Varðberg - 08.01.1944, Qupperneq 10
It
VARÐBERG
JÓN ÓLÁFSSON: , r . ;>
Hver er nú réttargrundvöllurfnn?
Hin örlagaríku straumhvörf í sam-
bandsmálinu gerðust snemma árs
1941, er ráðherrar Sjálfstæðisflokks-
ins, Ólafur Thors og Jakob Möller,
fengu Bjarna Benediktsson, þáverandi
prófessor, til þess að gera rökstudda
greinargerð um málið, og hann komst
að þeirri niðurstöðu, að Danir hefðu
vanefnt (violated) sambandssáttmál-
ann og „að riftingarréttur væri ótví-
ræður í þvílíku tilfelli sem þessu“.
Áhrifin komu þegar í ljós í fyrri hluta
ályktunar Alþingis 17. maí 1941, þar
sem Alþingi telur ísland hafa öðlazt
rétt til fullra sambandsslita við Dan-
mörku. Eftir þetta hélt Alþingi og
ríkisstjórn fram riftunarrétti leiddum
af vanefndum og mótaðist öll með-
ferð málsins af því síðan. Þegar Al-
þingi og ríkisstjórn á árinu 1941 gerði
ráðstafanir til endanlegra sambands-
slita á ofannefndum grundvelli, þá
var þetta hindrað af ríkisstjórn Bret-
lands. Tilraun til hins sama var gerð
árið 1942, en þá strandaði málið á
íhlutun ríkisstjórnar Bandaríkjanna.
Þeir, sem valdir hafa verið að þess-
ari málsmeðferð, hafa talið þjóðinni
trú um það, að Bretar og Bandarík-
in hafi hlutazt til um meðferð máls-
ins af því að þeir hafi talið sér geta
stafað óþægindi af slíkri lausn þess,
sem til stóð. — Ekki hefur þjóðin
fengið að vita til fulls hvernig íhlut-
un nefndra ríkja hefur verið. Nokkuð
má ráða af upplýsingum Ólafs Thors,
þáverandi forsætis- og utanríkismála-
ráðherra, í ræðu hans 5. október 1942,
sem birt var í Morgunblaðinu 7. s. m.
— Þar skýrir hann frá því, að 26. júlí
1942 hafi einn af aðalráðamönnum
Bandaríkjanna komið hingað til
lands og ineðal annars tjáð sér að
andstaða ríkti gegn því í Bandaríkj-
unum, að íslendingar slitu samband-
inu við Dani fyrr en sambandssátt-
málinn segði til um. Þegar því hafi
verið svarað þar til af Islands hálfu, að
sá samningur vœri að alþjóðarétti úr
gildi jallinn, þá haji liann svarað því
til, að slíkt gœti alltaf verið álitamál.
Þetta svar talar sínu máli. Ég hygg',
að ráðherrann hefði þá átt að hug-
leiða það vel og rannsaka, hvort ekki
fólst í því fullyrðing um það, að svo
væri á litið, að samningurinn væri
ekki úr gildi fallinn. — Hvað sem því
líður sést greinilega síðar í frásögn
ráðherrans, að megin áherzla hejur
verið lögð á það, af hálfu ríkisstjórn-
ar Bandaríkjanna, að samningurínn
yrði að vera ótvírœtt út runninn (ex-
pired) ejtir ákvœðuni hans sjáljs.
Hinn 31. júlí barst símskeyti frá sama
aðila, sem áréttaði yfirlýsinguna frá
26. sama mánaðar.
Svona eru hrakfarir vanefndakenn-
ingarinnar, tvisvar hefur hún leitt yf-
ir þjóðina íhlutun erlendra stórvelda
og við vitum ekki enn, hve mjög hún
hefur bakað þjóðinni tjón og álits-
hnekki út á við. Ég hef haldið því
fram, að vanefndakenningin væri
röng, sjá t. d. greinar í vikublaðinu
íslandi 1. september og 22. nóvember
þ. á. og í grein í bæklingnum Ástandið
í sjáljstœðismálinu, bls. 52—59.
