Varðberg - 08.01.1944, Síða 16
16
VARÐBERG
KLEMENS TRYGGVASON:
„Hvert er viðhorf Dana til þeirr-
ar afgreiðslu, sem sambandsmálinu
er fyrirhuguð á næsta ári (það er
1944)? Almenningur hér hefur ekki
A'crið fræddur mikið um það, og
er það í einkar góðu samræmi við
lýðræðisreglur um skoðana- og hugs-
anafrelsi! Flest blöðin eru á valdi
hraðskilnaðarmanna og Ieiða að
mestu hjá sér þessa hlið málsins. Að-
eins eitt blað birti bréf það, sem for-
sætisráðherra Dana sendi íslenzku
stjórninni haustið 1942, þar sem gerð
var grein fyrir afstöðu Dana. Onnur
blöð létu ekki svo lítið að geta um
hana. Ríkisstjórnin stakk þessari mik-
ilvægu orðsendingu undir stól — eins
og svo mörgum öðrum gögnum varð-
andi sambandsmálið — en hún barst
hingað í fréttabréfi frá Kaupmanna-
höfn mörgum mánuðum síðar. Líku
gegnir um það, sem dönsk blöð segja
um málið. Ekkert af því er álitið holl-
ur lestur fyrir íslenzku þjóðina. Það
mun rétt vera, að ríkisstjórninni hafi
fyrir fáum mánuðum borizt greinar-
gerð frá sendifulltrúa Islands í Kaup-
mannahöfn, þar sem hann með al-
vöruþunga þess manns, er hefur að
baki sér meira en aldarfjórðungs
reynslu og starf að utanríkismálum,
ræður frá því, að Islendingar leiði
málið til lykta með einhliða yfirlýs-
ingu. Líka þessu er þjóðin leynd.
Hver er ástæðan fyrir því, að íslend-
ingar mega ekki fá að vita neitt um,
hvert viðhorf Dana er til málsins? Því
er auðsvarað. Allt, sem Danir hafa
sagt um málið, er svo sanngjarnt í
okkar garð, að hraðskilnaðarmenn
þora ekki að láta það koma fyrir al-
mennings sjónir.
I ofannefndu bréfi forsætisráðherra
Dana segir m. a.: „Eg get ekki nóg-
samlega undirstrikað óskir Dana um
það, að framtíðarsambúð þessara
tveggja þjóða verði ákveðin í fullri
einingu og samkomulagi. Og aðeins
á þann hátt er hægt að uppfylla þá
ósk, sem forsætisráðherra íslands læt-
ur i ljós, að skapa sem bezta mögu-
leika fyrir náinni og góðri samvinnu
í framtíðinni“. Það leynir sér ekki, að
Danir líta á einhliða sambandsslit af
okkar hálfu sem óvinsamlegan verkn-
að, sem geti spillt góðri sambúð þjóð-
anna í framtíðinni“.
(Ástandið í sjálfstæðismálinu, bls. 61-62).
Um hvað er deilt?
íslendingar eru sammála um þetta:
1. Að fella úr gildi sambandslagasáttmálann.
2. Að stofna lýðveldi á íslandi.
Þá greinir aðeins á um:
Hvenær þetta skuli gert og hvernig það skuli gert.
Annars vegar eru hraðskilnaðarmenn.
Hins vegar eru lögskilnaðarmenn.
Hvort villt þú heldur: Hraðskilnað eða lögskilnað?
Hraðskilnaðarmenn vilja:
1. Fella sambandslögin úr
gildi á Alþingi í jan. 1944
og brjóta með því upp-
sagnarákvæði sambands-
laganna.
2. Virða ákvæði sambands-
laganna um tilskilinn
meirihluta við þjóðarat-
kvæðagreiðsluna að vett-
ugi.
3. Setja konunginn af, með-
an hann er í fangelsi, og
gera það án samningaum-
leitana og með óformleg-
um aðferðum, sem nálg-
ast byltingu.
LEIÐRÉTTIN G
Orðin meðferð skiínaðarmálsins
en þeirri, er í 17. I. a. o. í 3. d. bls 15
falli burt.
Lögskilnaðarmenn vilja:
1. Bíða með að fella sam-
bandslögin úr gildi á Al-
þingi, þangað til eftir 19.
maí 1944, en þá eru liðin
3 ár frá því að Dönum var
tilkynnt, að sambands-
lagasáttmálinn yrði ekki
endurnýjaður.
2. Að farið verði að öllu
leyti eftir ákvæðum sam-
bandslaganna um þjóðar-
atkvæðagreiðsluna.
3. Fresta formlegri stofnun
lýðveldisins þar til hægt
er að ræða við konung
sem frjálsan mann. Verði
ekki samkomulag um af-
sal konungdómsins, sé
farin sú leið, sem stjórn-
arskráin heimilar til að
stofnsetja lýðveldið, án
byltingar.
DANSK-ÍSL. SAMBANDSLÖG.
Framh. af bls. 15.
samningur sá, sem felst í þessum lög-
um, sé úr gildi felldur. Til þess að
ályktun þessi sé gild, verða að
minnsta kosti % þingmanna aruiað
hvort í hvorri deild Ríkisþingsins eða
í sameinuðu Alþingi að luifa greitt
atkvæði með henni, og hún síðan vera
samþykkt við atkvæðagreiðslu kjós-
enda þeirra, sem atkvæðisrétt hafa
við almennar kosningar til löggjafar-
þings landsins. Ef það kemur í ljós við
slíka atkvæðagreiþslu, að % atkvæð-
isbærra kjósenda að minnsta kosti
hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslunni
og að minnsta kosti % greiddra at-
kvæða hafi verið með samningsslitum,
þá er samningurinn fallinn úr gildi.
Ástandið í sjálfstæðismálinu.
* Efni: Sambandslögin ásamt skýringum á
18. gr. þeirra, eftir dr. jur. Einar Arnórs-
son. — Greinar um lýðveldis- og sam-
bandsmálið, eftir fjórtán kunna mennta-
menn.
Kaupii) o(j lcsið bók þesm vandlega.
Verð aðeins kr. 4.00.
Verð þessa blaðs kr. 1.00.
Kaupið og útbreiðið Varðberg!
ÁBYRGÐARMAÐTJR:
Lúðvig Guðmundsson.
AFGREIÐSLA:
Víkingsprent h.f.,
Garðastrœti 17, Reykjavík.