Upp í vindinn - 01.05.1999, Síða 34

Upp í vindinn - 01.05.1999, Síða 34
... UPP I VINDINN núverandi byggð þétt í 56 íb./ha. verður aukin landþörf á sama tíma um 3.700 ha. Reykjavík er dreifbýlasta höfuðborg Evrópu og þó víðar væri leitað. íbúum á hvern hektara hefur fækkað mjög og t.d. bjuggu 38.000 manns innan Hringbrautar og Snorrabrautar 1940 en nú búa þar 16 þúsund. Stefnuleysi i skipulagsmálum mun valda meiri þynningu byggðar á ókomnum árum. Óumflýjanlegt virðist að aukinn íbúafjöldi færi Reykjavík fjær því að teljast alvöru borg. Mikil útþynning byggðar hefur neikvæð áhrif á daglegt líf allra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Byggðin er dýr og óskilvirk og leiðir til sóunar á tíma og fjármunum. Þróun línuborgar- innar, sem minnst var á, mun gera illt ástand verra. Vítahringur Vítahringur bílsins krefst aukins lands undir gatnakerfið og með ári hverju eyð- um við lengri tíma undir stýri á yfirfullum og menguðum akbrautum. Æ meiri tími fer í að vinna fyrir rekstri bílsins og oft er litið afgangs af tíma og fé til að njóta raunverulegra lífsgæða. Arlegur kostnað- ur af bílaumferð er hátt á annað hundrað milljarðar króna. Annar hluti vítahringsins snertir mikla stækkun opinbers rýmis. Að baki hverj- um hektara af akbrautum, gangstéttum, bílastæðum og aðlögunarsvæðum eru stöðugt færri íbúar. Þannig hefur fé og tími til endurbóta og þrifa í opinberu rými minnkað ár frá ári og umhverfisgæð- um hrakar jafnt og þétt. Þetta leiðir til þverrandi virðingar borgaranna fyrir byggða umhverfinu og stuðlar að auknu hirðuleysi á almannafæri. Gangandi vegfarendum fækkar ört og nú skynja flestir borgarbúar stækkandi opinbert rými út um rúður bíla sinna. Fáir þekkja umhverfisálagið í opinbera rýminu. Það er ekki lengur hluti af reynsluheimi ökumanna og snertir ekki hagsmuni þeirra. En þó er þetta umhverf- isálag nánast alfarið af völdurn þeirra, ekki aðeins umferðarhávaði, nagla- skruðningar, svifryk, útblástursmengun og löskuð umferðarmannvirki heldur líka megnið af öllu ruslinu við götur og vegi. Öryggi barna og unglinga sem eru uppistaðan í hópi viðskipavina strætis- vagna, minnkar á gangstígum borgarinn- ar því í þessu umhverfi aukast líkur á af- brotum. Splundrun miðborgarstarfsemi er vel þekkt í Reykjavík. Strax eftir seinna stríð stöðvaðist öll þróun á miðborgarsvæðinu. Það varð aðkreppt á allar hliðar af íbúðar- byggð, Vesturhöfninni og flugvellinum i Vatnsmýri, sem að auki setti þröngar skorður við hæð mannvirkja. Það hætti að taka við nýrri miðborgarstarfsemi stækkandi byggðar og síðan þá hefur mið- borgarstarfsemi dreifst á óskipulegan og óskilvirkan hátt um alla byggðina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Rekstrarskilyrði almenningssamgangna munu halda áfram að versna. í dag er reynt að halda uppi ódýru kerfi með lágri ferðatíðni sem einkum þjónar börnum og öldruðum en þessi þjónusta virðist fjar- lægjast óðfluga það markmið að ná til ört stækkandi hóps ökumanna. Tillögur Landfylling er leið til hagkvæmra land- vinninga í hafnarborgum um allan heim. Gott dæmi er Boston, sem er að verulegu leyti reist á landfyllingum, þeim elstu frá fyrri hluta 19. aldar. Hérlendis hafa land- fyllingar verið notaðar við hafnargerð alla þessa öld. Margir helstu flugvellir heims eru á landfyllingum t.d. í Tókíó, Hong Kong, Sidney, Torontó, New York, Boston, San Fransisco, Ríó og ísafirði. Arið 1997 voru gerðar athugasemdir við aðalskipulag Reykjavíkur til ársins 2016 til að vekja