Upp í vindinn - 01.05.1985, Blaðsíða 60

Upp í vindinn - 01.05.1985, Blaðsíða 60
íslensk verkefni á sviði hugvitsútflutnings Fyrirlestur Edgars Guðmunssonar verk- fræðings á námsstefnu Stjórnunar- félagsins. Edgar Guðmundsson, stúdent frá M.L. 1961. Lauk f.hl. prófi í verkfræöi frá H.í. 1964, próf í byggingarverk- fræði frá NTH 1966. Hann var bæjar- verkfræðingur á Dalvík og Ólafsfirði 1967-69, rekur nu verksmiðjuna Mát hf. ásamt öðrum og einnig rekur hann ráðgjafarþjónustuna Ráðgjöf og hönnun sf. ásamt öðrum. Þar sem heitið á þessari námsstefnu er „Sala á íslenskri þekkingu og hugviti erlendis", finnst mér rétt að setja fram í það minnsta mínaskoðun á því hvað sé „Þekking" og hvað sé „Hugvit" í því samhengi sem aó ofan greinir, þ.e. sem sérstök afmörkuð söluvara á erlendum mörkuðum. Ég held að allir geti verið sammála um að þekking sé undir- staða hugvitsins. Þekking er einskis virði ef ekki er hugvit til að nýta hana með einum eða öðrum hætti. Á sama hátt er hugvitsvélin aflvana, ef hún hefur ekki þekkingu sem elds- neyti. Hugvit geturaldrei orðið söluvaraeitt sér. Þekkingin verður einnig að koma til. Að minum dómi væri nærtækara að tala um útflutning á þekkingarhugviti heldur en að greina þessi tvö orð hvort frá öðru í þessu samhengi. Ég mun þó í erindi þessu nota orðið hugvit í framangreindum skilningi. Islendingar hafa ætíð verið taldir hugvitssamir með af- brigðum, enda hefur þess vissulega þurft með á þessu harð- býla, en þó gjöfula landi i aldanna rás. Ef mér er ætlað að svara þeirri spurningu hvort við eigum góða möguleika á útflutningi hugvits, svara ég þvi hiklaust játandi. Og hvar eru þá markaðirnir? Þeir eru allsstaðar, hvar sem er í heiminum á byggðu bóli. Hverskonar hugvit eigum við að flytja út? Allt sem við búum yfir - hvað sem er. Ég held að ein stærsta meinloka, sem við íslendingar höfum ræktað með okkur á undanförnum áratugum, sé að einblina á útflutningsmöguleika okkar á einhverju ímynduðu séríslensku hugviti. Það er nefnilegaekki til. Við erum heims- borgarar fyrst og fremst, sem sækjum þekkingu okkar allra þjóða mest á erlenda grund. Hugvit flytur sig hins vegar ekki út sjálft. Það þarf sölu- mennsku til. Sölumennska hefur aftur á móti verið bannorð hérlendis um aldir og þá einkum og sér í lagi hjá þeim sem hafa til að bera hugvit í ríkum mæli. Við þurfum að dusta rykið af mönnunum sem seldu okkur 18000 stykki af Clairol fótnuddtækjum, litla Ijósálfa og Golden brain höfuðnuddtæki. Jafnframt þurfum við að leggja Snorra Sturluson til hliðar, a.m.k. um stundarsakir. Við þurfum að læra hið lipra tungutak þess herskara af dönskum sölumönnum sem töfra inn áokkur „hvad som helst" eða allt frá Hjemmet og Familiens Journal og að aflóga dönskum gjaldþrotaverksmiðjum. Þettaeru í stuttu máli mennirnirsem blakta. Ef ég ætti að kjósa um hvort vægi þyngra hugvitið sjálft eða tæknin við að selja það, mundi sölumennskan fá rússneska kosningu. Hver er þá meginvandinn? Að mínum dómi er hann sá, að þeir sem hugvitið hafa eru oftast hreinræktaðir aular í sölumennsku, vita ekki af því og viljaekki vita það. Á tölvumáli mundi það heita að það vantaði „sölumennskukubbinn“ i íslensku hugvitsmennina. Mérkemurnú í hug saga, sem ég heyrði fyrirum aldarfjórð- ungi síðan um viðskiptaráðherra Þýskalands, sem hafði áhyggjur af útrýmingu Gyðinga á Hitlerstímanum, þar sem þeir væru svo góðir sölumenn. Hitler þvertók fyrir að Gyðing- arnir væru betri sölumenn en „Aríar“ og til að skera úr deil- unni fóru viðskiptaráðherra og Hitler í dularklæðum í tvær verslanir og báðu um bollastell fyrir 6 handa örvhentum. Þeir fóru fyrst inn í Aríaverslun og fengu þau svör að því miður væri hin umbeðna vara ekki til. Er þeir báru upp erindið í Gyðingaversluninni, bað kaup- maðurinn þá um að bíða andartak meðan hann færi á „bak við“ og athugaði málið. Hann kom aftur eftir nokkra stund og sagði: „Því miður, við eigum ekki bollastell fyrir örvhenta handa 6, en við eigum hinsvegar handa 12“ Ég ætla nú að víkja nokkrum orðum að hugvitsútflutningi fyrirtækisins Ráðgjöf og hönnun s.f., sem ég erannareigandi að ásamt félaga mínum Óla Johanni Ásmundssyni, arkitekt. Fyrstu tilraunirokkartil hugvitsútflutnings hófust fyrirum 6 árum og þá í tengslum við Mát-byggingarkerfið, sem við erum höfundar og eigendur að. í ársbyrjun 1980 gerðum við samning við norska fyrirtæklð Norsk Wallboard a/s um framleiðslurétt á Mát-byggingarkerf- inu i Noregi, Sviþjóð og Danmörku. Vegna reynsluleysis okkar í samningagerð af þessu tagi, varð hann lakari en efni stóðu til. Tvennt gott hlaust þó af þessum samnin'gum: -1 fyrsta lagi fengum við dýrmæta reynslu af samningagerð um sölu á hugviti. - Og í öðru lagi gerðum við mjög itarlega ráðgjafasamninga við fyrirtækið um þjónustu á sviði timburiðnaðar. Þegar frá leið, varð þessi ráðgjafasamningur okkur mikils virði, einkum þar sem þjónusta okkar varð meiri en í upphafi hafði staðið til. Um það bil ári siðar hófum við þreifingar á Finnlands- markaði fyrir milligöngu þekkts verslunarfyrirtækis þar í landi. Þessar áþreifingar leiddu siðan til mjög hagstæðs samnings vió næststærsta fyrirtæki Finnlands Rauma- Repola OY og þar vó ráðgjafasamningur einnig þyngst. Það gleðilegavið ráðgjafasamninginn erað Rauma-Repola hefur nýtt sér þjónustu okkar langt umfram lágmarksákvæði. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.