Garður - 01.10.1945, Blaðsíða 33

Garður - 01.10.1945, Blaðsíða 33
heiðarbýlið og sjálfstætt fólk 31 ■oþarflega harður og þverúðugur. En ef Bjartur væri íhugull, þá væri >,heimsstríð“ hans um leið tapað og gilcli hans sem „typu“ úr sögunni. Lýsingin á Bjarti er engin Ijósmynd af einstökum íslenzkum bónda. Hún er stækkuð, skerpt og dýpkuð ti'l þess að ná þeim flötum og skugg- um fram, sem gefa myndinni svip. Þetta er eins og í nútímamyndlist. °g Bjartur getur að þessu leyti minnt á Pétur Gaut, þar sem efnivið- urmn í lýsingu hans er ýmis einkenni hins norska lundarfars. En hvorki í Pétri Gaut né Bjarti í Sumarhúsum er nauðsynlegt að þekkja Noreg og ísland, Norðmenn og íslendinga, til að skilja verkin. Oflát- ungsháttur og frelsisþrá eru alþjóðleg fyrirbrigði, og flestir munu kann- ast við þessar kenndir í eigin brjósti, ljóst eða óljóst. Túlkun höf. á Hjarti er túlkun á frelsisþrá íslendingsins. Stundum er kúgarinn ríkur héraðshöfðingi, stundum kóngur eða páfi og allt upp í Krist eða Satan. En íslendingurinn, sem er mannkynið í smámynd, heldur alltaf áfram að þrá frelsið. IIALLA — RÓSA ÞÓRÐARDÓTTIR — BJARTUR Ilalla er söguhetja Heiðarbýlisins, og hún er að því leyti hliðstæða við Bjart í Sumarhúsum, að æviferill hennar ræður söguganginum. Og sagan af Höllu og Ileiðarbýlinu er saga af alþýðukonu, á sama hátt og Sjálfstætt fólk er saga af alþýðunui. Söguhetjan kemur strax fram á sviðið í Höllu eins og í Sjálfstæðu fólki. Ilenni er á fyrstu blaðsíðunni lýst mjög ýtarlega, bæði að útliti og eiginleikum. Ilöf. málar hana mjög björtum litum, og lesandinn finnur fljótt, að sú lýsing er meir mótuð af hugsjón en raunsæi, en það er alveg andstætt við lýsinguna á Bjarti. Áður en höf. hefur lýst Höllu þannig, segir hann: „Og enga veru leggur óhamingjan eins í einelti“. Höf. gefur strax í skyn, að hún eigi eftir að mæta miklum erfiðleikum. Síðar í sögunni, í hugrenning- um sr. Ilalldórs, kemur fram, hvernig Jón Trausti hefur ætlað að sýna, hvernig þessi „draumlynda, hégómagjarna stúlka“ hefði vaxið „upp úr öllum algengum þrautum lífsins, lét sér fátt fyrir brjósti brenna og — hélt þó yndisleik æskunnar að mestu“. Það hefur því vakað fyrir Jóni Trausta að lýsa skapferilsþróun með Höllu. En svo mikið Ijós er á Höllu, að sú þróun kernur ekki fram eins vel og skyldi. Halla var „af lágum stigum og bláfátæk, hafði misst foreldra sína þegar í barn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Garður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.