Upp í vindinn - 01.05.1985, Blaðsíða 69
húsnæöis (unnin af Rafveitu Vestmannaeyja) og er um að
ræða það sem hér hefur verið kallað húsrými I. Ekki fékkst
heldurbyggingarárhúsa, en samkvæmt upplýsingum frá Raf-
veitu Vestmannaeyja eru flest húsanna 10 til 15 ára. Athyglis-
vert er að meðalnotkun í þessum húsum ertiltölulega lág sbr.
töflurnar hér að framan. En hafa ber i huga að nýrri hús hafa
að meðaltali minni notkun á rúmmetra en eldri hús eins og
fram kemur hér á eftir. Einnig er veðurfar mildara f Vest-
mannaeyjum en á öðrum stöðum sem hér er litið á.
Sveitarfélag F jöldi Meðalnotkun+ Hlutfall húsrýmis
húsa I II á C gjaldskrárlið
kWh/m3 kWh/m3 %
8000 Vesmannaeyjar 194 66 15
TAFLA4
Raforkunotkun til hitunar íbúdarhúsnædis hjá Rafveitu
Vestmanneyja.
Mynd 2
Raforkunotkun til hitunar íbúöarhúsnæöis (gjaldskrárliður C)
sem fall af aldri húsa, meðaltal.
a) Rafmagnsveitur ríkisins.
b) Orkubú Vestfjarða.
I töflunum hér að framan er einungis sýnd meðalnotkun, en
á mynd 1 ersýnt hvernig raforkunotkunin dreifist eftir notkun
á rúmmetra. Um er að ræða notkun á C gjaldskrárlið saman-
bertöflur 1 og 3 hérað framan. Á myndinni sést að tiltölulega
mikið af orkunni er nýtt i húsum sem nota mikla orku á rúm-
metra.
í fasteignamati er skráð byggingarár húsa. Þvi má athuga
hvernig meðalraforkunotkun til hitunar þeirra húsa sem hér
er litið á er háð byggingarári þeirra og er niðurstaða sýnd á
mynd 2. Um er að ræða sömu hús og niðurstöður í töflum 1
og 3 byggja á, þ.e. íbúðarhús í þéttbýli á gjaldskrárlið C. Skil-
greining byggingarárs hefureitthvað breyst í fasteignamati á
síðustu árum þar sem farið er að skrá hús fyrr en áður, en það
ætti ekki að hafamikil áhrif áþessarniðurstöður þarsem litið
er á tíu ára tímabil en ekki einstök ár. Þar sem ekki er fyrir
hendi byggingarár allra húsanna sem töflur 1 og 3 byggjaáer
úrtakiðheldurminnahér eða 2496 hús hjá RARIK og 806 hjá
OV.
Á mynd 2 sést að notkunin er mikið til óháð aldri húsa allt
fram ááttundaáratuginn enþáferhúnaðminnkaogihúsum
byggðum eftir 1980 er notkunin um 70 kWh/m3. Nokkrar
sveiflur eru að visu hjá Orkubúi Vestfjarða og er ástæðan lík-
lega að úrtakið þar er helst til lítið. Sem dæmi má nefna að
á öðrum áratugnum er um 20 hús að ræða hjá OV og má því
QJ-Jí
Mynd 1
Dreifing raforkunotkunar á gjaldskrárliö C til hitunar íbúðar-
húsnæöis eftir notkun á rúmmetra (rúmmál án þess hluta bíl-
skúra og geymsla sem greint er sér í fasteignamati).
a) Rafmagnsveitur ríkisins.
b) Orkubú Vestfjarða.
ætla að minnkun í notkun sem fram kemur á mynd 2 sé vart
marktæk. Tæpur helmingur þessara húsa er byggður á
áttunda áratugnum. í þessu sambandi má nefna að nýjar
byggingareglugerðir tóku gildi 1965, 1979 og 1984 og hafa
þæreflaust haft sitt að segja varðandi minnkandi orkunotkun
til hitunar í nýrri húsum.
Einnig er hægt að kanna hvernig meðalnotkun til hitunar
er háð stærð húsa og hefur það verið gert og er niðurstaða
sýnd á mynd 3.
Mynd 3
Meðalraforkunotkun á rúmmetra til hitunar íbúðarhúsa
(gjaldskrárliður C) sem fall af stærð húsa.
a) Rafmagnsveitur ríkisins.
b) Orkubú Vestfjarða.
Á myndinni sést að notkunin er mjög háð stærð húsa og
fyrir hús af stærðinni 800 m3 er meðalnotkunin um 60
kWh/m3, en eins og áður er komið fram er meðalnotkunin í
þessum tæpu 4 þúsund húsum rúmar 80 kWh/m3. Meðal-
stærð húsanna er tæpir 500 m3. í öðrum athugunum sem
gerðar hafa verið á orkunotkun til hitunar hafa komið í Ijós
þessi sömu áhrif, þ.e. að notkun minnki verulega með stærð
húsa.
Síðustu áratugina hefur meðalstærð íbúðarhúsnæöis
aukist stöðugt og má því ekki líta svo á að byggingarár og
stærð húsnæðis séu tveir óháðir þættir sem hafa áhrif á
orkunotkun. Því má ætla að minni orkunotkun í nýrri húsum,
sbr. mynd 2, stafi ekki einungis af því að þau séu betur úr
garði gerð m.t.t. upphitunar heldur einnig vegna þess að þau
eru að meðaltali stærri. Minni orkunotkun til hitunar i stærra
húsnæði getur eins og sést á mynd 3 bæði stafað af minna
tapi og af því að stærri hús eru yfirleitt nýrri og líklega betur
einangruð. Hérer því um tvo samverkandi þætti að ræðasem
69