Upp í vindinn - 01.05.1985, Side 36

Upp í vindinn - 01.05.1985, Side 36
Um lóörétt skipulag var fylgt hliðstæðri leið. Lítil herbergi er æskilegra að hafa lægri en stór, en ( stórum rýmum er mikil lofthæð næstum óhjákvæmileg. í húsum af þessu tagi með mjög breytilegum herbergjastærðum er þetta gjarnan leyst með niðurhengdum loftum. í hugvísindahúsinu er vinnuherbergjunum (17,9m2) raðað saman I sérálmu og lofthæð þarvalin með tilliti til herbergja- stærðar. Þarsem húsið erá þrem hæðum er gólf 2. hæðarallt haft í sömu hæð, bæði í herbergjaálmu og norðurhluta (þ.e. í mið og kennslurýmum) meðan gólfi á jarðhæð er sökkt í norðurhluta en lyft á 3. hæð til að fá meiri lofthæð þar sem stærri rými eru. Með þessu var komist hjá niðurhengdum loftum í suðurhluta hússins, þ.e. kennaraherbergjum. Teng- ingum milli hæða var svo náð með stigum og skábrautum í miðrými. Eitt af höfuðmarkmiðum við skipulag hússins var að það yrði sem mest ein heild, fremur en aðskildir hlutar. Hér var sú leið valin að setja lóðréttar samgönguleiðir sem næst miðju hússins (fullbyggðs) þar sem lárétt umferð mættist. Til að undirstrika þetta er aðalstiginn undinn utanum op í gólfinu þannig að á hverri hæð er hluti af miðrýminu jafnframt hluti aðalstigans. Þáeru einnig skorin göt f gólf annarrarog þriðju hæðartil að bætasjóntengsl og hleypadagsbirtu niður í mið- rýmin frá gluggum á þaki. Það er skoðun þeirrasem að þessu stóðu að götin séu ekki „glataðir fermetrar" eins og vís kven- skörungur hafði á orði. í tæknilegu tilliti er Hugvisindahúsið að flestu leyti það sem kalla mætti dæmigert fyrir sinn tíma, hannað á árunum 1979—1980. Burðarvirki er steypt á staðnum. Útveggir ein- angraðirað innan með plasti, múrhúðun að innan en hraunun að utan. Hluti veggja þ.e. bönd milli glugga í suðurálmu er þó steyptur við mót klædd gúmmímottum sem gefa endanlega áferð á steypuna. Þak er steypt, einangrað að ofan, með upp- stóluðu timburþaki pappaklæddu. Við gerð þaks var komið fyrir á þakviðum nemum fyrir raka og hita. Nemar þessir eru á 10 stöðum og tengdir mælistöð. Fylgst er nú með raka og hitastigi i þakrými og viðum. Ervon að með þessu geti fengist fróðlegar upplýsngar um þessi atriði, miðað við mismunandi veðurskilyrði. Þó þessi gerð þaks hafi verið notuð víða og sé langt frá því ný (samanber aðalbyggingu) er vitneskja um loftunarþörf þar sem rýmið er að öðru leyti lokað mjög tak- mörkuð. Við hönnun nota hönnuðir gjarnar tölur byggðar á mati og persónulegri reynslu viðkomandi. Húsið er með miðstöðvarofnum undirgluggum og loftræst um opnanleg fög i gluggum. Auk þess er loftræstikerfi í kennslurýmum og almennum rýmum. Sérstök áhersla hefur verið lögð á hljómburð og hljóð- einangrun í húsinu. Öll rými voru reiknuð fyrir æskilegan óm- tímaog hönnun miðuð við það. Til þessa þurfti verulegt magn ísogsefnaeinkum f miðrýmum. Þávar lögð sérstök áherslaá að hindra hljóðburð milli herbergja og má í því sambandi nefnaað loftstokkarað kennslurýmum liggja í steyptum vegg Myndir: (að ofan) Suðvesturhorn og hlið að Sturlugötu. Séð frá norð-vestri. Séð frá austri og austur-inngangur. Aðalinngangur er snýr að Árnagarði. Fatageymsia fyrir miðri mynd. 36

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.