Upp í vindinn - 01.05.1982, Qupperneq 18
Plastklæðningar.
A.m.k. tveir aðilar selja plastklæðningar sem ætlaðar eru
utan á hús. Ekki hafa þessar gerðir þó náð verulegri út-
breiðslu.
Múrklæðningar
Loftræstar múrklæðningar hafa enn ekki verið notaðar
hérlendis þrátt fyrir töluverða notkun erlendis. Loftræstar
múrklæðningar eru víða notaðar sem ysta byrði yfir endur-
einangrun. Tvímælalaust er um verðugt verkefni að ræða
að skapa verkkunnáttu og reynslu, til að gera loftræsta
múrklæðningu þannig að viðunandi árangur fáist. Verður
þessi klæðning þvi rædd ýtarlegar en aðrar klæðningar.
Heppilegast virðist að festa grind úr málmprófílum á steypta
vegginn sem einangrað er í. Á þessa grind er síðan strengt
nokkuð þétt múrnet með pappalagi undir. Síðan er múrað á
netið. Gæta þarf sérstaklega að köntum og hornum og láta
málmgrindina styrkja þá staði þannig að klæðningin þoli
hnjask. Milli einangrunar og múrklæðningar myndast loft-
ræst bil sem veldur því að loftraki í húsinu loftast út, (sjá
mynd 2.1.).
Málmlekta
Steypa
Einangrun
Vindpappi
Loftræst bil
Pappalag/múrnet
Múrhúóun
Hornstykki úr götuóum
málmprófíl
Mynd 2.1. Loftræst múrklæðning
Lárétt snið í horn.
3. EINANGRUN SÖKKUL.r EÐA KJALLARA-
VEGGJAR AÐ UTAN.
Samfara því að hús eru einangruð og klædd að utan, þá
er eðlilegt að einangra einnig niður með sökkul- eða kjall-
aravegg. Þá vinnst m.a. að kludabrú sem kann að vera við
mót gólfplötu og útveggjar hverfur. Kanteinangrun gólfs á
fyllingu má einnig auka með þessu móti (mynd 3.1.) og
sama gildir um einangrun kjallaraveggja.
Hafa ber í huga að einangrun sem er í snertingu við jarð-
veg þarf að sérframleiða í því augnamiði. Framleiddar eru
bæði styrencell-plastplötur og steinullarmottur sem þola að
Mynd 3.1.
Á um 1m breiðu randsvæði gólfs tapast varminn
út til útiloftsins eins og myndin sýnir. Að öðru
leyti er varmatapið niður í jarðlög undir húsinu.
liggja að jörð. Raunar eru steinullarmotturnar einnig gerðar
með það fyrir augum að virka sem þerrilag við kjallaravegg.
Þó verður að gæta þess vatn geti ekki runnið niður í kant
einangrunarinnar.
Því hærra sem slík einangrun nær upp á sökkulvegginn
því betri verður árangurinn, (mynd 3.2.). Einangrunina er
einnig hægt að draga upp að neðri brún klæðningar (mynd
3.3.), en þá þarf að hlífa einangruninni með t.d. steinplötum
eða múrhúð.
Við nýbyggingar, sem eru einangraðar utan er sjálfsagt
að athuga hvort ekki henti að einangra sökkul- eða kjall-
araveggi einnig að utan. Þannig mætti koma í veg fyrir allar
kuldabrýr, auk þess sem hætta á sprungumyndun vegna
hitaþenslna minnkar mjög mikið.
Hlíf úr t.a. galvaniseruóu blikki,
eóa tjörupappa
Sérframleiddar einangrunarplötur/
mottur
Mynd 3.2.
Viðbótareinangrun utan á sökkulvegg, einangra
má kjallaravegg á svipaðan hátt. Því hærra sem
einangrað er upp eftir veggnum því meira gagn
er að einangruninni, sem eykur kanteinangrun
gólfs og getur dregið úr kuldabrú við gólfplötu.
(Ástæðulaust er að einangra sökkulvegg lengra
niður en sem svarar til 1m undir yfirborð
jarðvegs. Mynd 3.1.).
Hlíf úr t.d. steinplötum
eða múrhúð
Sérframleiddar einangrunar-
plötur/mottur
Mynd 3.3.
Einangrað á sökkul- eða kjallaravegg um leið og
aðalhæð er einangruð og klædd utan. Ef kjallar-
aveggur er einangraður fyrir innan, þá má ekki
bera sökkulasfalt utan á vegginn undir nýju ein-
angrunina.
4. FRÁGANGUR KLÆÐNINGAR
Margt er að varast við frágang klæðningar. Við festingar
málmklæðninga skal velja skrúfur og festingar þannig að
tæring myndist ekki við festingarnar. Auk þess verða deili-
lausnir að vera þannig að vatn eða raki geti hvergi safnast
fyrir í eða á klæðningarhlutum.
Við þak þarf að gæta þess að klæðning hindri ekki nauð-
synlega loftræstingu þaksins. Að okkar mati er veðráttu hér
þannig háttað að varla er hægt að byggja velheppnaða
18