Varðberg - 08.01.1944, Page 12
12
VARÐBERG
un komið fram, hvorki af vorri hálfu
né Dana. Yfirlýsing Alþingis 17. maí
1941 um stofnun lýðveldis á Islandi
eigi síðar en í styrjaldarlok er alls ekki
tilmæli um endurskoðun sambands-
laganna, heldur þvert á móti yfirlýs-
ing um það, að endurskoðun og samn-
ingaumleitanir í þá átt, skuli ekki
fram fara. Slíkt sé þýðingarlaust, því
sjálfir höfum vér ákveðið sambands-
slit“. Ráðherrann telur síðan, að upp-
sagnarákvæðum 18. gr. verði ekki
beitt á annan hátt en þann, að við
verðum að bíða í 3 ár eftir að Danir
hafa aftur fengið frelsi sitt og kröfu
um endurskoðun væri hægt að gera
til þeirra og samningaumleitanir að
fara fram.
Þegar á það er litið, að ríkisstjórnir
íslands hafa verið að berjast við það
í hátt á þriðja ár, að skilja við Dan-
mörku, og staðreyndirnar sýna, að
mögulegt hefur verið að hafa sam-
band við ríkisstjórn Danmerkur með
símskeytum, sem virðast hafa getað
gengið mjög greiðlega á milli, þá verð-
ur þessi staðhæfing, að engin krafa
um endurskoðun hafi farið fram, og
afleiðingar hennar, vægast sagt
furðuleg. Ef þetta reynist rétt, þá
hljóta að koma fram ný viðhorf, bæði
út á við og inn á við, en ég vil ein-
ungis að litlu leyti fara út í það hér.
Eg hef skrifað um þetta atriði í
A'ikublaðinu íslandi 25. október og 22.
nóvember s.l. og vísa þar til, urn leið
og ég get þess, að áíyktanir verða að
mörgu leyti að styðjast við það sem
gert er ráð fyrir, þar sem skjölin hafa
ekki verið birt.
Eg vil einungis ræða hér um upp-
sagnarákvæði 18. gr. í þrengri merk-
ingu, þ. e. það sem snertir uppsögn-
iua sjálfa, en ekki meðferðina á Al-
þingfi og þjóðaratkvæðagreiðsluna. I
nýútkomnum Andvara er ágæt grein
eftir Jón Blöndal, hagfræðing, sem
hann kallar: Vér viljum skilnað — en
slcilnað með sœmd, og vil ég benda á
ummæli hans á bls. 37—39.
Það er skilyrði fyrir uppsögn sam-
bandslaganna af okkar hálfu, að Al-
þingi eftir árslok 1940 sétji fram
kröfu um, að byrjað verði á samning-
um um endurskoðun laganna (for-
lange optaget Forhandling om Love-
nes Revision).
Krafa um endurskoðun, sem send
væri gagnaðila fyrir árslok 1940, hef-
ur ekki gildi.
í grein Jóns Blöndal, sem að ofan
er nefnd, bls. 37, heldur hann því
fram, að samningar um endurskoðun
þurfi að fara fram. Hinu sama heldur
dómsmálaráðherrann fram í ræðu
sinni eins og áðui' er sagt. Réttara væri
að segja, að samningatilraunir eigi að
fara fram. Eg er á annari skoðun en
báðir þessir höfundar. Ég held því
fram, að samningsskyldan nái ekki til
samningatilraunanna sjálfra í raun
og veru. Auk þess, sem mér virðist
greinilegt, að áherzlan er lögð á kröf-
una sjálfa í fyrstu málsgrein, þá er
uppsagnarfresturinn í 2. málsgr. ein-
göngu miðaður við kröfuna og talið
frá þeirn tíma, er hún kom fram til
gagnaðilans. Mér virðist það og vera
í fullu samræmi við almennar skýr-
ingarreglur samninga, að aðili, sem
hefur ákveðið að hann vilji ekki
semja, hafi fullan rétt til að tilkynna
gagnaðilanum þessa ákvörðun sína,
jafnframt því sem hann fullnægir því
nauðsynlega formi að setja kröfuna
fram við gagnaðilann. Annað mál cr
það, að ég lít svo á, að sjálfsagt sé
að taka upp viðræður um málefnin,
ef nokkrir möguleikar eru á því og
að bíða ætti eftir þeim möguleika, ef
þess væri kostur.
