Garður - 01.10.1945, Blaðsíða 55
HÁSKÓLABÓKASAFNIÐ
53
Með verkefnum stríðslokanna og nýsköpun þeirri, sem í háskólan-
um verður og út frá honum, tekur við annað skeið í þróun safnsins og
mjög kröfufrekt.
Nú skal getið deilda’safnsins, en þær eru tíu samkvæmt efnisskipt-
ingu Dewey-kerfis, sem haft er hér í söfnum, og tólf, þegar lestrarsalur
og Benediktsherbergi teljast sérdeildir, en í hvoru þeirra um sig eru
bækur úr flestum efnisflokkum.
Fyrsti flokkur (merktur 0—99) nær yfir alfræðibækur, blöð og tíma-
rit, handrit, ljósprentanir handrita og elztu bóka o. fl. Tímaritasafnið
íslenzka er á góðri vaxtarleið. Blaðasafnið, sem allt fylgir bókum Bcne-
dikts og er mest allt frá honum, er meðal hinna beztu hér á landi, og
trúa því fáir, hve þrotlausa vinnu það hefur kostað áratugum saman
að fullkomna það.
Annar flokkur (100—199) er heimspeki, ]>ar með taldar sálarrann-
sóknir og siðfræði. Deildin er smá, en margt vel valið. Mikið af bók-
um Guðmundar V. Kristjánssonar á þar heima, en hitt á landamærum
næsta flokks, trúarbragðanna (200—299). í þeim flok'ki á safnið fleiri
bækur en í nokkrum öðrum, þótt eigi sé minnzt hinnar miklu ítölu há-
skólans í guðfræðibókum Landsbókasafns.
Fjórði flokkur (300—399) er félagsfræði, og er kjarni hans í safninu
lögfræðibækurnar. Á sumum lögfræðisviðum er þetta bezta safn lands-
ins. Önnur svið félagsfræðisafnsins eru hagvísindi og stjórnvísindi, við-
skiptafræði, uppeldisfræði, þjóðhættir og þjóðsögur, og vaxa eigi aðrir'
flokkar Háskólasafns hraðar en hinn fjórði.
Fimmti flokkur (400—499) er tungumál öll og málfræði. Þar er margt
ágætra rita frá liðnum áratugum, en nokkur einangrun orðin í bili.
Mikilvægi móðurmáls okkar í germönskum fræðum krefst þess, að mál-
fræði sé eitt af höfuðverkefnum háskólans og bókakostur sé svo. að
dugi. Orðabók háskólans er stórvirki, sem rekur fast á eftir, að aukinn
verði þessi flokkur safnsins.
Sjötti flokkur rúmar (500—599) náttúruvísindi öll og er fátæklegur.
Þegar náttúrufræðigreinar verða kennslugreinar við háskólann, og það
kemur fyrr en varir, blasa við geysileg verkefni, sem heimta svo mikið,
að hörmungarástand verður, nema skipulag og samvinna allra aðila
lakist og haldist vel. Annaðhvort á öll náttúrufræðin að hafa aðsetur