Garður - 01.10.1945, Qupperneq 33
heiðarbýlið og sjálfstætt fólk
31
■oþarflega harður og þverúðugur. En ef Bjartur væri íhugull, þá væri
>,heimsstríð“ hans um leið tapað og gilcli hans sem „typu“ úr sögunni.
Lýsingin á Bjarti er engin Ijósmynd af einstökum íslenzkum bónda.
Hún er stækkuð, skerpt og dýpkuð ti'l þess að ná þeim flötum og skugg-
um fram, sem gefa myndinni svip. Þetta er eins og í nútímamyndlist.
°g Bjartur getur að þessu leyti minnt á Pétur Gaut, þar sem efnivið-
urmn í lýsingu hans er ýmis einkenni hins norska lundarfars. En
hvorki í Pétri Gaut né Bjarti í Sumarhúsum er nauðsynlegt að þekkja
Noreg og ísland, Norðmenn og íslendinga, til að skilja verkin. Oflát-
ungsháttur og frelsisþrá eru alþjóðleg fyrirbrigði, og flestir munu kann-
ast við þessar kenndir í eigin brjósti, ljóst eða óljóst. Túlkun höf. á
Hjarti er túlkun á frelsisþrá íslendingsins. Stundum er kúgarinn ríkur
héraðshöfðingi, stundum kóngur eða páfi og allt upp í Krist eða Satan.
En íslendingurinn, sem er mannkynið í smámynd, heldur alltaf áfram
að þrá frelsið.
IIALLA — RÓSA ÞÓRÐARDÓTTIR — BJARTUR
Ilalla er söguhetja Heiðarbýlisins, og hún er að því leyti hliðstæða
við Bjart í Sumarhúsum, að æviferill hennar ræður söguganginum. Og
sagan af Höllu og Ileiðarbýlinu er saga af alþýðukonu, á sama hátt og
Sjálfstætt fólk er saga af alþýðunui. Söguhetjan kemur strax fram á
sviðið í Höllu eins og í Sjálfstæðu fólki. Ilenni er á fyrstu blaðsíðunni
lýst mjög ýtarlega, bæði að útliti og eiginleikum. Ilöf. málar hana
mjög björtum litum, og lesandinn finnur fljótt, að sú lýsing er meir
mótuð af hugsjón en raunsæi, en það er alveg andstætt við lýsinguna
á Bjarti. Áður en höf. hefur lýst Höllu þannig, segir hann: „Og enga
veru leggur óhamingjan eins í einelti“. Höf. gefur strax í skyn, að hún
eigi eftir að mæta miklum erfiðleikum. Síðar í sögunni, í hugrenning-
um sr. Ilalldórs, kemur fram, hvernig Jón Trausti hefur ætlað að sýna,
hvernig þessi „draumlynda, hégómagjarna stúlka“ hefði vaxið „upp úr
öllum algengum þrautum lífsins, lét sér fátt fyrir brjósti brenna og
— hélt þó yndisleik æskunnar að mestu“. Það hefur því vakað fyrir
Jóni Trausta að lýsa skapferilsþróun með Höllu. En svo mikið Ijós er
á Höllu, að sú þróun kernur ekki fram eins vel og skyldi. Halla var
„af lágum stigum og bláfátæk, hafði misst foreldra sína þegar í barn-