Þá kemur hið veigamikla atriði:
Hefur Island gert kröfu um endur-
skoðun sambandslaganna til dönsku
ríkisstjórnarinnar?
Ályktun Alþingis 17. maí 1941 er í
tveimur liðum. Fyrri liðurinn byggir á
vanefndakenningunni og telur Al-
þingi samkvæmt því ísland hafa öðl-
ast rétt til sambandsslita þá þegar.
I seinni liðnum er því lýst yfir, „ad
af íslands hálfu verði ekki um að
rœða endurnýjun á sambandslaga-
sáttmálanum við Danmörku, þótt
ekki þyki að svo stöddu tímabcert,
vegna, ríkjandi ástands, að ganga frá
fo'rmlegum sambandsslitum og encl-
enlegri stjórnarskipun ríkisins, enda
verði því ekki frestað lengur en til
styrjaldarloka“.
Það er upplýst, að danska stjórnin
fé'kk ályktun þessa í hendur 20. s. m.,
og að hún svaraði með bréfi eða sím-
skeyti 31. s. m. Það er upplýst af
þeim, sem skjölin þekkja, að danska
stjórnin hafi í svari sínu tekið það
skýrt fram, að hún slcildi þennan boð-
skap sem lcröfu um endurskoðun
samkvœmt sambandslógunum, sbr.
Bjarna Bencdiktsson í Morgunblað-
inu 29. október s.l. og Jón Blöndal
í Alþýðublaðinu 2. nóvember s.l.
Islenzka ríkisstjórnin svaraði þessu
bréfi dönsku stjórnarinnar með bréfi
eða símskeyti 23. júní s. á. og var það,
cða kafli úr því, birtur í Alþýðu-
blaðinu 2. nóvember s.l. og hljóðar
svo: „Tíminn er einmitt sá, sem
gert er ráð fyrir í sambandslögunum
til þess að gefa til kynna framtíðar-
fyrirœtlanir, en þessar fyrirœtlanir og
það, að þœr yrðu lagðar fram í árs-
byrjun 1941, voru af Islands hálfu
boðaðar með alþingissamþykktum
1928 og 1937“.
Með þessu bréfi staðfestir íslenzka
ríkisstjórnin svo greinilega sém verða
má, að hér sé um kröfu um endur-
skoðun sambandslaganna að ræða.
Það er óþarfi að rökstyðja það nán-
ar. Bréfið vísar bæði til sambands-
laganna sjálfra og til þingsályktana
árin 1928 og 1937, en þar er einmitt
um slíka kröfu að ræða.
Með þessu virðist fidlkomlega
sannað, að krafa um endurskoðun
sambandslaganna af íslands hálfu
hafi borist dönsku ríkisstjórninni 20.
maí 1941.
Bjarni Bcnediktsson hefur neitað
því í grein sinni í Andvara 1941, sbr.
bls. 38, að þingsálvktunin 17. maí
1941 cigi nokkuð skylt við kröfu um
endurskoðun sambandslaganna. Sama
hefur fyrrverandi forsætisráðherra,
Ólafur Thors, haldið fram í bréfum
til Jóns Krabbe, sbr. áðurnefnda
grein Jóns Blöndal í Andvara, bls. 28.
— Þegar áðurnefnd bréfaviðskipti
fóru fram milli íslenzku og dönsku
ríkisstjórnanna, var Ólafur Thoi’s að
vísu ráðherra, en hann var hvorki
forsætisráðherra né utanríkismálaráð-
herra. Iívort hann hefur verið því
samþykkur að bréfið frá 23. júní 1941
var sent, eða hann hefur gert ágrein-
ing, er óupplýst mál. Ætla verður,'að
sú stjórn sem þá sat, hafi gefið þær
skuldbindingar, sem í bréfinu felast, á
löglegan hátt, enda hefur því hvergi
verið mótmælt, hvorki að formi né
efni.
Jafnvel þótt núverandi ríkisstjórn
og aðrir þeir aðilar, sem að ofan eru
nefndir, mótmæli því að þingsálykt-
unin og bréfaviðskiptin beri að, skoða
scm kröfu um endurskoðun sam-
bandslaganna, þá virðist skuldbind-
ingin vera ótvíræð. Sem milliríkja-
skuldbinding er hún þess eðlis, að