Margir gerðu ráð fyrir því, að
kyrrt mundi verða um málið eftir
þessa útreið, þangað til öruggur
grundvöllur fengist til að leysa það á,
en sú von brást um mánaðamótin
júní—júlí s.l., er Bjarni Benediktsson
hélt ræðu mikla á Þingvöllum, er síð-
an var sérprentuð að tilhlutun Mið-
stjórnar Sjálfstæðisflokksins og send
inn á hvert heimili landsins eins og
sum dagblaðanna sögðu. Þá var her-
væðst á ný og málinu enn haldið
fram á sama grundvelli. Síðan hafa
þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Fram-
sóknarflokksins og kommúnista,
haldið inálinu fram á Alþingi.
Afstaða ríkisstjórnar þeirrar, er nú
situr, var ókunn, þar til hún gaf út
yfirlýsingu um afstöðu sína til máls-
ins 1. nóvember s.l. og dómsmálaráð-
herrann, Einar Arnórsson, lýsti henni
nánar í ræðu, er hann hélt 1. desem-
ber s.I. og birtist í dagblaðinu Vísi 8.
sama mánaðar.
Þar koma alveg ný sjónarmið til
sögunnar og nýr réttargrundvöllur.
Það ætti hverjum að vera ljóst, að
hann er allt annars eðlis en riftunar-
réttur sá, sem byggður var á van-
efndakenningunni. Eftir nýju kenn-
ingunni er sambandssáttmálinn fall-
inn úr gildi. Hvenær það hefur gerzt,
er ekki sagt, en það hefur hlotið að
gerast einhverntíma frá 9. apríl 1940
til 1. nóvember 1943, er ríkisstjórnin
gaf út boðskap sinn. •— Það er engan
veginn víst, að grundvöllur sá, sem
ríkisstjórnin hefur komið fram með,
reynist réttur. Hann samrímist ekki
vanefndakenningunni og er ekki ann-
að að sjá, en að hann kippi fótunum
undan riftunarréttinum, en hins veg-
ar mun ríkisstjórnin segja,aðriftunar-
rétturinn sé óþarfur, þar sem lögin séu
fallin úr gildi. En hvað hafa þá ríkis-
stjórnir íslands og Alþingi undanfarið
verið að glíma við? Enn má spyrja:
Hvernig samrímist þetta afstöðu
Bandaríkjanna árið 1942? Og hvernig
samrímist þetta. aðgerðum íslenzku
ríkisstjórnarinnar það ár? Þegar þá-
verandi ríkisstjórn í júnímánuði 1942
sendi konungi og ríkisstjórn Dana
skýrslu um allt málið, þá hlýtur hún
að hafa gefið ákveðinn grundvöll til
kynna, sem framkvæma ætti bráðan
skilnað á. Grundvöllurinn hlýtur
að hafa verið sá, sem þjóðinni hafði
verið gefinn til kynna, sem sé van-
efndakenningin. Hvað hefur heyrst
frá dönsku ríkisstjórninni síðan?
Hvernig liti það út að koma nú á síð-
ustu stundu með annan réttargrund-
völl, ég tala nú ekki um, ef hann
reynist eins tilbúinn eða haldlaus og
sá fyrri?
Menn verða að gera sér Ijóst, að
fullyrðingar eru engin rök, að röng
beiting gildandi kennisetninga er
hættuleg hverju máli og að blekk-
ingar í málflutningi setja blett á þá,
sem þeim beita.
Hinn 29. nóvember s.l. sendu
nokkrir menn stjörnarskrárnefnd, Al-
þingi og formönnum stjórnmálaflokk-
anna tillögur til samkomulags um
lausn sambandsmálsins. Þeir álitu
raunar — ekki sízt vegna meðferðar
málsins undanfarið og ríkjandi á-
stands í báðum löndum — æskileg-
ast að bíða viðræðna við Dani, en
þeir vildu reyna að koma málinu á
grundvöll, sem þeim virtist öruggari
og betur við eigandi en sá, sem yfir-
lýstur hafði verið af svokölluðum
hraðskilnaðarmönnum. Efnislega hafa
tillögur þessar ekki sætt neinni gagn-
rýni, en flokksblöð hraðskilnaðar-
manna, sem sumir nú kalla brott-