Varðberg - 08.01.1944, Qupperneq 15

Varðberg - 08.01.1944, Qupperneq 15
VARÐBERG U Tvcir fundir Umrœðujundur um sambandsmál- ið var haldinn í Kaupþingssalnum föstudaginn 10. des. — Jóhann Sæ- mundsson yfirlæknir lýsti tildrögum fundarins og tilgangi. Fundarstjóri var kosinn Hallgrímur Jónasson kennari, en fundarritari Klemens Tryggvason hagfræðingur. Frummælendur voru prófessor Sig- urður Nordal, prófessor Árni Pálsson, , Kjartan Ólafsson bæjarfulltrúi, Hafn- arfirði og Pálmi Hannesson rektor. — Aðrir ræðumenn voru: Árni Jónsson ritstjóri, Sigfús Halldórs frá Höfnum og Magnús Ásgeirsson rithöfundur. Eftirfarandi tillaga var samþvkkt einróma: „Fundur reykvískra og hafn- firzkra borgara haldinn í Kaupþings- salnum 10. desember 1943, lýsir sig fylgjandi tillögum þeim til samkomu- lags i lýðveldis- og sambandsmálinu. sem 14 rnenn báru frarn í bréfi til stjórnarskrárnefndar Alþingis 29. nóv. sl., og skorar á Alþingi, að beita sér fyrir lausn málsins á grundvelli þeirra“. Á fundinum var kosin nefnd til að „hafa forgöngu um framkvæmdir til þess að kynna íslenzku þjóðinni málavöxtu í skilnaðarmálinu". í nefndinni eiga sæti: Arngrímur Krist- jánsson skólastjóri, Hallgrímur Jónas- son kennari, Jóhann Sæmundsson yfirlæknir, Jón Ólafsson lögfræðing- að aðvara smáþjóð í tilefni af því, sem hún hefur gert eða ætlar að gera, að í aðvöruninni jelist jafnframt á- minning. — Annars er það íhugunarvert, hvort þessar aðvaranir gegn þvi, að vér ein- hliða lýstum sambandssáttmálann úr gildi fallinn og segðum konunginum upp. eru ekki einnig jram komnar af þvi, að réttur vor til þessara athafna þykir ekki með öllu tvímœlalaus. En hvað sem því líður, er œskilegt að komast hjá aðvörun í þriðja sinn“. ----o----- Þetta mælti núv. forsætisráðherra fyrir réttum 18 mánuðum. „Varð- berg“ vohar, að hamingjan hlífi hon- um við því sem forsætisráðherra ís- lands, að þurfa að veita viðtöku úr hendi Breta eða Bandaríkjamanna hinni ÞRIÐJU aðvörun! ur, Klemens Tryggvason hagfræðing- ur, Lúðvíg Guðmundsson skólastjóri og Þorvaldur Þórarinsson lögfræðing- A jundi stúdenta, sem haldinn var í Kaupþingssalnum 14. des. hafði Lúðvig Guðmundsson framsögu um viðskipti stúdenta við stjórn Tjarnar- bíós, vegna fyrirhugaðrar fullveldis- samkomu stúdenta 1. des. s.l. Rakti ræðumaður gang málsins og sýndi fram á, að yfirlýsingar þær frá stjórnarnefndarmönnum kvikmynda- hússins, sem birtar hafa verið um málið, eru villandi og í sumum atrið- um rangar. M. a. upplýsti L. G., að stjórn kvikmyndahússins hafi sett þau skilyrði um væntanlega ræðu próf. Árna Pálssonar, að hann ekki ræddi stjórnmál. En þegar stúdentar stóðu einhuga að þeirri kröfu, að engir skilmálar yrðu settir um efni máls þess, er flutt yrði á samkom- unni, hafi hússtjórnin horfið frá fyrri skilyrðum sínum, og fallizt á, að veita próf. Á. P. óskert málfrelsi,---en hafi þá bætt við því, að stúdentar yrði að bera alla ábyrgð á afleiðingum ræðu hans, m. a. á deilum, sem af henni kynni að rísa, og gæti það aftur haft þær afleiðingar fyrir stúdenta, að þeir ekki fengi húsið síðar lánað til skemmtihalda sinna! Þegar próf. Á. P. fékk þessa síðustu orðsendingu frá fyrrverandi starfs- bræðrum sínum, ákvað hann þegar að draga sig í hlé, og firra þannig öllum vandræðum. Varð þetta til þess, að stúdentaráðið aflýsti samkomunni. Páll A. Pálsson, formaður stúd- entaráðsins, sem mættur var á fund- inum, lýsti yfir því, að frásögn frum- mælanda af viðskiptum stúdenta og stjórnar Tjarnarbíós væri í alla staði rétt. Aðrir ræðumenn voru: Pálmi Hann- esson, Árni Jónsson frá Múla, Ásberg Sigurðsson stud. jur., Þorvaldur Þór- arinsson og Jón Ólafsson lögfr. í fundarlok var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Fundur stúdenta, haldinn í Kaup- þingssalnum, þriðjudaginn 14. desem- ber, lýsir sig samþykkan gerðum stúd- entaráðsins í Tjarnarbíómálinu, en á- telur framkomu stjórnar kvikmynda- hússins vegna tilrauna hennar til að skerða málfrelsi prófessors Árna Páls- sonar1. DANSK-ÍSLENZK . , SAMBANDSLÖG FRÁ 30. NÓV. 1918. 1. gr. Danmörk og ísland eru frjáls og fullvalda ríki, í sambandi um einn og sama konung og um samning þann, er felst í þessum sambandslög- um. Nöfn beggja ríkja eru tekin í heiti konungs. 18. gr. Eftir árslok 1940 getur Ríkisþing og Alþingi, hvort fyrir sig hvenær sem er, krafizt, að byrjað verði á samningum urn endurskoðun laga þessara.. Nú er nýr samningur ekki gerður innan 3 ára frá því að krafan kom fram, og getur þá Ríkisþingið eða Al- þingi hvort fyrir sig samþykkt, að meðferð skilnaðarmálsins en þeirri, er Framh. á bls. 16. Skoðanakönnunin 1 jólahefti Helgafells eru birtar nið- urstöðutölur skoðanakönnunar, sem fór fram í haust meðal 581 kjósenda um allt land (183 í Rvík, 398 utan Rvíkur), um lýðveldis- og sambands- málið. Úrslitin urðu þessi: SAMBANDSSLITIN: „Ca. 58% þeirra (sem spurðir voru) vildu að gengið yrði frá formleg- um sambandsslitum eigi seinna en 17. júní 1944. Ca. vildu fresta málinu að ó- breyttu ástandi. Ca. 8% höfðu ekki myndað sér á- kveðna skoðun“. FORSETAKJÖR: „Ca. 20% vildu, að forseti yrði kos- inn af Alþingi. Ca. 70% vildu láta kjósa hann með alþjóðaratkvæði (þ. á. m. nokkr- ir, sem vildu kjörmannakosn- ingu). Ca. 10% höfðu ekki myndað sér á- kveðna skoðun um málið". Þetta eru athyglisverðar tölur, eigi sízt ef að er gáð, að könnun þessi fór fram EFTIR látlausan, langan áróð- ur hraðskilnaðarmanna, EFTIR að Þingvallaræða Bjarna Benediktssonar hafði verið send inn á nálega hvert heimili í landinu, en ÁÐUR en al- menningi væri að nokkru verulegu leyti kunn rök lögskilnaðarmanna.

x

Varðberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Varðberg
https://timarit.is/publication/1920

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.