Garður - 01.10.1945, Blaðsíða 11
ÍSLENZKIR STÚDENTAR í HÖFN OG FÉLAGSLÍF ÞEIRRA
9
Guðmundur Arnlaugsson cand. mag
en einn þeirra hefur verið félagi allt fram á þennan dag. I3að er dr.
Sigfús Blöndal bókavörður. Hann ritaði í fyrsta hefti Fróns fróðlega
grein um fyrstu starfsár félagsins. Má þar sjá, að margvísleg efni hafa
verið tekin til umræðu og fyrirlestra á stúdentafundum á síðasta tug
nítjándu aldar. Ég nefni af handáhófi: læknaskólamálið, jarðfræði ís-
lands, útgáfu íslenzkra alþýðurita, Walter Scott, kvenfrelsismálið, áhrif
íslenzkrar náttúru á íslenzkan skáldskap, ferðir íslenzkra stúdenta til
háskóla á Norðurlöndum, ræktun íslands, stjórnarskrármálið og frétta-
þráðinn. Af málum, sem félagið beitti sér fyrir, má nefna áskorun til
ráðherra um að veita sögukennaraembættið við Reykjavíkurskóla
manni, er hefði lagt stund á sagnfræði. Þetta var í ársbyrjun 1896, og
má af því sjá, að baráttan fyrir viðurkenningu fagþekkingar á íslandi
er orðin nokkuð gömul. Það þarf víst ekki að geta þess, að þessi mála-
leitun Stúdentafélagsins var ekki tekin til greina. Þá var gerð tilraun
til að hreinsa mál stúdenta, sem oft var nokkuð dönskuskotið. Sigfús
Blöndal segir frá góðkunningja sínum, sem var að lialda ræðu á stúd-
entafundi og notaði orðið reynsla — hugsaði sig svo andartak um í
leit að betra orði, en sagði því næst með miklum þunga: Erfaring! Þeir
félagar bjuggu til einskonar dansk-íslenzka orðabók, er lá frammi á
fundum, og þar gátu menn stungið upp á nýyrðum og haglegum þýð-