Garður - 01.10.1945, Side 62
60
GARÐUR
hann var handsterkur og tókst að toga þau af mér á tíu mínútum.
Auðvitað fylgdi sokkurinn með og eitthvað af skinninu aftan á hæln-
um, en fæturnir fóru ekki úr liði og allt var í lagi. Svo fengum við
silung að borða og sváfum vel um nóttina.
Næsta morgun var lagt á Kaldadal í góðu veðri og sólskinsskapi,
nú höfðu þrír vinir okkar og samherjar bætzt í hópinn. Voru það þeir
Páll Vídalín Bjarnason úr Húnavatnssýslunni og Skagfirðingarnir Egg-
ert Claessen og Sigurbjörn Á. Gíslason, sem síðar urðu allir lands-
kunnir menn. Við reyndum gæðingana á Hofmannafleti og mjög lang-
aði okkur til að klifra upp á Meyjasæti og njóta þar sama útsýnis og
ungu stúlkurnar í gamla daga, en við máttum ekki vera að því. Við
áðum í Brunnum og borðuðum kex og kringlur, sem Sigurbjörn hafði
meðferðis, hann gat leyft sér. að hafa hnakktösku, því að hann var á
skagfirzkum gæðingi, sem póstur hafði fært honum að heiman. Hjá
hinni frægu beinakerlingu stönzuðum við um stund, en engin vísa varð
til. Eg var þá ekki farinn að hafa nein mök við skáldadísina, sem ég
þó kynntist 'lítillega síðar. Á Langahrygg óskaði ég, að Sörli, sem um get-
ur í kvæðinu Skúlaskeið eftir Grím Thomsen, væri kominn, eða þá að
mótor eða gufuvél væri komin í Jarp minn, því að liann varð mjög
ganglítill, er degi tók að halla, enda lítill gróður á Kaldadal til hress-
ingar. Það var annað en gaman að ganga allt Skúlaskeið, eins og það
var ómjúkt við fótinn, ég óvanur gangi, stígvélin særðu mig — og svo að
draga uppgefið útigangstryppið á eftir sér. Og ég hét því þá, að ég skyldi
aldrei oftar kaupa mér of lítil stígvél, þótt þau væru ’ódýr, en þetta
var ekki í síðasta sinn, sem ég gerði þetta heit, því að stígvélin voru
,svo lítið slitin og komu því oft við sögu síðar.
Við náðum ekki háttum að Kalmanstungu, enda var það víst
sjaldan á þeim seytján skólaferðum, sem ég fór milli Þingeyjarsýslu
og Reykjavíkur, að við næðum háttum, kom það af því, að við fórum
seint af stað á morgnana og urðum að fara hægt af skiljanlegum ástæð-
um. Varahestur var aldrei með í ferð. Oftast var ónæðið Ijúfmannlega
fyrirgefið og sumsstaðar var okkur boðið að korna eins oft og við vild-
um, þótt við þyrftum að vekja upp. Olafur í Kalmanstungu var ætíð
hýr og hress og lét sér annt um, að vel færi um okkur. Þó þótti sumum
,að hann eiga helzt til lítið í staupinu og töldu hann, að því leyti, standa