Garður - 01.10.1945, Blaðsíða 12

Garður - 01.10.1945, Blaðsíða 12
10 GARÐUK ingum erfiðra orða. Félagsmönnum var það mikið áhugamál að fá ís- lenzkar kennslubækur í stað útlendra í skólum landsins. Sendi félagið áskorun til Alþingis um málið og leitaði samvinnu við Stúdentafélagið í Reykjavík. Annað mál, sem félagið hefur borið fyrir brjósti á þessum árum, er útgáfa alþýðurita á íslenzku. Má sjá það af grein Sigfúsar Blöndals, að þetta efni hefur verið tekið fjórum sinnum til umræðu á jafnmörgum fundum. Með þessari byrjun má segja, að Stúdentafélaginu liafi verið mörkuð braut, sem það lengstum hefur fylgt dyggilega. Félagið hefur löngum verið vettvangur þar sem stúdentar gátu rætt áhugamál sín og æfzt í að láta hugsanir sínar í Ijós á greinilegan og skipulegan hétt. Umræðu- efnin hafa jafnan verið sótt í þau menningar- og þjóðfélagsmál íslenzk og erlend, sem helzt hafa verið á döfinni. Nokkur áraskipti hafa orðið bæði eftir mönnum og eins eftir því hvernig viðraði í umheiminum. Stundum hefur mest verið rætt um stjórnmál, en menningarmálin að- eins dregizt óbeinlínis inn í umræðurnar, á öðrum tímum hafa menn- ingarmálin verið efst á baugi og ýtt bezt við mönnum til umhugsunar. Á þetta einkum við um hin síðustu ár félagsins. Samhliða umræðufundunum hafa fyrirlestra- og upplestrafundir jafnan verið mikilvægur þáttur í félagslífinu. Mjög var seilzt til þess að notfæra sér merkismenn íslenzka, er komu til Hafnar, fá þá til að segja fréttir heimanað eða flytja erindi urn íslenzk efni. Þannig man ég frá síðustu árunum fyrir stríð, að Pálmi Hannesson rektor flutti er- indi um Menntaskólann í Reykjavík og hina nýju reglugerð hans. Eiríkur Magnússon um íslenzk menningarmál og stúdenta, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi um Sölva Helgason, og rétt í stríðsbyrjun flutti Kristján Albertson óvenju skemmtilegt erindi um Reykjavík á uppvaxtarárum hans. Sérstakt hnossgæti þóttu ráðherraheimsóknir. Eins og kunnugt er 'komu forsætisráðherrar að jafnaði árlega til Hafnar á konungsfund og komst sá siður á, að þeir kærnu á fund í Stúdentafélaginu. Var þá vand- að vel til fundarstaðar, því að sú hefð var á, að ráðherrann veitti höfð- inglega í fundarlok. Nú skyldu menn halda, að hinn háttvirti gestur og veitandi hefði átt fyllstu kurteisi og virðingu að mæta þetta kvöld, en því fór oft fjarri. Ráðherrann slapp ekki með veitingarnar einar, hann varð einnig að gefa yfirlit yfir síðustu aðgerðir þings og stjórnar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Garður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.