athygli á þeirri háska- legu þróun sem hér er um rætt, annars vegar við ákvörðun um að festa Reykja- víkurflugvöll í sessi í Vatnsmýri og hins vegar við ákvörðun um að efla olíuhöfn í Örfirisey. Samtímis voru kynntar tillögur að nýj- um flugvelli á landfyllingu í Skerjafirði, þéttri miðborgar- og íbúðabyggð í Vatns- mýri og íbúða- og miðborgarsvæði á land- fyllingu við Akurey. Að auki var lagt til að gamla höfnin yrði felld inn í mið- borgarsvæðið og hafin þar uppbygging íbúðasvæða og miðborgarstarfsemi í sam- býli við hafnarstarfsemi. Slíkar lausnir eru vel útfærðar í hafnarborgum víða um heim. Tilgangur tillaganna er að sporna gegn öfugþróun byggðar, niðurníðslu miðborg- arsvæðis og skelfilegu ástandi í umhverf- ismálum i Reykjavík. Meginforsenda er að byggðarþróun næstu áratugi verði vestast í borginni. í tillögu að flugvelli í Skerjafirði er stærð landfyllingar 83 ha., magn fyllingarefnis 7,8 milljónir rm og lengd brimvarnar 8.000 m. Lfklegur kostnaður er 5 milljarðar króna og verð fyrir fermeter tilbúins lands því um 6.000 kr. Verðmæti byggingarlands í Vatnsmýri er margfalt meira. Þéttleiki bygg&ar Þéttleiki byggðar er ein helsta kenni- stærð í skipulagi og segir til um umhverf- isgæði og skilvirkni borga. Unnt er að bera saman blóðþrýsting mannslíkamans og þéttleika byggðar. Hvorugur má vera of lágur né of hár til að ekki fari illa. Lág- marksþéttleiki byggðar með almennings- samgöngum er um 50 íbúar á hektara. 1940 var þéttleiki byggðar í Reykjavík 170 íb./ha. en 1998 er hann 28 íb/ha og enn á niðurleið því þessi tala lækkar mjög þegar byggð á Kjalarnesi, á svokölluðum nýbyggingarsvæðum og í Blikastaðalandi er reiknuð með. Borgir með mjög lága þéttleikatölu er að finna í Bandaríkjunum og Ástralíu en þær eru sniðnar að þörfum bílsins og búa við mjög skilvirk gatnakerfi. Þéttleiki evrópskra borga er að jafnaði þrefalt hærri en í Reykjavík. Ábati af þéttingu byggðar getur verið mikill en byggir á flóknu samhengi. Ný stofnbraut frá austri til vesturs urn Vatns- mýri er t.d. forsenda þess að unnt sé að endurhæfa byggð og gera vesturborgina skilvirka. Allir höfuðborgarbúar mun njóta góðs af skilvirkari samgöngum, auknum gæðum opinbera rýmisins og öflugri miðborg. í þéttri byggð er efna- hagslegur grundvöllur fyrir vönduðum lausnum í samgöngumálum. Þar geta al- menningssamgöngur staðið undir sér og kostnaðarsamar lausnir í gatnagerð skila sér að fullu í bættri landnýtingu. Unnt er að meta afmarkaða þætd og spá í líklegan ábata af þéttingu byggðar. T.d. má gera ráð fyrir að afgangur af lóðagjöld- um þéttrar byggðar í Vatnsmýri nægi fyr- ir landfyllingu undir flugvöll í Skerjafirði. Friðun 20 þúsund íbúabyggðar fyrir há- vaðamengun af flugvelli gæti leitt til 7 milljarða króna hækkunar á verði fast- eigna þeirra. Reykvíkingar fara árlega í 50 milljón at- vinnutengdar ökuferðir. Sparast myndu á ári hverju um 450 mannár fyrir hverja mínútu sem hver ökuferð styttist með til- komu skilvirks samgöngukerfis og fækki ökuferðum Reykvíkinga um fjórðung minnkar kostnaður af einkabílaakstri í borginni um 10 milljarða króna á ári. Ef Reykvíkingar byggju í þéttri og skilvirkri byggð kæmist hver fjölskylda e.t.v. af með einn bíl að jafnaði í stað 1,6 bíla eins og nú er. Þá gætu 36 þúsund fjölskyldur sparað árlega um 12 milljarða króna. Eins og getið var um í upphafi þessarar greinar er hafin gerð svæðisskipulags fyr- ir höfuðborgarsvæðið. Víst er að sú vinna 34

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.