Upp í vindinn - 01.05.1982, Qupperneq 12

Upp í vindinn - 01.05.1982, Qupperneq 12
Einar B. Pálsson, prófessor Hugleiðingar um Orðaforði íslenskunnar er sífellt að breytast. Svo hefur verið frá upphafi byggðar hér á landi. Með breytingum á þjóðfélagsháttum koma nú hugtök, sem tákna þarf með nýj- um orðum. Gömul orð, sem ekki er lengur þörf fyrir, gleym- ast. Þau geta týnst alveg, ef þau eru ekki varðveitt í rituðu máli. Þetta á sér stað í öllum tungumálum. Þjóðfélagsbreyt- ingar hafa verið hægari í sögu íslendinga en flestra Evr- ópuþjóða allt fram á síðustu öld.Orðaforði okkar hefur því dug- að lengur en þeirra.auk þess sem hann hefur haft stuðn- ing af gamalli bókmenntahefð.En því sneggri og tilfinnan- legri verða svo áhrifin hér á landi.þegarný tækni veldurger- breytingu á atvinnuháttum og þar með þjóðfélagsháttum á örfáum mannsöldrum, aðeins einni öld. Fyrir löngu er svo komið, að það er yíðs fjarri að „sjálfvirk" nýyrðamyndun meðal almennings nægi til þess að leggja til orð um hinn mikla fjölda hugtaka, sem nota þart. Þar við bætist, aö mörg hugtök eru nú svo sérhæfð, að ekki dugir orðsnilli ein til að mynda orð um þau, heldur þarf einnig fagþekkingu til aö koma auk þekkingar á mál- fræði. Og þar er íslenskan strangur húsbóndi. Skipuleg starfsemi við nýyrðagerð er því óhjákvæmileg, efekkiáilla að fara. Á því sviði hefur Verkfræðingafélag íslands verið braut- ryðjandi. Árið 1919 stofnaði félagið starfsnefnd til söfnunar og myndunar á nýjum tækniorðum skömmu eftir að dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði hafði flutt erindi í félaginu um það efni. Orðanefnd Verkfræðingafélagsins starfaði samfellt í 8 ár. Starf hennar er fyrsta skipulega starfið að íslenskri nýyrðamyndun. í orðanefnd VFÍ störfuðu saman málfróðir menn og verK- fróðir, auk þess sem margir aðrir voru til kallaðir, því að nefndin lét margs konar orð til sín taka, jafnvel orð úr heim- ilishaldi. Orðaskrár voru birtar í timariti VFI, í dagblöðum oq bæklingum, og fyrir kom, að deilur hlutust af í blöðum. Um þetta ma nánar lesa í bók Halldórs Flalldórssonar „ íslensk málrækt" (1971) og í bók Baldurs Jónssonar„MályrkjaGuðm- undar Finnbogasonar" (1976). Með þessu var sýnt, hvernig vinna mætti skipulega að ís- lenskri nýyröagerö. Síöan hefur margt gott verið unmð, og kemur mér þá í huga áratuga starf Orðanefndar Rafmagns- verkfræðideildar Verkfræðingafélagsins og ennfremur verk þeirra Sveins Bergsveinssonar og Halldórs Halldórssonar við nýyrðasmíð og nýyrðasöfnun, er unnið var um og eftir 1950 á vegum Menntamálaráðuneytisins: Nú starfa nefndir í mörgum félögum og stofnunum á þessu sviði, en af hendi ríkisvaldsins er íslensk málnefnd sett til að vinna að ís- lensku málverndarstarfi og styðja starfsemi nýyrðanefnda. Frá þessu er margt að segja, en skal eigi gert hér. Nú mætti spyrja, hver árangur hefur orðið. Hver hafa orð- ið örlög þeirra pusunda nýyrða, sem smíðuð hafa verið? Ekki veit ég til þess, að reynt hafi verið að meta, hve mikill hluti nýyrða hefur í raun komist í gagnið. Enginn hef- ur heldur vald til að ákveða endanlega, að tiltekin orð skuli notuð. Þar ræður einskonar úrval náttúrunnar. Og nýyrði geta auk þess komið fram á misjafnlega heþþilegum tíma. Hér skulu netnd tvo dæmi um örlög orða ur tæknimáli. 