Varðberg - 08.01.1944, Qupperneq 9
VARÐBERG
9
rifs, — ef nokkur kaupandi fæst, —
og öðru skipi og annari áhöfn feng-
in forysta flotans.
III.
I áðurnefndri grein Mbl. segir um
Alþingi, að það sé líkast „stjórnlausu
skipi á rúmsjó, sem rekur fyrir vindi
og straumi“.
Ástæða er til, að íslenzka þjóðin
leggi hlustir við þessum alvöru-
þrungnu varnaðarorðum. Sérstök á-
stæ.ða er til þess nú, þegar líður að úr-
slitastund í sambandsmálinu, — máli
málanna.
Þessi dómur blaðsins er ekkert ó-
vitafleipur, heidur vandlega grundað-
ur úrskurður reyndra manna, reistur
á löngum og nánum kynnum af Al-
þingi og tvíbirtur þjóðinni (sbr. hér að
framan). Og vafalaust eru þær ekki ó-
tryggari forsendurnar, sem Magnús
Jónsson, fyrrv. menntamálaráðherra,
reisti á þau ummæli sín, um núverandi
ríkisstjórn, að hún væri sem „hættu-
merki á blindskeri“!
— — Að undanförnu hafa ýmsir
„ábyrgðarlausir“ en háværir menn,
látið hátt um það, að Alþingi (þ. e.
meiri hluti þess) og ríkisstjórn hafi nú
„talað“ í sambandsmálinu! Alþingi
hafi markað stefnuna, sem halda skuli!
Þjóðinni, allri og óskiptri, beri að
fylgja á eftir, — allir eigi og verði að
lúta forystu þess og leiðsögn! Hver sá,
sem mögli, eða bregðist boði þings og
stjórnar, skuli brennimerkjast sem
„kvislingur“, „undanvillingur“„ —
„landráðamaður“!
Flaggskip þjóðarinnar hefur kveðið
upp „kúrsinn“. Flotanum ber að hlýða
og fylgja á eftir! -
-----Hversu ánægjulegt væri það
ekki, að mega nú öruggur fylgja for-
ystu þingsins í máli málanna. Mega
öruggur treysta sterkri leiðsögn þess
að langþráðu lokamarki allra íslend-
inga: óskoruðu sjálfstæði og fullveldi
íslenzku þjóðarinnar. Enginn íslend-
ingur mun vera til, sem ekki elur þessa
ósk í brjósti.
-----En Alþingi, — flaggskipið, —
er stjórnlaust og „rekur fyrir straumi
og vindi“, segir Mbl.
En þetta þing, sem svo er á sig
komið, hefur þó, í bandalagi við núv.
ríkisstjórn, ákveðið að koma saman
á ný eftir fáa daga, og gera þá út um
mál málanna, í trausti þess, að þjóð-
in, sem ekki hefur fengið að sjá sjó-
kortið né dagbækur skipsins, muni
samþykkja „kúrsinn“ athugasemda-
laust.
— — En þjóðin liefur nú þegar
heyrt hættumerkið. Hún hefur þegar
heyrt varnaðarorð Mbl., og hún mun
vara sig.
Hún veit það nú, að það er ábyrgð-
arhluti, að fylgja hinu ráðlausa Al-
þingi. Hún sér það nú, að það mundi
leiða til vansæmdar og ófarnaðar fyr-
ir alda og óborna.
Þjóðin mun því ekki sætta sig við
það, að þing, sem ekki getur stjórnað
sér sjálft, taki sér vald til að úrskurða
um framtíðarskipun íslenzka ríkisins,
að þjóðinni fornspurðri. Hún heimtar
fyrst sjókortið og dagbækurnar á
borðið!
IV.
Loks er ástæða til að athuga hvaða
áhrif margnefnd ummæli Mbl. kunni
að geta haft út á við.
Hermann Jónasson, fyrrv. forsætis-
ráðherra, mælti þau fleygu orð, að ís-
lenzka þjóðin væri nú undir smásjá
tveggja stórvelda.
Stórveldi þau, sem hann átti v.ið,
eru Bretland og Bandaríkin.
