Upp í vindinn - 01.05.1985, Síða 6

Upp í vindinn - 01.05.1985, Síða 6
Þorsteinn Helgason, dósent við Hl Nám í byggingarverkfrædi Við Hl 1970-1985 Yfirlit, staöa og horfur Þorsleinn Helgason, stúd- ent M.R. 1956. Lauk BS- prófi í byggingarverkfræði frá lllinois Institute of Technology, Chicago 1959, MS-próf 1963 og Ph.D.-próf 1973. Starfaði við tilraunir á langtíma-álagsáhrifum á steinsteypu hjá IIT 1963-65. Kennari 1966-70 og 1975. Verkfræðingurhjá Portland Cement Association við steinsteypurannsóknir 1969-75. Dósent við H.í. frá 1975 og stundakennari við T.í. frá 1977. Ráðgefandi verkfræöingur um stein- steypuskemmdir frá 1977. Inngangur Reglubundið nám til fullnaðarprófs I byggingarverkfræði við Háskóla íslands hófst haustið 1970. Nú líður senn að nýjum tímamótum, er ný verkfræðideild verður stofnuð, nýtt tilraunakennsluhúsnæði tekið í notkun og námið endur- skipulagt. Þykir þvi við hæfi, að taka saman yfirlit yfir núver- andi stöðu námsins, til glöggvunar fyrir þá sem sem að því standa jafnt sem byggingarverkfræðistéttina í heild. Erþáum leið nauðsynlegt að huga að aðdraganda þess og þróun í nú- verandi horf. Loks er komið hér á framfæri nokkrum hug- myndum varðandi breytingar á náminu i þeirri von, að um- ræða skapist utan skólans sem innan, er leitt gæti til þess að traustari upplýsingar, en nú liggja fyrir, fengjust um álit hags- munaaðila á náminu og hvert stefna skuli. Forsaga. Strax við upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari lokaðist að miklu leyti fyrir möguleika íslenskra námsmannaáað stunda verkfræðinám. Var því haustið 1940 hafin kennsla I verkfræði- greinum við Háskóla íslands og hafði Finnbogi Rútur Þor- valdsson, byggingarverkfræðingur, forstöðu fyrir henni. Alls voru 6 fullnuma verkfræðingar útskrifaðir frá Hl 1946 en einn 1948. Verkfræðideild var stofnuð með lögum árið 1945 og var Finnbogi Rútur Þorvaldsson þá skipaður einn þriggja prófessora við deildina. Kennslan var miðuð við að veitasam- eiginleaan grundvöll að námi í byggingar-, rafmagns- og véla- verkfræði, og skyldi hið eiginlega verkfræðinám fara fram við erlenda háskóla. Grundvöllur námsins var því stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði og burðarþolsfræði. Tímalengd náms- ins var þrjú ár og lauk því með svokölluðu fyrri hluta prófi i verkfræði. Reglugerð um þriggjaára BA nám í stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, líffræði og landa- og jarðfræði við verkfræðideild var sett árið 1965. Nám þetta miðaðist að miklu leyti við menntunarþarfir kennara fyrir gagnfræðaskóla. Hófst kennsla þessi í stærðfræði og eðlisfræði haustið 1966. Var deildinni þá skipt í skorir, stærðfræðiskor, eðlisfræðiskor og verkfræðiskor. Hausið 1968 hófst síðan kennsla í náttúru- fræðigreinum og var þá jafnframt komið á fót náttúrufræði- skor. Frekari breytingar urðu á námsframboði deildarinnar á ár- inu 1970, er ný reglugerð tók gildi. Var þá ákveðið að hefja kennslu er miðaði að því að útskrifa fullnuma verkfræðinga í byggingar-, rafmagns- og vélaverkfræði. Skyldi sú kennsla fara fram í verkfræðiskor. Enn fremur var náttúrufræðiskor skipt upp í jarðfræði- og líffræðiskor og tóku þær til starfa, ásamt efnafræðiskor á árinu 1972. Þá var einnig ákveöið að leggja meiri áherslu en áður á að undirbúa nemendur í raun- greinum fyrirvísindastörf og kennslu áæðri stigum en fyrrog var prófgráðum því breytt úr BA í BS. Loks var komið á vísi að framhaldsnámi í raungreinum. Stada verkfræðinnar innan VRD Við stofnun verkfræðideildar, árið 1945, var aðeins einn prófessor af þremur, sem þá voru skipaðir, verkfræðingur að mennt, en það var Finnbogi Rútur Þorvaldsson. Gegndi hann embættinu til 1961, er Loftur Þorsteinsson, byggingarverk- fræðingur, tók við. Var þetta eina staða eða embætti deildar- innar sem verkfræðingur gegndi, uns Guðmundur Björns- son, vélaverkfræðingur, var skipaðurdósent árið 1966. Höfðu verkfræðingar þá tvær af sjö stöðum deildarinnar. Af ofangreindu, má vera Ijóst, að áhersla deildarinnar var á stærðfræði og eðlisfræði, þrátt fyrir verkfræðiheitið. Enda fórsvo, þegarákveðið varað ráðast í stækkun deildarinnar, að sú stækkun átti sér fyrst og fremst stað á raungreinasvið- unum. í lok árs 1970, þegar fullnaðarkennsla í verkfræði var nýhafin, voru enn aðeins tvær stöður deildarinnar af sextán skipaðar verkfræðingum. Eftir að fullnaðarkennsla í verkfræði hófst, varð starfsemi verkfræðiskorar fljótlega veigamikill þáttur innan VRD. Þetta má glögglega sjá á myndum 1 og 2, sem sýna annars vegar fjölda skráðra nemenda á fyrsta ári og hins vegar fjölda út- skrifaðra nemenda. Strax á skólaárinu 1973—1974 eru nem- endur á fyrsta ári í verkfræði orðnir 25% af fyrsta árs nem- 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.