Upp í vindinn - 01.05.1985, Qupperneq 80
Ós hf.
— ný steypuverksmiðja
Ný steypuverksmiðja tók til starfa laugardaginn 24.
nóvember 1984. Hún er í eigu Óss hf. Hún er i Garðabæ að
Suðurhrauni 2.
Opnunarathöfnin fór virðulega fram, fjöldi gesta naut
rausnarlegra veitinga og hlýddi á lúðraþyt og ávörp Ólafs
Björnssonar stjórnarformanns, Einars Þ. Vilhjálmssonar
framkvæmdastjóra, tveggja fulltrúa fyrirtækja þeirra
erlendra, er framleiddu vélar þær, er steypuverksmiðjan
notar, og Sverris Hermannssonar iðnaðarráðherra.
Undirbúningsvinna hafði þá tekið um þrjú ár, en tæpt ár að
reisa sjálft verksmiðjuhúsið. Lóð verksmiðjunnar er 4,5
hektarar. Húsið er nú um 2500 fermetrar, en ætlunin er að
stækkaþað síðar í rúma4000 fermetra. í verksmiðjunni starfa
um 30 manns.
Alls mun verksmiðjan kosta 80—90 milljónir króna. Fé
þetta kemur úr þremur áttum. Iðnlánasjóður lánaði 30 mill-
jónir króna, Iðnþróunarsjóður lánaði 14,5 milljónir, en fyrir-
tækið sjálft lagði fram afganginn.
Vélar og tæki eru dönsk og hollensk, en í Danmörku og
Hollandi mun steyputækni nú standa með einna mestum
blóma i Evrópu. Forráðamenn verksmiðjunnar hafa lagt mikið
kapp á að búa hana sem bezt undir átök viðskiptalífsins og
hrósasér af því, að engin steypuverksmiðja í heimsálfu okkar
standi þessari jafnfætis. Fleira má nefna af því, sem stjórn-
endur Óss hf., telja verksmiðjunni til ágætis. Tölva hefur
umsjón með allri framleiðslunni allt frá hráefnum til fullunn-
innar vöru. Verksmiðjan getur starfað eðlilega allt árið, óháð
tíðarfari. Leitazt er við að hafa gæðaeftirlit sem tryggast.
Fylgzt er með hráefni og framleiðslu daglega á staðnum og
að auki er Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins send sýni
reglulega. Þar eð verksmiðja þessi er mjög fjölhæf og fram-
leiðsla sveigjánleg, er auðvelt að koma til móts við hugsan-
legar sérkröfur viðskiptavina varðandi lit og lag.
SteypuverksmiðjaÓss hf., mun framleiðasteyptareiningar
af hvaða tagi sem er, svo fremi að óskir þar að lútandi komi
fram. Eins og málum er nú háttað, má skipta framleiðslunni
í fernt.
Húsnæði verksmiðjanna að Suðurhrauni 2, Garðabæ.
Hellur og steinar í hleðslur, stéttir, götur og þess háttar
munu í upphafi njóta forgangs. Stefnt er að því að gefa kaup-
endum kost á sem flestum tegundum. Auk fastrar lögunar,
fastra stærða og lita (þeir eru fimm) geta menn borið fram
óskir um frávik og Ós hf., mun reyna að verða við þeim. Fram-
leiðslunni er svo haganlega fyrir komið, að forráðamenn Óss
hf., treystasértil að lækkaverð áþessum vörum um fjórðung.
Hellulögn og hleðsla eru einföld verk, og kann þvi vel svo að
fara, að einhverjir viðskiptavinir vilji sinna því sjálfir. Þá er
þeim frjálst að leita til Óss hf., um leiðbeiningar og aðstoð
fagmanna, bæði hvað snertir verkið sjálft, svo og val á hellum
og steinum.
Annarmeginþátturí framleiðslu verksmiðjunnareru steypt
rör, brunnar og tengi alls konar. Reynt verður að hafa úrval
sem mest.
í þriðja lagi mun verksmiðjan framleiða milliveggjaplötur
og húseiningar, en sú framleiðsla er enn ekki hafin.
Ein af hinum nýju og fullkomnu vélum verksmiðjunnar.
Loks má nefna, að verksmiðjan selur steypu beint. Pantar
viðskiptavinurinn þá steypugerð, sem honum hentar bezt,
tölvukerfi verksmiðjunnar sér um að blanda og hræra og
prentar jafnframt út yfirlit yfir þau efni, sem í steypunni eru.
Plagg þetta er sfðan fengið kaupanda ásamt steypufarm-
inum, til að hann geti fullvissað sig um, að hann fái þásteypu,
sem hann pantaði.
Til að tryggja góða meðferð steyptraeiningaá leið til kaup-
anda og til að koma í veg fyrir hugsanlegar skemmdir, notar
Ós hf., sérhannaða bíla í alla flutninga.
Verksmiðja Óss hf., verður að teljast mjög vel-í sveit sett.
Mjög hægt er um aðföng, þar sem hún stendur, og að sama
skapi gott að flytja vörur hennar í hendur kaupenda. Á þessu
ári mun ný Reykjanesbraut tengja höfuðborgarsvæðið og
Reykjanes, og sú braut mun liggja rétt hjá verksmiðjunni. Má
þvi Ijóst vera, að verksmiðjunni hefði vart getað verið valinn
betri staður með tilliti til samgangna.
Ósmenn segja verksmiðju sína svo afkastamikla, að hún
geti séð öllu Suðvesturlandi fyrir rörum, steinum, hellum og
öðrum steyptum einingum. Heyrzt hafa efasemdaraddir frá
öðrum í þessari atvinnugrein, sem telja fjárhaginn glæfra-
legan og að markaðurinn taki ekki við fleirum í þessa fram-
leiðslu. Sjálfir segjast stjórnendur Óss hf., bjartsýnir og telja
sig hafa fast undir fótum í fjármálum. Tíminn verður að leiða
í Ijós, hver gæfa Óss hf., verður. Byggingarverkfræðinemar
óska Ósi hf„ góðs gengis.
80