-
boðið, þótt drengilegra sé að særa ekki
heldur réttarvitund þeirra, sízt eins
og nú stendur á.
Líklega er núverandi alþingismönn-
um íslendinga ekki alveg ókunnugt
urn, að þessi dýrmætasta stofnun þjóð-
arinnar, með sögu sína og framtíðar-
vonir, hefur verið meidd og móðguð
á ýmsan freklegri hátt en með bréfi
14-menninganna og birtingu þess í
útvarpinu, án þess að þeir hafi gert
viðeigandi ráðstafanir. Þetta vekur
ónotalegan grun um, að gremja Al-
þingis yfir lestri bréfsins í útvarpinu
hafi ekki fyrst og fremst stafað af
móðgandi orðurn, heldur því, að lands-
lýður skyldi yfirleitt fá tækifæri til
að kynnast aðalefni bréfsins.
Ef Alþingi, uppi á jökultindi hefð-
ar sinnar, skyldi hafa sézt yfir ýmis-
legt, sem sauðsvartur almúginn veitir
athygli, þá skal til úrlausnar minnt á
einstök dærni.
Tuttugu og fimm ára undirbúningi
þess, að íslendingar tækju öll mál sín
í sjálfra hendur, hefur lokið með því,
að Alþingi er sem stendur fyrir sjón-
um þjóðarinnar háborg íslenzkrar
sundurþykkju og ráðaleysis. Þjóðin
finnur sárt til þess að eiga að hefja
hina fyrstu göngu vors endurreista
lýðveldis undir forustu slíks Sturl-
ungaaldar-þings, forustu stjórnar, sem
hvorki er mynduð þingræðislega né
þingið getur unnið sæmilega með. Mér
ofbauð að lesa í sama tölublaði Morg-
unblaðsins sem flutti skýrslu dóms-