12 Tækni. Hveráttar sig á því nú, að þetta orð sé ekki afgam- alt? Það er búið til árið 1912. Höfundur þess er dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði, sem áður er getið, einn helsti frum- kvöðull nýyrða- og málhreinsuriarstefnu í íslensku máli. Tækni er tengt orðinu tæki.Það mun heldur ekki vera gam- alt orð. í Orðabók Háskólans eru ekki eJdri heimildir um orðið tæki en úr Píslarsögu Jóns Magnússonar frá 17. öld, en þá var tæki notað um að hafa tök á einhverju, tækifæri. Sama merking er enn í Nýjum félagsritum á 19. öld. Elsta heimild um orðið tæki í merkingunni verkfæri, sem tilgreind er í Orðabók Háskólans, er vestfirskt orðasafn frá síðari hluta 18. aldar. Orðið teknik er á hinn bóginn komið úr grísku (tekhne). Tækni er því óskylt teknik að uppruna, þótt orðunum svipi saman. En það er snilli höfundarins að þakka. Þótt orðið tækni væri búið til 1912, reyndar sama árið og Verkfræðingafélag íslands var stofnað, komst það ekki í gagnið í mæltu máli fyrr en áratugum seinna. í Orðabók Háskólans er elsta heimild um notkun orðsins tækni í rituðu máli úr tímaritinu Rétti frá 1930, og næstu heimildir eru úr Skírni 1935 og Ægi 1937. Fróðlegt er að sjá, hve seint orðið tækni kemst í orða- bækur. Nýyrði eru yfirleitt ekki tekin í almennar orðabækur fyrr en þau hafa náð fótfestu í málinu. í íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals 1924 fyrirfinnst tækni ekki og ekki heldur í dansk-íslenskri orðabók Freysteins Gunnarssonar 1926. í henni er teknik þýtt sem „iðnfræði; listregla; leikni; hagleikur". Af þessu orðavali sést, hve skort hefur orð í mælt islenskt mai um hugtakið teknik. I þýsk-islenskri orða- bók Jóns Ófeigssonar 1935 er orðið tækni ekki heldur. Þar er „teknik" þýtt „iðnfræði, verkfræði; listregla; aðferð; leikni; hagleikur'1. Þeir Freysteinn Gunnarsson og Jón Ófeigsson voru meðal hæfustu málfræðinga sinnartíðar. Ég hef ekki séð orðið tækni í eldri orðabókum en í ensk- íslenskri orðabók efir Sigurð Örn Bogason frá 1952. Þar er það notað sem einasta þýðing á orðinu „technique" og jafn- framt i fáeinum samsetningum. Þa voru liðin 40 ár frá þvi að orðið tækni var bUið til. I fransk-íslenskri orðabók eftir Gerard Boots og Þórhall Þorgilsson 1953 finnst tækni aftur á móti ekki. Þar er „technique" aðeins þýtt með iðnfræði. í 3. útgáfu af ensk-íslenskri orðabók Geirs T. Zoéga 1954 bregður orðinu tækni fyrir. Þar er „technics" þýtt sem „reglur um iðnað, listfræöi: tækni“. En „technology" er þýtt sem „iðn- fræði, iðnaðarlist.11 Orðið „technique11 finnst þar ekki. I endurskoðaðri útgáfu hinnar dansk-íslensku orðabókar Freysteins Gunnarssonar 1957 er „teknik" þýtt sem „tækm; iðnfræði; listregla; leikni; hagleikur". Og í íslensk-danskri orðabók Agústs Siguróssonar 1957 eru loks orðin tækni og tæknilegur talin samsvara dönsku orðunum teknik og teknisk. Það er þó fyrst í viðbæti við dansk-íslenska orða- bók Sigfúsar Blöndals frá 1963, sem þeir Halldór Halldórs- son og Jakob Benediktsson ritstýrðu, að orðið tækni fær rými við hæfi og þá m.a. í um 50 samsetningum. Nú vaknar sú spurning: Hvers vegna komst orðið tækni svo seint í gagnið? Orð, sem nú má heita að sé á hvers manns vörum. Ég tel að ástæðan sé sú, að þörfin fyrir þetta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.