Upp í vindinn - 01.05.1985, Síða 76
Staða íslensks plastiðnaðar
Viðtal við Pál Árnason efnaverkf ræðing hjá iðntæknistofnun
íslands. Kveikjan að viðtalinu er að stofnunin vill auka til muna
þjónustu sína viö plastiðnaðinn og mun Páll m.a. vinna við það.
Páll Árnason, efnaverkfræöingur
útskrifaðist frá Lunds Tekniska
Högskola í jan. 1984. Sfarfar á efna-
og matvælatæknideild Iðnaöar-
tæknistofnunar íslands.
Nú hefur notkun plastefna aukist verulega með ári hverju.
Hvar endar þetta. Hvaða takmörk hefur plastiö?
Eina sýnilega takmörkunin er langtímaending viö nokkur
hundruð gráður. Hvort þetta verði leyst eftir tíu ár og fyrsta
bensinvélin sem eingöngu er úr plasti sérdagsins Ijós veit ég
ekki.
Hvað er það þá sem ræður því hvaða sviö plastið yfirtekur?
í nánustu framtíð er það þróun framleiðslutækni í plast-
iðnaði samanborið við annan iðnað. Nú er hægt að framleiða
nánast alla hluti jafn góða úr plasti svo framarlegar sem valin
eru rétt efni og vinnsluaðferð. Það sem ræður efnisvali er
hvort hluturinn sé ódýrari í framleiðslu úr plasti en öðrum
efnum. Sem dæmi má nefna bílaiðnaðinn þar sem sífellt er
verið að skipta út málmhlutum fyrir plast vegna þess að
viðkomandi plasthlut er hægt að fá jafn góðan fyrir lægra
verð.
Þetta segir þú að sé þróunin i nánustu framtíð. Eru menn
farnir aö sjá fyrir endann á þessari þróun?
Ekki er það nú, hins vegar er Ijóst að náttúruauðlindirnar
eru ekki óendanlega miklar og ef ollu skortir og verð á henni
ríkur upp sem að visu verður ekki næstu áratugina þá kemur
afturkippur í plastbyltinguna. Ef hins vegar verður skortur á
einhverjum málm-, tré-eðasteinefnum þáverður það plastinu
til framdráttar.
Hvernig erum við í stakk búin til þess aö taka við þessum
breytingum í efnisnotkun?
Menntunarlega ákaflega illa. Strax í menntaskólum er
kennsla í efnafræði miðuð við kunnáttu kennara frekar en
þarfir nemenda og plastefni er ekki minnst á.'Sama gildir í
Tæniskólum og verkfræðigreinum Háskólans þar sem
kennsla I efnisfræði er miðuð við þarfir áranna 950—70 - stað
21. aldarinnar eins og ætti að vera. Þetta þekkingarleysi og
jafnvel hræðsla hönnuða við nýja efnisnotkun heftar ekki
einungis eðlilega þróun á þessu sviði heldur stóreykur þetta
fjölda mistaka í efnisvali.
fgflRLZEÍSs;
I JENfl
THEODOLITAR
HALLAMÁLSTÆKI
SMÁSJÁR
ÝMIS
LÆKNINGATÆKI
"XCO HF.
INN & ÚTFL.
BÚÐAGERÐI 10
SÍMI82388
Plast hefur lögnum haft orð á sér fyrir að vera annars flokks
efni. Hver er ástæöan fyrir því?
Oft hafa komið á markaðinn miklu ódýrari hlutir úr plasti
með minni endingu en gömlu hlutirnir og fá því slæma dóma
þótt þeir eigi rétt á sér. Einnig eru í öllum byltingum gerð
mistök og eins er með plastbyltinguna. Mistökin hafa aðal-
lega stafað af röngu efnisvali enda er frumskógur plastefnis-
fræðinnarorðinn miklu stærri en alliraðrirskógarefnisfræð-
innar samanlagt.
Hvernig stendur íslenskur plastiönaður?
Misvel.
Ef við byrjum á trefjaplastiðnaðinum.
Það sem háir honum er að til þess að koma á stofn trefja-
plastfyrirtæki þarf aðeins einn bílskúr og nánast ekkert
annað. Fyrirtækin eru því lítil og hafa ekki haft efni á að fjár-
festa í þekkingu á sviði efnisfræöi eða framleiðslutækni
enda hefur þurft að sækja slíkt út fyrir landsteinana.
Hefur þessi þekkingarskortur komið niður á framleiðsl-
unni?
Sumirframleiðendur hafaaflað sér nokkurar þekkingar i að
leggja trefjaplast og framleitt góðavöru en aðrirslæma. Þeir
sem lélegri eru hafa líka undirboðið þá sem betri eru og á
meðan neytendur skilja ekki að til sé góð eða slæm vara er
erfitt að bæta iðnaðinn. Vegna minnkandi eftirspurnar á
bátum og harðrarsamkeppni fóru margir út í aðraframleiðslu.
Iðntæknistofnun hefur fengið verkefni sem var fólgið í að
athuga hluta þessarar framleiðslu og kom þar í Ijós að fram-
leiðendur höfðu ekki efnis- eða verkkunnáttu til svona vöru-
þróunar.
Hvaö er til ráöa?
Innlent námskeiðahald fyrir framleiðendur og almenn
fræðsla um iðnaðinn, þannig að neytendur geri kröfur til
framleiðenda. Nú með vorinu ætlar Iðntæknistofnun að
halda námskeið fyrirframleiðendur í lagningu trefjaplasts og
hafasíðarfleiri námskeið eftir því sem aðsókn gefurtilefni til.
Hvernig er meö annan plastiðnað, t.d. röraiönaöinn?
Hann er miklu betur settur tæknilega. Hráefnaseljendur
sjá framleiðendum fyrir allnokkurri tækniaðstoð, þ.e.a.s.
upplýsingum um hita- og þrýstiþol efnisins, vinnslu og
jafnvel boðist til að prófa rörin. Hins vegar hafaframleiðendur
verið misduglegir við að nýtasér það. Það krefst mikillar natni
og stöðugs innra eftirlits og getur - sumum tilfellum verið
vandaverk að framleiða gallalaus rör.
Er ekki dýrt fyrir jafn lítil fyrirtæki og hér eru aö hafa eigið
gæðaeftirlit?
Jú það er rétt að til þess þarf dýr tæki. En ef öll íslensk
plastfyrirtæki sameinast um sömu tækin ætti það ekki að
þurfa að vera svo dýrt. Með það fyrir augum að geta boðið
framleiðendum allt fráeinstaka prófunum og mælingum upp
í óháð gæðaeftirlit er Iðntæknistofnun nú í startholunum
með að kaupa öll þau tæki sem með þarf.
Er þaö takmark ykkar að allir röraframleiðendur hafi full-
komiö gæðaeftirlit?
Það er hluti af markmiðinu. Það er ekki nóg að einhverjar
mælingar séu gerðar heldur verður líka að ákveða hvaða
76