Upp í vindinn - 01.05.1985, Page 18

Upp í vindinn - 01.05.1985, Page 18
annarra deilda, þarf aö samræma einingakerfi námskeið- anna. í fyrsta lagi, þarf aö koma til samræmt mat á námsein- ingum innan háskólans. í öðru lagi þurfa námskeið að vera jafnstór með tilliti til þess einingafjölda sem hvert námskeið spannar. Líklegaer heppilegast, að umfang hvers námskeiðs sé 3 einingar. í verkfræði er leitast við að kenna nemendum að afla sér allra nauðsynlegra forsendna fyrir aðgerðum sem fyrirhug- aðar eru, að ákveða síðan á rökstuddan hátt hvernig að aðgerðunum skuli staðið og að styðja síðan undir þá ákvörð- un og framkvæmd hennar með bestun. Unnt er að sækja til annarra deilda ýmsa þá grundvallarkunnáttu sem auðveldar öflun og mat á verkfræðilegum forsendum. Kæmi því vel til greina, að takaeinstök námskeið annarra deilda inn í sérhæft verkfræðinám. Hvort sem af lengingu námsins verðureðaekki, erað skap- ast samstaða innan byggingarverkfræðiskorar um að að- greinaað einhverju leyti fræðilega kennslu og verkefnavinnu. Er þá miðað við, að verkefnavinna nýtist betur, ef nemandinn hefurtækifæri til þess að glíma við minnst eitt stórt verkefni á hverju fagsviði eftir að hafa aflað sér viöeigandi undirbún- ingskunnáttu. Slík aðgreining gæti annað hvort átt sér stað með þvf að bjóða sérstök verkefnanámskeið innan hins vana- lega 15 vikna misseris eða að skipta ákveðnum misserum þannig að fyrirlestrar færu til dæmis fram fyrstu 10—12 vikurnar en síðan tækju viö 3—5 verkefnavikur. Nauðsynlegt er að skorin taki fljótlega stefnumarkandi ákvörðun varðandi þátt tölvunnar í kennslunni og áhrif hennar á uppbyggingu einstakra námskeiða. Ekki er unnt að leiða hjá sér þá staðreynd, að notkun ýmiss konar forrita- pakka við greiningu og hönnun eykst stórum á næstu árum. Stefnan hlýtur því að vera á þann veg, að hætt verði að kenna ýmsar hefðbundnar greiningar- og hönnunaraðferðir sem urðu vinsælar á handreikningsskeiðinu, eingöngu vegna þess að þær hentuðu til handreikninga. í stað þess þarf að taka fræðin upp á æðra stig, það stig sem þau komust ekki á fyrr en tölvan gerði flókna útreikninga mögulega. Jafnframt þarf að veita nemendum miklu sterkari tilfinningu fyrir forsendum verksins og þeirra aðgerða sem notaðar eru til að greina og hanna það, ásamt kunnáttu í að meta þær niður- stöður sem tölvan gefur. „Garbage in, garbage out.“ Forsendur þess að breytingar á námi i byggingarverkfræði við HÍ eigi sér stað eru margar. í fyrsta lagi þarf að vera stað- fest þörf fyrir hendi og er nægur nemendafjöldi einn þáttur þar að. í öðru lagi þarf að vera nægur vilji fyrir hendi innan skorarinnar sem utan til þess að framkvæma hverja breyt- ingu. Síðan þarf að vera nægt fjármagn fyrir hendi, ef breyt- ingin krefst aukinnar fjármögnunar. Enn fremur þurfa hæfir kennararað veratil staðar, í föstum störfum hjá háskólanum. Loks þarf viðeigandi húsnæði að vera til umráða. Niöurlag Hugmyndir þær að breytingum á námi í byggingarverk- fræði, sem hér hafa verið nefndar, eru hvorki allar né að öllu leyti runnarfrábrjósti höfundar. Undanfarin árhefurhöfundur unnið að ýmsum tillögum til breytinga á náminu og lagt margar þeirra fram innan skorarinnar, í þeim tilgangi að fá fram að minnsta kosti umræðu, ef ekki ákvarðanir. Það sem ritað hefur verið hér að ofan eru þvi hugmyndir sem hafa þróast og breytst í samræðum við ýmsa áhugamenn um þessi efni og er þar af leiðandi að hluta frá þessum aðilum komið. Heimildir Árbækur háskólans. Kennsluskrár VRD. Kennsluskrár háskólans. Rit VRD: Kennarar, stúdentar o.fl. 1969—1973 Ýmsar skrár í vörslu deiIdarfuIItrúa. Verkfræðingatal. Guðni Jónsson: Saga Háskóla íslands, 1961 Fyrirvari er tekinn varðandi tölugildi þau sem koma fram í greininni, þar eð heimildum ber ekki alltaf saman. SUnflMÍSHE HÁTEIGSVEGUR 20 105 REYKJAVÍK - SÍMI 12811 Allar stærðir og tegundir af sumarbústöðum 18

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.