Garður - 01.10.1945, Síða 55

Garður - 01.10.1945, Síða 55
HÁSKÓLABÓKASAFNIÐ 53 Með verkefnum stríðslokanna og nýsköpun þeirri, sem í háskólan- um verður og út frá honum, tekur við annað skeið í þróun safnsins og mjög kröfufrekt. Nú skal getið deilda’safnsins, en þær eru tíu samkvæmt efnisskipt- ingu Dewey-kerfis, sem haft er hér í söfnum, og tólf, þegar lestrarsalur og Benediktsherbergi teljast sérdeildir, en í hvoru þeirra um sig eru bækur úr flestum efnisflokkum. Fyrsti flokkur (merktur 0—99) nær yfir alfræðibækur, blöð og tíma- rit, handrit, ljósprentanir handrita og elztu bóka o. fl. Tímaritasafnið íslenzka er á góðri vaxtarleið. Blaðasafnið, sem allt fylgir bókum Bcne- dikts og er mest allt frá honum, er meðal hinna beztu hér á landi, og trúa því fáir, hve þrotlausa vinnu það hefur kostað áratugum saman að fullkomna það. Annar flokkur (100—199) er heimspeki, ]>ar með taldar sálarrann- sóknir og siðfræði. Deildin er smá, en margt vel valið. Mikið af bók- um Guðmundar V. Kristjánssonar á þar heima, en hitt á landamærum næsta flokks, trúarbragðanna (200—299). í þeim flok'ki á safnið fleiri bækur en í nokkrum öðrum, þótt eigi sé minnzt hinnar miklu ítölu há- skólans í guðfræðibókum Landsbókasafns. Fjórði flokkur (300—399) er félagsfræði, og er kjarni hans í safninu lögfræðibækurnar. Á sumum lögfræðisviðum er þetta bezta safn lands- ins. Önnur svið félagsfræðisafnsins eru hagvísindi og stjórnvísindi, við- skiptafræði, uppeldisfræði, þjóðhættir og þjóðsögur, og vaxa eigi aðrir' flokkar Háskólasafns hraðar en hinn fjórði. Fimmti flokkur (400—499) er tungumál öll og málfræði. Þar er margt ágætra rita frá liðnum áratugum, en nokkur einangrun orðin í bili. Mikilvægi móðurmáls okkar í germönskum fræðum krefst þess, að mál- fræði sé eitt af höfuðverkefnum háskólans og bókakostur sé svo. að dugi. Orðabók háskólans er stórvirki, sem rekur fast á eftir, að aukinn verði þessi flokkur safnsins. Sjötti flokkur rúmar (500—599) náttúruvísindi öll og er fátæklegur. Þegar náttúrufræðigreinar verða kennslugreinar við háskólann, og það kemur fyrr en varir, blasa við geysileg verkefni, sem heimta svo mikið, að hörmungarástand verður, nema skipulag og samvinna allra aðila lakist og haldist vel. Annaðhvort á öll náttúrufræðin að hafa aðsetur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Garður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.