Upp í vindinn - 01.05.1982, Blaðsíða 36
Asbjörn Jóhannsson, verkfr. Rannsóknastofn-
un byggingariðnaðarins
Klæðning með möl
Inngangur
Klæöningar eru ekki nýjar af nálinni. Þær hafa veriö not-
aðar áratugum saman í Bretlandi, Frakklandi og víöar. Þar
hefur tíökasl að nota aöeins ákveðnar steinastæröir í
klæöningar t.d. 4-8 mm, 8-12 mm eöa 12-16 mm. En árið
1963 byrjuðu Norðmenn tilraunir með aö nota óflokkaða
möl í klæðningar. Eftir margra ára tilraunir heppnaöist þeim
að búa til nothæft slitlag sem þeir kölluöu „Ottadekke" eftir
smábæ í Vestur-Noregi. Þessi slitlagstegund hefur veriö
kölluð „klæöning meö möl“ á íslensku. Hún náöi brátt mikl-
um vinsældum í Noregi og árið 1977 höfðu verið lagðir um
5500 km af þessu slitlagi í Noregi.
Sumariö 1978 var í fyrsta skipti lögö klæðning meö möl á
íslandi svo vitað sé. Þaö voru þrír tilraunakaflar sem Vega-
gerð ríkisins lagði, einn í Þingvallasveit annar undir Hafnar-
fjalli og sá þriöji viö Blönduós. Þessi tilraun heppnaöist í
stórum dráttum vel og var ákveðið aö halda áfram lagningu
þessa slitlags. Þetta slitlag hefur nú verið lagt á um 210 km
af íslenska vegakerfinu, þar af um 100 km síðastliðið
sumar. Reynslan er góö og má reikna meö aö þessi slit-
lagstegund verði notuð í ört vaxandi mæli í framtíðinni.
Efni
Bindiefnið er venjulega BL 1500M eða BL 1500R, hið
síðarnefnda er ávallt notað þegar kalt er í veðri. Vegolía
hefur einnig verið notuð með góðum árangri. í bindiefnið er
ávallt blandað viðloðunarefni (amin) til að tryggja viðloðun
milli steinefna og bindiefnis.
Steinefnið þarf að hafa góða viðloðunareiginleika en að
öðru leyti eru kröfurnar ekki strangar. Það má gjarnan vera
rakt en ekki rennblautt. Mynd 1 sýnir markalínur fyrir sáld-
urferil skv. norskum kröfum, sem eru mjög rúmar enda hafa
Norðmenn lagt á það mikla áherslu að þetta slitlag eigi fyrst
og fremst að vera ódýrt og því megi efniskröfur ekki vera
strangar. Vegagerð ríkisins hefur hingað til gert mun strang-
36
ari kröfur til steinefnisins, meðan þetta slitlag er á tilrauna-
stigi, en nú stendur til að slaka á þeim til samræmis við
norsku kröfurnar.
Á hvern fermetra af einfaldri klæðningu þarf 15-20 lítra af
steinefni og 1,5-2,0 lítra af bindiefni. Þykktin á einfaldri
klæðningu er um 1,5-2,0 cm.
Útlögn
Ef lagt er á gamlan malarveg þarf að hefla malarslitlagið
burtu. Burðarlag þarf að rétta af með hefli og valta, og má
gjarna vera aðeins rakt þegar lagt er á það. Bindiefninu er
sprautað heitu yfir burðarlagið með sérstökum dreifara og
mölinni stráð yfir strax á eftir meðan bindiefnið er heitt. Hún
er síðan völtuð ofan í bindiefnið með léttum valtara. Möl,
sem er umfram þarfir og ekki festist í bindiefninu, þyrlar
umferðin út á kantana. Stundum er henni líka sópað út af
með vélsóp, nokkrum dögum eftir útlögn. Hérlendis er yfir-
leitt lagt annað lag ofan á hið fyrra 2-4 vikum síðar.
Kostnaður
Skv. upplýsingum frá Vegagerð ríkisins kostaði hver fer-
metri af tvöfaldri klæðningu um 14 kr. árið 1979. Þessi
kostnaður var um 34% af kostnaði við malbiksslitlag og um
50% af kostnaði við olíumalarslitlag. Er þá ekki tekið tillit til
endingar hvers slitlags um sig.
Ending
Hérlendis er ekki komin svo ýkja mikil reynsla á endingu.
Þó er Ijóst að hún er að verulegu leyti háð undirbyggingunni
og er það í samræmi við reynslu Norðmanna. Þeir telja að
tvöföld klæðning með möl endist í 10 ár á vegi með 1000
bíla umferð á dag og góðri undirbyggingu. Á vegum með
nokkrar öxulþungatakmarkanir á vorin telja þeir endinguna
vera ca. 8 ár fyrir tvöfalda klæðningu og 3-4 ár fyrir einfalda
klæðningu.
U.S. Standard sieve sizes