Garður - 01.10.1945, Blaðsíða 62

Garður - 01.10.1945, Blaðsíða 62
60 GARÐUR hann var handsterkur og tókst að toga þau af mér á tíu mínútum. Auðvitað fylgdi sokkurinn með og eitthvað af skinninu aftan á hæln- um, en fæturnir fóru ekki úr liði og allt var í lagi. Svo fengum við silung að borða og sváfum vel um nóttina. Næsta morgun var lagt á Kaldadal í góðu veðri og sólskinsskapi, nú höfðu þrír vinir okkar og samherjar bætzt í hópinn. Voru það þeir Páll Vídalín Bjarnason úr Húnavatnssýslunni og Skagfirðingarnir Egg- ert Claessen og Sigurbjörn Á. Gíslason, sem síðar urðu allir lands- kunnir menn. Við reyndum gæðingana á Hofmannafleti og mjög lang- aði okkur til að klifra upp á Meyjasæti og njóta þar sama útsýnis og ungu stúlkurnar í gamla daga, en við máttum ekki vera að því. Við áðum í Brunnum og borðuðum kex og kringlur, sem Sigurbjörn hafði meðferðis, hann gat leyft sér. að hafa hnakktösku, því að hann var á skagfirzkum gæðingi, sem póstur hafði fært honum að heiman. Hjá hinni frægu beinakerlingu stönzuðum við um stund, en engin vísa varð til. Eg var þá ekki farinn að hafa nein mök við skáldadísina, sem ég þó kynntist 'lítillega síðar. Á Langahrygg óskaði ég, að Sörli, sem um get- ur í kvæðinu Skúlaskeið eftir Grím Thomsen, væri kominn, eða þá að mótor eða gufuvél væri komin í Jarp minn, því að liann varð mjög ganglítill, er degi tók að halla, enda lítill gróður á Kaldadal til hress- ingar. Það var annað en gaman að ganga allt Skúlaskeið, eins og það var ómjúkt við fótinn, ég óvanur gangi, stígvélin særðu mig — og svo að draga uppgefið útigangstryppið á eftir sér. Og ég hét því þá, að ég skyldi aldrei oftar kaupa mér of lítil stígvél, þótt þau væru ’ódýr, en þetta var ekki í síðasta sinn, sem ég gerði þetta heit, því að stígvélin voru ,svo lítið slitin og komu því oft við sögu síðar. Við náðum ekki háttum að Kalmanstungu, enda var það víst sjaldan á þeim seytján skólaferðum, sem ég fór milli Þingeyjarsýslu og Reykjavíkur, að við næðum háttum, kom það af því, að við fórum seint af stað á morgnana og urðum að fara hægt af skiljanlegum ástæð- um. Varahestur var aldrei með í ferð. Oftast var ónæðið Ijúfmannlega fyrirgefið og sumsstaðar var okkur boðið að korna eins oft og við vild- um, þótt við þyrftum að vekja upp. Olafur í Kalmanstungu var ætíð hýr og hress og lét sér annt um, að vel færi um okkur. Þó þótti sumum ,að hann eiga helzt til lítið í staupinu og töldu hann, að því leyti, standa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Garður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.