Upp í vindinn - 01.05.1985, Page 52

Upp í vindinn - 01.05.1985, Page 52
útreikningur á orku- getu raforkukerfisins Eftir Jón Bergmundsson verkfræðing á þróunardeild Landsvirkjunar. Jón Bergmundsson, stúdent M.H. 1972. Próf i rafmagnsverk- fræði frá H.í. 1976. Starfaði hjá Rafhönnun hf. 1976-80, fram- haldsnám í raforkuverkfræði við K.T.H. í Stokkhólmi 1980-81. Verkfræöingur á þróunardeild Landsvirkjunar frá 1981. Orkuframkvæmdir hafa verið mikið f sviðsljósinu undanfarið og miklar umræður farið fram um umfram- getu í orkukerfi Landsvirkjunar. í eftirfarandi grein er lýst hvernig útreikningur á orkugetu fer fram, en með slíkum reikningum er verið að meta afköst virkjana í framtíðinni út frá þekkingu á fortíðinni. Ef aðstæður í framtíðinni, svo sem veðurfar og rennsli, verða áannan hátt en við þekkjum, má búast við að afköst virkjana breytist á sama veg. Útreiknuð orkugeta er því ekki neitt sem hægt er að tryggja um alla framtíð, heldur ræðst hún af þeim aðstæðum sem þá verða. Þetta er mjög mikilvægt atriði sem gjarnan gleymist í ailri um- fjöllun um orkumál. Orkuvinnslukerfið samanstendur af fjölmörgum einingum sem mynda eina starfræna heild. Þetta eru vatnsaflsstöðvar, vatnsmiðlanir, jarðgufustöðvar og olíustöðvar. Saman þurfa þessar einingar að uppfylla þörf markaðarins fyrir raforku á sem hagkvæmastan hátt. Sem orkuform er raforkan þeim annmörkum háð, að hana verður að framleiða um leið og hennar skal neytt. Því er aðeins hægt að geyma hana í formi hráorku, sem vatn f miðlunum eða eldsneyti fyrir varma- stöðvar. Með orkugetuútreikningum er verið að meta afköst kerfis- ins áákveðinn máta. Það er ekki verið að meta hve miklaorku er hægt að framleiða úr öllu því vatni sem til virkjana rennur, heldur er verið að finna hve stórum orkumarkaði af tiltekinni gerð kerfið getur annað á hagkvæman hátt. Orkugetan er því fyrst og fremst eiginleiki sem bundinn er við kerfið, en ekki einstaka virkjun og auk þess bundinn við. ákveðna gerð markaðar. Orkugeta einstakra virkjana eða virkjunaráfanga er skil- greind sem mismunur á getu kerfisins með og án þeirra. Orkugetan þarf því ekki að vera sú sama og framleiðslan í virkjuninni. Sérstætt dæmi er Kvíslaveita sem eykur orku- getu kerfisins og fær samkvæmt skilgreiningunni skrifaða á sig þá orkugetu sem aukningunni nemur. Hins vegar fram- leiðir veitan sjálf enga orku. Við mat á orkugetu kerfisins er stærðfræðilegt reiknilikan af orkuvinnslukerfinu sett upp í tölvu og framkvæmt það sem nefnt er rekstrareftirlíking eða tölrekstur. Helstu forsendur sem menn gefa sér eru eftirfarandi: — Markaðnum er skipt í almennt álag með tiltekinni árstiðabundinni sveiflu, hitunarálag sem sveiflast nokkuð meir og stóriðjuálag sem er jafnt allt árið. — Reiknað er með að veðurfar og rennsli verði með svip- uðum hætti hér eftir sem hingað til. — Yfirleitt er reiknað með, að kostnaður við að framleiða orku i olíustöðvum sé sá sami í framtíð og hann er, þegar útreikningar eru gerðir. — Reiknað er með, að það kosti að meðaltali 10 sinnum meira að skerða afhendingu forgangsorku en það mundi kosta að framleiða sama magn í gufuaflsstöð- inni við Elliðaár. Þetta líkan er oft nefnt orkulíkan, en í því er notað 14 daga meðaltal yfir rennsli og orkuvinnslu. Ef þurfa þykir, eru niður- stöðurnar skoðaðar betur í svonefndu aflllkani, þar sem notaðerklukkustundarmeðaltal orkuvinnslu og athugað þar, hvort sá rekstrarmáti virkjana sem fæst úr orkulíkaninu sé mögulegur, þegar tekið er tillit til dags- og vikusveiflu álags- ins. Tilgangurinn með tölrekstri er að finna, hvernig tiltekið orkuvinnslukerfi getur annað ákveóinni árlegri orkueftir- spurn. Oftast fer tölreksturinn þannig fram, að reiknað er út hvernig reksturinn hefði gengið fyrirsig, ef þettaorkuvinnslu- kerfi hefði verið byggt árið 1950 og rekið svo lengi sem rennslisgögn liggja fyrir i tölvunni (nú til hausts 1980). Niðurstöður tölrekstrarins gefa til kynna, hvenær og hve miklu hefði verið hleypt úr miðlunum, hvernig framleiðslu einstakra virkjana hefði verið háttað, hvenær og hve mikið hefði verið framleitt í olíustöðvum og hvenær og hve mikið hefði þurft að skerða orkuafhendingu. Einnig heldurtölvan saman olíukostnaði og kostnaði vegna orkuskerðingar og er það hér á eftir nefnt breytilegur kostnaður orkuvinnslukerfis- ins. 52

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.