Upp í vindinn - 01.05.1985, Qupperneq 48
ingu einingahúsa sem og annarra húsa, hverjum i sinu
umdæmi. Hins vegarersámunuráað einingahús geta komið
sem frágengnar, lokaðar einingar inn i umdæmi viðkomandi
byggingarfulltrúa, og möguleikar á eftirliti á byggingarstað
því takmarkaðir og heftast ennfremur af miklum byggingar-
hraða miðað við hefðbundnar byggingarvenjur.
Húsnæðisstofnun rikisins yfirfór árið 1982 hönnunargögn
fimmtán einingahúsaframleiðenda til þess að ganga úr
skugga um lánshæfni húsanna. Stofnunin óskaði eftir uþþ-
lýsingum um forsendur hönnunar alira húsgerða hvers fram-
leiðanda, ásamt þeim teikningum, útreikningum og öðrum
gögnum sem berað skilatil byggingarfulltrúa. Raunin varsú
að margir framleiðendur reyndust ekki hafa gögn handbær,
en eitthvað var unnið af slíku svo ofannefnd yfirferð yrði
möguleg. Þessari könnun hefur ekki verið fylgt eftir, og
hönnunareftirlit þvi að öllu leyti í höndum byggingarfuIItrúa.
Síðan könnunin var gerð hefur reglugerð verið breytt varðandi
einangrunar- og þéttleikakröfur, auk þess sem hönnun hús-
anna kann að hafa verið breytt.
Um innflutt einingahús gegnirað hlutatil öðru máli heldur
en innlend. Vorið 1982 (mars) var gerð breyting á Byggingar-
reglugerð, og þess krafist að Rannsóknastofnun byggingar-
iðnaðarins yfirfari og samþykki öll hönnunargögn áður en
byggingarleyfi er veitt. í þessu felst m.a. að allir hönnunar-
reikningar eru yfirfarnir og þess krafist að húsið sé fu11-
hannað, fyrir íslenskar aðstæður. Reynslan sýnir að slik yfir-
ferð tekur 50—100 klst. á húsgerð, breytilegt eftir því hve vel
úr garði gerð hönnunargögnin berast Rb. Þess má geta að i
flestum tilvikum hafa hönnuðir þurft að gera veigamiklar
breytingar á hönnun húsanna, og valda þar mestu háar kröfur
til vindálags hérlendis. Að lokinni yfirferð, og ef húsið hlýtur
samþykki, þá er veitt byggingarleyfi fyrir umræddri húsgerð
til eins árs. Að þessu ári liðnu eru uþpsett hús skoðuð og
byggingarleyfi framlengt ef ekki hafa komið fram gallar.
Samræmt eftirlit með einingahúsaframleiðslu er því ekki í
Kostir og gallar
Mun nú gerð nokkur grein fyrir þessum þáttum að því er
varðar sjálfa hugmyndina.
Helstu kostir:
— Stuttur byggingartími á byggingarstað.
— Betri nýting vinnustunda vegna hagstæðari ytri skilyrða.
— Hagstæðari efniskaup og betri efnisnýting.
— Aukin framleiðni og bætt nýting tækja.
— Lægri hönnunarkostnaður vegna fjöldaframleiðslu.
— Möguleiki á framleiðslueftirliti og stýringu.
Helstu annmarkar eða gallar:
— Mikil fjárfesting ef ná á fullri hagkvæmni.
— Þörf á stöðugri framleiðslu.
— Ónákvæmni i undirbúningsvinnu og vissum framleiðslu-
þáttum, t.d. við byggingu grunns eða gerð eininga, veldur
erfiðleikum i lokafrágangi.
— Einingarþolaillageymslu ávinnustaðog því mikilvægt að
tímaáætlanir standist.
— Samsetning eininga oft vandkvæðum bundin.
— Erfitt að tryggja góða þéttingu vindvarnar- og rakavarnar-
laga.
— Timbureiningahús eru efnismeiri heldur en hefðbundin
hús, t.d. oft tvöfaldar stoðir á einingaskeytum.
— Frágangur lagna oft erfiður.
Siðasttöldu fjögur atriðin gilda þó ekki um forunnin
(,,precut“) hús.
Reynsla.
Til starfsmanna Rb berast oft fyrirspurnir og kvartanir
varðandi hús, og oftar sérfólk ástæðu til að vekjaathygli á því
sem miður fer heldur en því sem vel er gert. Eftirfarandi
umræða um algenga galla á einingahúsum byggir að hluta á
Steinsteypt einingahús frá Byggingariðjunni hf.
Steinsteypt einingahús frá Byggingariðjunni hf.
landinu og næst ekki nema einum aðila sé faiið að fylgjast
með hönnun og hönnunarforsendum húsanna. Ekki eróeðli-
leg>-að þetta eftirlit sé eflt vegna þess að um raðframleiðslu
er að ræða og mistök og gallar því örlagaríkir.
5. Kostir, gallar og reynsla
Meginþáttur í einingahúsaframleiðslu er fjöldaframleiðsla
eininga og tengjast ýmsir kostir slíkri framleiðslu sérstak-
lega. Einingahúsaframleiðslaerhins vegarekki án annmarka
heldur.
uþplýsingum frá húseigendum, en einnig á athugunum sem
gerðar hafa verið hjá Rb.
— Timburhús eru oft talin veik gagnvart vindálagi. Bæði er
um óeðlilega hreyfingu útveggja og þakviða að ræða.
Einnig ber á hávaða (braki) sérstaklega er oft kvartað
undan veikum gaflveggjum.
— Iðulega er kvartað undan óþéttieika húsanna.
48