Upp í vindinn - 01.05.1982, Blaðsíða 58

Upp í vindinn - 01.05.1982, Blaðsíða 58
VERÐSÖFNUN í þessum kafla er lýst í fáum orðum umfangi verðsöfnun- ar og vinnuaðferðum. Vísitöluhúsin, (Fjölbýlis-, einbýlis, og iðnaðarhús). Fjölbýlishúsið er reiknað út á grundvelii verð- söfnunar hjá Hagstofu íslands. Mikið af því verði, sem skráð er í fjölbýlishúsinu, er jafnframt notað í einbýlis- og iðnaðar- húsinu. Því sem á vantar er safnað af starfsmanni Rb. Staðalíbúðir Húsnæðisstofnunar ríkisins. Gerðar eru sjálfstæðar verðkannanir vegna áætlunar á verði staðalíbúða. Um helmingur frumþáttaverða staðal- íbúða er fengin úr vísitöluhúsunum. Verðsöfnunin er unnin af starfsmönnum Rb. Skrá yfir verð frumþátta í einstökum byggingavöruflokk- um (verðkannanir). Verði þessara frumþátta er safnað af starfsmönnum Rb með ýmsum aðferðum: - heimsóknum til söluaðila - verðskráningu á lista af söluaðilum sjálfum í samráði við starfsmann Rb. - verðsöfnun starfsmanna Rb í gegnum síma - verð fengið úr eigin verðskrám t.d. vísitölu- og staðalíbúð- um. Reglur við verðtöku. Misjafnt er, hve verði á ákveðinni vörutegund er safnað frá mörgum aðilum. ræðst það m.a. af aðstæðum á markaði, en leitast er við að fá sem eðlileg- asta mynd af markaðsverði í hverju tilfelli. Þegar verði er safnað í fyrsta sinn hjá ákveðnu fyrirtæki, er reynt að korr ast í samband við traustan heimildarmann, sem síðan er reynt að leita til á ný í hvert sinn, sem verð er tekið. Við verðtöku er síðasta verð jafnan haft til hliðsjónar til að tryggja rétta verðtöku. TÖLVUVINNSLA Myndir 2 og 3 hér á eftir sýna uppbyggingu tölvuvinnslun- ar og gefa jafnframt skýringu á þeim táknum, sem notuð eru. Forritin P11, P12, P14 og P15 eru notuð til að lagfæra áðurnefndar gagnaskrár, þ.e. setja inn, leiðrétta og fella út færslur. Forrit.PIO er notað til að færa upplýsingar inn í kerfið eða út úr því, t.d. til notkunar í öðrum kerfum. Er þá hægt að flytja gagnaskrá milli véla á segulplötum (diskettu) eða á segulbandi. P10 er einnig nauðsynlegt þegar ný skrá er sett á stofn og þegar fylgst er með, hversu margar færslur skrárnar hafa að geyma hverju sinni. Forrit P16, P17, P18 og P19 nota gagnaskrárnar og skrifa t.d. út á pappír: - heiti og verð frumþátta - byggingarkostnað ýmissa húsa (t.d. vísitöluhúsa) einstakra byggingarhluta, iðngreina o.s.frv. - einingaverð verkliða. Vinnsla tölvunnar fer fram á þann hátt, að tölvan spyr notandann eftirfarandi meginspurninga: Hver er vinnslan? Leiðrétting á verðum frumþátta .........................:1 Leiðrétting á magnskrá..................................:2 Leiðrétting á heitum frumþátta..........................:3 Leiðrétting á heitum byggingarhluta.....................:4 Útskrift á vísitöluhúsum ...............................:5 Útskrift á einingaverðum verkhluta......................:6 Útskrift á verðum frumþátta .....................:7 Útskrift á kostnaði einstakra iðngreina ................:8 Viðhald á ÍSAM-SKRÁM...................................:10 Hætta vinnslu...................................... :CII z Innan hvers liðar spyr tölvan síðan framhaldsspurninga eins og t.d. fyrir lið nr. 5. Útskrift á vísitöluhúsinu? Hvaða magnskrá.......................................? Hvaða verðlag ........................................... ? Á að skrifa á prentara ..................................? Augljóst er að mikið hagræði er að þeirri tölvunotkun, sem hér er lýst, þar sem nú er greiður aðgangur að mjög víðtækum upplýsingum, sem jafnframt eru til muna traustari en áður. NOTKUN í BYGGINGARIÐNAÐI Að vonum vakna spurningar um, hvernig best megi nýta umrædda tækni. Ekki verður þeim spurningum svarað endanlega í þessari grein, en auðsætt er að notendahóp- arnir hljóta að takmarkast af þeim upplýsingum sem fáanl- egar eru. Hagnýting vinnslunnar í dag (mars 1982) kemur fram í mynd 4 og eftirfarandi upptalningu: KOSTNAÐARKERFI TÖLVUVINNSLA RB A, - Útreikningur á „vísitöluhúsum Rb“, þ.e. fjölbýl- is-, einbýlis, og iðnaðarhúsi. magnskrár M001. M002 og M003. Árið 1980 voru seldir um 3000 bæklingar. Áætluð sala u.þ.b. 3600 árið 1981. B. Kostnaðaráætlun á tvílyftu einbýlishúsi og sex bifreiða- geymslum fyrir Fasteignamat ríkisins. Áætlað ársfjórðungs- lega. C. - Kostnaðaráætlun á staöalíbúðum Húsnæðisstofnunar ríkisins. Magnskrár M009, M010, M011 og M012. Áætlað ársfjórðungslega þ.e. samkvæmt verðlagi í mars, júní, sept. og des. D, - Kostnaðarútreikningur á hlöðu úr steinsteypu fyrir Bygg- ingarstofnun landbúnaðarins. Magnskrá M019. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.