Vissulega hafa þessi stórveldi nán-
ar gætur á öllu því, er fram fer hér á
landi; einkum þó öllu, sem varðar af-
stöðu íslenzku þjóðarinnar til um-
heimsins.
Þau fylgjast því vafalaust af sér-
stakri atliygli með hinum stórpólit-
isku forystugreinum Morgunblaðsins.
Og þar eð Mbl. er aðalmálgagn stærsta
þingflokksins, munu þessi stórveldi,
að vonum, meta uminæli þess og bend-
ingar mjög mikils.
Þau ummæli Mbl., að Alþingi ís-
lendinga sé forystulaust og „líkist
stjórnlausu skipi á rúmsjó, sem rekur
fyrir straumi og vindi“, munu áreið-
anlega ekki þafa farið fram hjá sjón-
pípu hinnar ensk-amerísku smásjár.
Heldur ekki ævintýrið um hættumerk-
ið á blindskerinu.
Sú staðreynd, að bæði þessi stríð-
andi stórveldi eru jafnframt stærstu
sjóveldi heimsins, vcita þeim sérstök
skilyrði til að tileinka sér hinar skáld-
legu líkingar úr lífi sjómannanna, og
sldlja alvöruþunga þann, sem fólginn
er í dómi Mbl.
Á þessum síðustu og verstu tímum
hafa mörg þung orð fallið í garð Al-
þingis. En enginn hefur enn kveðið
upp þyngri dóm yfir því en Mbl. Og
áreiðanlega hafa engin önnur orð um
Alþingi vakið óskiptari athygli liinna
voldugu verndara vorra Ber margt til
þess, ekki sízt það, að þessi dómur
Mbl. er kveðinn. upp við lok þess
þings, sem fáum dögum áður til-
kynnti, hversu og hvenær það mundi
ráða til lykta framtíðarstjórnskipun
íslenzka ríkisins, og þar með niarka
afstöðu þess til umheimsins, m. a. til
Bretlands og Bandaríkjanna.
Hafi tilgangur Mbl. með ítrekaðri
birtingu fyrrnefndrar aðvörunar verið
tvíþættur: ‘
annars vegar sá, að vara íslenzku
þjóðina við flani og ráðleysis-
fálmi hins stjórnlausa þings, og
á hinu leitinu að vekjaathyglihinna
ensk-amerísku verndara vorra á
þeirri hættu, sem ísl. þjóðínni og
virðulegri og vinsamlegri sambúð
hennar við aðrar þjóðir, væri bú-
in, ef farið yrði nú eftir „kúrsin-
um“ frá hinu stjórnlausá flagg-
skipi,
þá er víst, að ritstjórn blaðsins mun
að fullu hafa náð þessum tilgangi sín-
um. *
23. desember 1942.
Málfrelsí?
Nýlega fór framkvæmdanefnd lög-
skilnaðarmanna þess skriflega á leit
við útvarpsráð, að Árna Pálssyni
prófessor, Jóhánni Sæmundssyni yf-
irlækni, Lúðvíg Guðmundssyni skóla-
stjóra, Pálma Hannessyni rektor og
Sigurði Nordal prófessor yrði gefinn
kostur á að flytja erindi í útvarp fyrri
hluta janúar, um lýðveldis- og sam-
bandsmálið.
4. þ. m. barst nefndinni svar út-
varpsráðs, og var það ALGER SYNJ-
UN — án nokkurrar greinargerðar.
Þegar málaleitun nefndarinnar
hafði verið felld á fundi útvarpsráðs-
ins, 30. dés., bar Pálmi Hannesson,
sem á sæti í útvarpsráði, fram þá til-
lögu, að Sig. Nordal prófessor einum
yrði þá gefinn kostur á að flytja tvö
erindi í útvarpið um sama mál.
Tillögu þessari var vísað frá með
rökstuddri dagskrá, þess efnis, að eigi
væri í ráði að ræða þetta mál í út-
varpinu fyrst um sinn!
Tveim dögum síðai', á nýársdags-
kvöld, hafði Eggert Stefánsson orðið!!